Fréttablaðið - 08.01.2011, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 8. janúar 2011 23
S
tefna Háskóla Íslands
til næstu fimm ára var
kynnt í gær. Að hvaða
leyti er hún frábrugðin
þeirri fyrri?
„Hún er ólík að því
leyti að þetta er annar áfangi
stefnunnar og við erum að marka
leiðina áfram fyrir næstu fimm ár.
Langtímamarkmiðið er það sama;
að Háskóli Íslands verði í fremstu
röð. Þetta markmið settum við að
vandlega íhuguðu máli því vissu-
lega veltum við fyrir okkur hvort
þetta væri rétti tíminn til að halda
sig við svo háleit markmið. Við
tókum þessa umræðu hér og nið-
urstaðan var sú að halda þessu
markmiði til streitu, annars vegar
vegna þess að þrátt fyrir erfiðar
aðstæður náðist mikill árangur
af fyrri stefnumótuninni og hins
vegar vegna þess að í þeirri endur-
reisn sem stendur yfir í samfélag-
inu er nauðsynlegt að hafa sterkan
háskóla sem er tilbúinn að berjast
til að ná auknum árangri.“
Ánægð með fjölgun doktorsnema
Hvað ertu ánægðust með þegar
litið er til síðustu fimm ára?
„Eftir þessa fimm ára vinnu er
Háskóli Íslands mun sterkari vís-
inda- og rannsóknastofnun og við
skilum frá okkur betur menntuðu
fólki. Það er hægt að mæla þetta
í ýmsu. Það sem ég er ánægðust
með er efling doktorsnámsins og
að brautskráðum doktorum hefur
fjölgað verulega. Birtum greinum
í virtum vísindaritum hefur einn-
ig fjölgað verulega. Þetta hljómar
ef til vill eins og klisja en skipt-
ir alveg gífurlegu máli. Slíkum
greinum hefur fjölgað um 85 pró-
sent á fjórum árum. Annað sem
við erum mjög stolt af er áhrifa-
máttur rannsókna hér við skólann,
hversu oft aðrir vísindamenn víða
um heim vitna í viðkomandi verk.
Tilvitnunum hefur fjölgað um
hundrað prósent á þessu tímabili.
Þetta er allt skráð í alþjóðlegum
gagnabönkum vegna þess að þetta
skiptir máli og segir til um stöðu
skólanna. Svo má nefna að starfs-
fólk hefur verið duglegt að sækja í
erlenda rannsóknasjóði til að fjár-
magna rannsóknir. Mikill árangur
hefur verið af þessum umsóknum;
upphæð úr þeim nam til dæmis
milljarði króna á árinu sem er að
líða og aukning á fjórum árum er
300 prósent.
Það sem hefur valdið mér mest-
um vonbrigðum er að okkur hefur
ekki tekist að ráða fleira starfs-
fólk. Það var auðvitað hluti stefn-
unnar að leggja áherslu á nýliðun
við skólann en það höfum við ekki
getað gert vegna þeirra breytinga
sem urðu í fjármögnun skólans
eftir hrunið 2008.“
Nálægt 500 bestu
Það markmið var sett árið 2006
að koma Háskóla Íslands í hóp
þeirra 100 bestu í heiminum.
Háskólinn er ekki kominn þangað
og raunar ekki á lista yfir þá 500
bestu í heiminum, hvernig skýrir
þú það?
„Markmiðið að verða í hópi
þeirra 100 bestu var langtíma-
markmið og við hugsuðum á
sínum tíma að það væri raunhæft
að ná því á tíu til fimmtán árum.
Fyrsti fimm ára áfanginn skil-
aði okkur sannarlega áleiðis. Nú
þurfum við að spýta í lófana og
fá stjórnvöld í verkið með okkur.
Annars er ljóst að það mun taka
allt of langan tíma og samfélag-
ið hefur ekki efni á því. Öflugri
skóli er ein forsenda endurreisn-
ar og nýsköpunar atvinnulífs og
samfélags. Við gerðum árang-
urstengdan samning við ríkið og
fengum nýtt fjármagn í tvö ár.
Framkvæmd samningsins var
síðan frestað eftir hrunið.
Því til viðbótar hefur Háskól-
inn líka sætt miklum niðurskurði
á fjárlögum. Í ár er þriðja árið
sem við þurfum að takast á við
niðurskurð. Við erum komin að
þeim mörkum að það er ljóst að
við förum ekki lengra á núverandi
eldsneyti, okkur tekst varla að
gera skólann betri ef niðurskurð-
urinn heldur áfram. Okkur reikn-
ast hins vegar til að við séum ekki
langt frá því að komast inn á list-
ann yfir 500 bestu skólana.“
Hvernig hefur verið brugðist við
niðurskurðinum til skólans?
„Það er minna um valkúrsa,
í sumum greinum er tekið inn
annað hvert ár. Aukin kennslu-
skylda er hjá kennurum, sem
þýðir aukið álag án þess að greitt
sé fyrir það. Starfsfólk hefur tekið
á sig verulega aukna ábyrgð. Laun
hafa verið lækkuð og starfshlut-
fall skert, auk þess sem við erum
búin að kemba allan almennan
rekstur. Það er ljóst að við förum
ekki lengra á sama eldsneyti.“
Fjöldatakmarkanir í undirbúningi
Nemendum við Háskóla Íslands
hefur fjölgað mikið undanfarin ár,
einkum eftir að kreppan skall á,
og rætt hefur verið um fjöldatak-
markanir inn í skólann. Heldur
þú að til þess komi strax næsta
skólaár?
„Við höfum sett af stað vinnu
til þess að fara yfir þessi mál og
háskólinn þarf að skoða hvort
beita þurfi aðgangstakmörkun-
um. Nemendum hefur fjölgað eins
og við erum líka að glíma við nið-
urskurð. Svona er ekki hægt að
halda áfram, í ár þýðir þetta til
dæmis að við erum með 700 nem-
endaígildi sem ekkert er greitt
með. Þetta er alvarleg staða og
gerir það að verkum að við eigum
á hættu að geta ekki lengur staðið
vörð um gæði námsins. Þess vegna
þurfum við að skoða alvarlega
hvort beita eigi fjöldatakmörk-
unum eins og víðast hvar er gert.
Ég var að koma af fundi mennta-
málaráðherra þar sem við rædd-
um um þá vinnu sem í gangi er í
HÍ til að endurskoða framvindu-
kröfur í námi, inntökuskilyrði og
aðrar aðhaldsaðgerðir til að auka
skilvirkni og hagkvæmni.
Hvernig aðferðum ætti að beita
til þess að takmarka fjölda nem-
enda?
„Það eru mjög margar aðferð-
ir sem koma til greina og núna
erum við að skoða hvernig gert
er í nágrannalöndunum þar sem
takmarkanir eru frekar regla en
hitt. Sums staðar ákveða stjórn-
völd kvóta fyrir námsgreinar og
sums staðar er farið eftir ein-
kunnum úr framhaldsskólum, sem
er reyndar erfitt hér. Það er hægt
að beita inntökuprófi í greinar eða
hleypa inn og efna svo til sam-
keppnisprófs eftir eitt misseri.
Samfélagið þarf öflugan háskóla
KRISTÍN INGÓLFSDÓTTIR Niðurskurður á fjárframlögum til Háskóla Íslands og aukinn fjöldi nemenda útilokar að Háskólinn verði betri en hann er, segir rektor sem kallar eftir auknu fé til skólans. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Háskóli Íslands fagnar aldarafmæli á þessu ári. Kristín Ingólfsdóttir, rektor háskólans, kynnti afmælisdagskrána við hátíðlega
athöfn í gær og sömuleiðis stefnu skólans til næstu fimm ára. Sigríður Björg Tómasdóttir ræddi við Kristínu, sem sagði henni að
markið væri enn sett á að Háskóli Íslands yrði með þeim bestu í heiminum, en til að það tækist þyrfti aukinn stuðning stjórnvalda.
FRAMHALD Á SÍÐU 24
„Háskóli Íslands er ört vaxandi rannsóknaháskóli sem hefur sett sér það
langtímamarkmið að vera í hópi fremstu háskóla í heimi. Í því skyni leggur
skólinn áherslu á frjótt rannsóknaumhverfi, árangur í rannsóknum, öflugt
meistara- og doktorsnám, nýsköpun og hagnýtingu þekkingar. Áfram verður
kostað kapps um að tryggja skilvirkni og gæði á öllum sviðum háskólastarfs-
ins. Háskóli Íslands mun renna stoðum undir stefnu sína með markvissri
sókn í erlenda og innlenda samkeppnissjóði. Innviðir doktorsnámsins verða
styrktir í samræmi við alþjóðlega viðurkennda mælikvarða og gæðaviðmið.
Mikilvægt er að virkja á nýjan leik samning Háskóla Íslands og stjórnvalda
um fjármögnun stefnunnar og tryggja með þeim hætti að markmið hennar
nái fram að ganga.“
Úr stefnu Háskóla Íslands 2011-2016
STEFNA UM RANNSÓKNIR OG NÝSKÖPUN
Við erum komin að þeim mörkum
að það er ljóst að við förum ekki
lengra á núverandi eldsneyti, okk-
ur tekst varla að gera skólann betri
ef niðurskurðurinn heldur áfram.