Fréttablaðið - 08.01.2011, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 08.01.2011, Blaðsíða 30
30 8. janúar 2011 LAUGARDAGUR Þ að hefur ekki væst um Frank Hvam og Casper Christensen hér á landi þrátt fyrir kalda tíð, rok og snjókomu. Þeir flugu á Saga Class til landsins á fimmtudaginn og gistir hvor á sinni svítunni á Hótel Holti. Frank viðurkennir fljótlega að hann hafi verið seint á fótum kvöldið áður, þeir Casper hafi farið á Dillon og drukkið nokkra bjóra. „Síðan var okkur bara kippt inn í einhvern bíl og við fórum á leynilegan skemmti- stað sem ég veit ekkert hvar er eða hvað heitir.“ Hljómar nánast eins og söguþráður í Klovn-þætti. Frank segir heimsóknina hins vegar vera vinnuferð en ekki Tour de fisse eða „píkuferð“ eins og Casper kemst að orði í Klovn: The Movie. „Nei, nei, við Casper erum báðir í góðum sam- böndum heimafyrir … en við erum það svo sem líka í myndinni. En nei, þetta er tour de work. Tour de fisse er hins vegar svolítið fyndið orð, ekki satt?“ Ítalir ekki hrifnir Umrædd Klovn-mynd er vandræða- lega fyndin, þeir Frank og Casper halda í mikla kanó-ferð með ell- efu ára gamlan frænda Miu, Bó, í eftirdragi. Frank hyggst nefni- lega sanna sig í föðurhlutverkinu. En eins og gefur að skilja fer allt úrskeiðis enda hafa þeir gjörólík- ar hugmyndir um hvað skuli gera í ferðinni. Sum atriði myndarinn- ar eiga eflaust eftir að hneyksla íslenska góðborgara en Frank segir þá hvorki hugsa um þolmörk áhorfenda né hvort þeir séu hugs- anlega að fara yfir strikið. „Við viljum bara segja sögur og ef eitt- hvað er fyndið þá látum við það bara flakka,“ útskýrir Frank. Þótt Íslendingar, Færeyingar, Græn- lendingar og Danir hafi fallið fyrir þeirri hugmyndafræði þá verður hið sama ekki sagt um allar þjóðir, Ítalir vildu ekki sjá þættina og Pól- verjar fengu nóg þegar þeim fannst tvíeykið gera grín að hinum látnu. Þá hafði aska móður Caspers verið borin fram sem salat á aðfangadag. „Þetta fannst þeim ekki fyndið,“ segir Frank. „En í okkar huga var þetta bara aska.“ Tæknibrellur í ástaratriði Vissulega eru nokkur atriði í Klovn- myndinni sem kunna að hneyksla. Þar má meðal annars sjá annan trúðinn hafa samfarir við karl- mann og trekant þeirra félaga með íturvaxinni pönnukökudömu. En það er ekki allt sem sýnist og hér er rétt að taka fram að Frank brydd- aði sjálfur upp á þessari umræðu. „Það er ákveðið atriði þar sem við Casper erum inni í tjaldi með Bó og tökum mynd af litla tillan- um hans. Svo það sé á hreinu þá var tæknibrellum beitt við þetta atriði, þetta er latex-brúða. Hitt hefði verið siðferðilega og laga- lega rangt,“ útskýrir Frank og við- urkennir að það hafi verið erfitt að leika í áðurnefndri ástarsenu – ef ástarsenu skyldi kalla. „Það þurfti náttúrulega að taka hana upp sex eða sjö sinnum og við fundum vel fyrir hvort öðru. Hins vegar verð- ur að taka fram að tæknibrell- um var einnig beitt við gerð þess atriðis, puttinn á mér var gerður aðeins lengri.“ Þeir sem hafa ekki séð myndina verða bara að geta í eyðurnar. Annt um einkalífið Í þeim töluðu orðum birtist Casper eins og skrattinn úr sauðarleggnum og kvartar góðlátlega undan því að hann þurfi að vera inni í matsaln- um þar sem morgunmaturinn er borinn fram en Frank fái að sitja á barnum. „Af hverju fórum við ekki bara hingað í gærkvöldi?“ spyr hann Frank og hverfur jafnskjótt og hann birtist. Frank og Casper eru jafn ólík- ir og dagur og nótt. Casper virkar sjálfsöruggur með risastórt húðflúr á handleggnum á meðan Frank er fremur nördalegur með gleraugu. Viðhorf þeirra til einkalífsins er líka gjörólíkt. Fæstir Danir vita hvernig kærasta Franks lítur út og eflaust kemur það einhverjum á óvart að hann eigi tveggja ára gam- alt barn. „Casper býr hins vegar í kastljósinu, hann er opinber per- sóna fram í fingurgómana. Allt sem hann gerir er opinbert. Hann hefur enga þörf fyrir einkalíf ólíkt mér sem verð að hafa mitt prívatl- íf í friði. Casper er sennilega eina manneskjan sem getur látið þetta ganga upp, að vera frægur og gera eitthvað gott. Flestir sem tala um hvað þeir áttu vonda æsku eða eitt- hvað í þeim dúr gera það vegna þess að varan þeirra er drasl. Og þeir nota einkalífið sitt til að kynna hana.“ Vildi ekki gera myndina Frank leist ekkert á blikuna þegar sú hugmynd barst í tal að gera kvik- mynd eftir þáttunum. „Mér var illa við það og vildi ekkert gera þetta. Ég var ekki viss um þetta væri rétta skrefið og var hræddur um að við myndum bara gera mynd sem væru þrír þættir af Klovn skeytt saman. En mér finnst eins og okkur hafi tekist að gera virkilega góða mynd og sýnt hliðar á Frank og Casper sem ekki hafa sést áður.“ Frank og Casper vinna mjög náið saman, loka sig af uppi í sumar- bústað og vinna dag og nótt. „Ég slekk á símanum og það er ómögu- legt að ná í mig. Sem reynir auðvit- að á fjölskylduna en ég hef komist að því að það er betra að vera algjör asni í stuttan tíma en að vera lítill asni í langan tíma.“ Framtíð Klovn óráðin Smá fát kemur á Frank þegar hann er spurður hvort þeir séu ekki orðnir ríkir á Klovn-æðinu en allt bendir til þess að myndin verði ein vinsælasta mynd Danmerkur frá upphafi. Sjálfur vill hann ekki meina það. „Enginn verður ríkur á sjónvarpi í Danmörku, það er kannski betra upp úr þessu að hafa en hér á Íslandi, og svo er Dan- mörk ekki jafnstórt markaðssvæði og Þýskaland. Maður verður fyrst og fremst að hafa gaman af þessu,“ segir Frank en upplýsir jafnframt að hann og Casper hafi fengið eina milljón danskra króna hvor fyrir gerð myndarinnar sem samsvar- ar tæpri 21 milljón íslenskra. „Við munum síðan græða eina milljón danskra hvor á góðu gengi í miða- sölu en síðan borgum við skatt af þessu.“ Samtals gera þetta því 42 milljónir króna fyrir hvorn. Frank vill ekki svara því hver framtíð Klovn-fyrirbærisins sé, sjónvarpsþættirnir séu búnir og verði ekki gerðir aftur. Og það sé allsendis óvíst hvort önnur Klovn- mynd verði gerð. „En ef við fáum góða hugmynd og höfum áhuga þá gerum við auðvitað aðra mynd.“ Við verðum ekki ríkir á Klovn Frank Hvam og Casper Christensen eru í miklu uppáhaldi hjá Íslendingum sem tvíeykið í Klovn. Enn og aftur heimsækja þeir þjóðina sem Frank segir vera opnari og svalari en landar hans. Freyr Gígja Gunnarsson ræddi við danska grínistann um sam- starfsfélagann Casper, mörkin í gamanleik og framtíð Trúðanna á barnum á Hótel Holti. VILL VERA Í FRIÐI Þrátt fyrir að Frank Hvam láti teyma sig út í alls konar vitleysu í sjónvarpsþáttunum og myndinni um Klovn þá á hann konu og tveggja ára gamalt barn og hann vill standa utan við kastljós fjölmiðlanna. Ólíkt Casper sem er svo opinber persóna, að sögn Franks, að hann hefur enga þörf fyrir einkalíf. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Casper Christensen og Frank Hvam kynntust við gerð þáttanna Casper og Mandrilaftalen sem voru innblásnir af Monty Python og voru sýndir á DR 2 árið 1999. Þeir hafa öðlast hálfgerðan költ-status meðal dönsku þjóðarinnar og þykja nokkuð súrrealískir. Meðal gesta í þeim þáttum var John Cleese sem þóttist vera þjálfari danska lands- liðsins í knattspyrnu. Næst tóku við þættirnir Langt fra Las Vegas, þar sem Iben Hjejle bættist í hópinn, en þeir voru á dagskrá TV2 ZULU í tvö ár. Til gam- ans má geta að meðal leikara í þeim þáttum var klámmyndastjarnan Katja K. En svo var komið að Klovn. Alls hafa verið gerðir sextíu þættir um tvíeykið og samskipti þeirra við vini og vandamenn. Fyrir utan Klovn hefur Frank staðið fyrir vinsælum uppistandssýningum en Casper er stjórnandi vinsæls spjallþáttar. ■ SEXTÍU ÞÁTTUM SEINNA F rank Hvam er fæddur i Viborg árið 1970. Hann hafði engan áhuga á skemmtanabransanum til að byrja með og fannst sá iðnaður hallærisleg- ur. Hann lagði stund á dýralækningar og var kominn nokkuð vel á veg í því fagi þegar grínið greip hann. „Ég kann að opna kött en ekki loka honum. Casper hatar hins vegar dýr. Við erum ólíkir að því leyti.“ ■ ÆTLAÐI AÐ VERÐA DÝRALÆKNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.