Fréttablaðið - 08.01.2011, Page 86

Fréttablaðið - 08.01.2011, Page 86
 8. janúar 2011 LAUGARDAGUR42 timamot@frettabladid.is SIGURÐUR ÞÓRARINSSON jarðfræðingur (1912-1983) var fæddur þennan dag. „Menn veigra sér æ meir við að skyggnast fram í tímann og fortíðin fjarlægist og fyrnist æ hraðar.“ „Mér finnst afmælisdagar barnanna minna stórkostlega merkilegir en mitt afmæli engin sérstök hátíð,“ segir Dóra Takefusa, sem er fertug í dag. Oft segir hún samt hafa verið gestkvæmt 8. jan- úar, hún hafi bakað, búið til heita rétti eða boðið í „bröns“ en aldrei nennt að halda partí. Í ár ætlar hún út að borða og leyfa sér svo að skreppa fljótlega í smáfrí, það hafi hún ekki gert í mörg ár. „Draumurinn er að slökkva á símanum og fara eitthvert suður á bóginn í nokkra daga,“ segir hún. Dóra á sínar fyrstu minningar frá Seyðisfirði og telur það forréttindi að hafa alist upp í svo litlum og vinaleg- um bæ. „Innst inni er ég þó borgarbarn enda flutti ég að heiman fimmtán ára því ég þráði stórborgina Reykjavík. Síðan hef ég mátað mig við margar aðrar borgir,“ viðurkennir hún. Nú býr Dóra í Kaupmannahöfn þar sem hún á tvo veitingastaði, Jolene bar sem hún hefur rekið í nokkur ár og kaffihús sem hún er nýbúin að opna. „Þetta eru ólíkir staðir,“ segir Dóra og lýsir stemningunni þar. „Jolene er partí en kaffihúsið kósí.“ Hún kveðst hafa gaman af þessari atvinnustarfsemi þótt hún hafi aldrei verið á langtíma- plani. „Ég hef ekki verið þekkt fyrir að skipuleggja hlutina langt fram í tím- ann. Í rauninni hefur Kaupmannahöfn leitt mig út í þetta og það er bara mjög gaman.“ Er hún þá alveg flutt af landi brott? „Nei, nei, maður er aldrei fluttur alveg. Ég bjó einu sinni í Los Angeles og í fjögur ár í London en Ísland er alltaf heimalandið.“ Meðal þeirra staða sem Dóra hefur ferðast til er Japan enda á hún föður þar, sem reyndar bjó á Íslandi og í Dan- mörku í 15-20 ár. „Maður skreppur ekk- ert til Japan si svona svo ég hitti pabba nú ekki oft,“ viðurkennir hún. Kveðst samt aðspurð vera mikil fjölskyldu- manneskja. „Mér líður best þegar ég hef svona tíu manns í mat. Kannski er það þess vegna sem ég er að reka veit- ingahús,“ segir Dóra, sem á íslenskan kærasta og tvö börn, son sem er að verða 21 árs nú í janúar og átta ára dóttur. Dóra lék í þremur kvikmyndum á tíunda áratugnum, Einkalífi, Veggfóðri og Bak við tjöldin. Skærast skein þó stjarna hennar á Skjá einum enda minn- ist hún tímans þar með mikilli ánægju. „Það var skemmtilegt og gefandi að taka þátt í að byggja upp Skjá einn og hefur mikið tilfinningalegt gildi í minn- ingunni. Hópurinn þar var eins og ein fjölskylda og innan hans skapaðist sterk og góð vinátta.“ Hvar skyldi Dóra svo sjá sjálfa sig í anda eftir tuttugu ár? „Ég hef ekki hugmynd um það. Veit ekki einu sinni hvað mig langar að gera eftir tvö ár,“ segir hún einlæg. „Ég er búin að ganga í gegnum mörg frábær tímabil um ævina, hef gaman af að láta lífið koma mér á óvart og koma þá sjálfri mér á óvart í leiðinni.“ gun@frettabladid.is DÓRA TAKEFUSA VEITINGAMAÐUR: ER FERTUG Í DAG Ísland er alltaf heimalandið VERTINN DÓRA „Ég hef ekki verið þekkt fyrir að skipuleggja hlutina langt fram í tímann.“ FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Faðir minn, tengdafaðir og afi okkar, Guðmundur Guðlaugsson Gvendur Eyja, lést að heimili sínu Hamraborg 26 þann 30. desember. Útför hans fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 10. janúar klukkan 13.00. Björgvin Valur Guðmundsson Þóra Björk Nikulásdóttir Erna Valborg Björgvinsdóttir Haukur Árni Björgvinsson Axel Þór Björgvinsson Jesse Myree McGoldrick Móðir mín, Edda Sigurðardóttir er lést 28. desember sl., verður jarðsungin frá Dómkirkjunni 14. janúar nk. kl. 15.00. Guðný Einarsdóttir Ástkær faðir okkar, Jón Sigurðsson frá Krossalandi í Lóni, Básenda 3, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli þriðjudaginn 4. janúar. Útförin fer fram frá Áskirkju fimmtudaginn 13. janúar kl. 13.00. Ásdís María Jónsdóttir Þórey Jónsdóttir Guðrún Jónsdóttir Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Helga Sigurjónsdóttir kennari, Meðalbraut 14, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Eir miðvikudaginn 5. janúar. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 13. janúar kl. 13.00. Þórir Gíslason Brynjólfur Þórisson Herdís Þórisdóttir Ingvi Guttormsson og barnabörn Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, Kristján Jónasson lést á Landspítalanum v/Hringbraut 2. janúar síðast- liðinn. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni 12. janúar nk. kl. 15.00. Valdís Kristjánsdóttir Hafliði Nielsen Skúlason Guðrún Björk Kristjánsdóttir Jón Proppé Steinunn Aagot Kristjánsdóttir Ólafur G. Guðmundsson Ásdís Rósa og Mímir Hafliðabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi, Ragnar Kristjánsson kennari Hjarðarhaga 28, lést mánudaginn 3. janúar á Landspítalanum við Hringbraut. Útförin fer fram frá Neskirkju þriðjudaginn 11. janúar kl. 13.00. Arndís Eyjólfsdóttir Kristín Margrét Ragnarsdóttir Birgir Gunnsteinsson Oddbjörg Ragnarsdóttir Kristján Hjálmar Ragnarsson Björgólfur Kristjánsson barnabörn og barnabarnabörn. erf idr yk kjur G R A N D Hlýlegt og gott viðmót á Grand hótel. Fjölbreyttar veitingar lagaðar á staðnum. Næg bílastæði og gott aðgengi. Grand Hótel Reykjavík Sigtún 38, 105 Rvk. Sími: 514 8000 www. grand.is erfidrykkjur@grand.is Verið velkomin á Grand hótel Elskuleg systir okkar Áslaug Stefánsdóttir frá Minniborg í Grímsnesi, fyrrum varðstjóri Landssíma Íslands, lést á líknardeild Landakotsspítala fimmtudaginn 6. janúar. Systkinin frá Minniborg Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og ómetanlegan stuðning við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu Jóhönnu Þórunnar Emilsdóttur frá Lækjarmótum, Borgarbraut 1, Borgarnesi. Veronika Kristín Guðbjartsdóttir Jóhannes Þórarinsson Þóra Kristrún Guðbjartsdóttir Guðjón Gunnarsson Erla Guðrún Guðbjartsdóttir Magnús Kristjánsson Helgi Þröstur Guðbjartsson Inga Sigríður Ingvarsdóttir ömmu- og langömmubörn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.