Fréttablaðið - 08.01.2011, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 08.01.2011, Blaðsíða 8
 8. janúar 2011 LAUGARDAGUR Hádegisfyrirlestrar í boði Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands PI PA R \T B W A \ SÍ A - 1 1 0 0 0 8 Mánudagur 10. janúar Helga Gottfreðsdóttir, dósent við námsbraut í ljósmóðurfræði, hjúkrunarfræðideild: Að eiga von á barni Staðsetning: Lögberg, stofa 102 Miðvikudagur 12. janúar Þórhallur Ingi Halldórsson, lektor við matvæla- og næringarfræðideild: Heilsufarsleg áhrif sætuefna Staðsetning: Lögberg, stofa 103 Mánudagur 17. janúar Einar S. Björnsson, prófessor við læknadeild: Lifrarskaði af völdum lyfja og náttúruefna: algengi og afleiðingar Staðsetning: Lögberg, stofa 102 Mánudagur 24. janúar Bjarni E. Pjetursson, prófessor við tannlækna- deild: Tannplantar í tannlækningum – er tæknin búin að ná móður náttúru? Staðsetning: Lögberg, stofa 102 Miðvikudagur 26. janúar Sesselja Ómarsdóttir, dósent við lyfjafræðideild: Náttúrulyf og náttúruvörur Staðsetning: Háskólatorg, stofa 104 Mánudagur 31. janúar Urður Njarðvík, lektor við sálfræðideild: „Er þetta ekki bara óþekkt?” – Athyglisbrestur með ofvirkni hjá íslenskum börnum Staðsetning: Lögberg, stofa 102 Í tilefni af aldarafmæli Háskóla Íslands býður Heilbrigðisvísindasvið upp á sex hádegisfyrirlestra á mánudögum og miðvikudögum í janúar, kl. 12:10–12:50. Allir velkomnir. Nú bjóðum við allra síðustu sætin í sólina á Kanaríeyjum 18. janúar á frábæru tilboði. Í boði eru m.a. frábær sértilboð á hinum vinsælu gististöðum Los Tilos og Parquesol. Einnig 4 stjörnu glæsihótelið Gran Canaria Princess með „öllu inniföldu”. Fjölbreytt dagskrá í boði í fylgd reyndra fararstjóra. Kanarí 18. janúar - 14 nætur Frá kr. 95.780. Kr. 179.900 – með „öllu inniföldu“ Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna í herbergi á Gran Canaria Princess í 14 nætur með „öllu inniföldu. Sértilboð 18. janúar. Kr. 119.900.- Netverð á mann m.v. 2 fullorðna í íbúð á Parquesol í 14 nætur. Sértilboð 18. janúar. Kr. 95.780.- Netverð á mann, m.v. 3 fullorðna í íbúð á Los Tilos í 14 nætur. Netverð á mann m.v. 2 fullorðna kr. 109.680. Sértilboð 18. janúar. KJÖRIÐ ATVINNUTÆKIFÆRI Verslunin Rangá er til sölu, sömu eigendur hafa rekið og átt verslunina í 39 ár og þar áður var hún rekinn af fyrrum eiganda síðan 1931. Rangá er ein elsta matvöruverslun rekin undir sama nafni á höfuðborgarsvæðinu. Gamall og rótgróinn rekstur. Góður stígandi í veltu síðastliðin ár. Allar upplýsingar fást í síma 858-4293 eða arnar@atlanta.is HAFRÉTTARSTOFNUN ÍSLANDS Styrkir til náms í hafrétti Hafréttarstofnun Íslands er rannsókna- og fræðslustofnun á sviði hafréttar við Háskóla Íslands og er meginmarkmið stofnunarinnar að treysta þekkingu á réttarreglum á sviði hafréttar. Að stofnuninni standa Háskóli Íslands, utanríkisráðuneytið og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið. Hafréttarstofnun auglýsir hér með eftirfarandi styrki til náms í hafrétti til umsóknar: 1. Styrk til framhaldsnáms í hafrétti á háskólaárinu 2011 - 2012. 2. Styrki til þátttöku í sumarnámskeiði Ródos-akademíunnar í hafrétti 3. - 22. júlí 2011. Umsóknir berist Hafréttarstofnun Íslands, pósthólf 5445, 125 Reykjavík, fyrir 1. febrúar næstkomandi. Nánari upplýsingar veitir Tómas H. Heiðar, forstöðumaður stofnunarinnar, í síma 545 9900. DÓMSMÁL Lögmaður eins sexmenn- inganna sem skilanefnd Glitn- is hefur krafið um sex milljarða skaðabætur fór í gær fram á að málinu yrði vísað frá dómi. Sigrún Guðmundsdóttir héraðsdómari hefur tekið sér frest til að úrskurða um málið. Málið hefur verið kennt við bresku skartgripakeðjuna Aurum Holdings og snýst um lánveiting- ar Glitnis til félagsins FS38 í eigu Pálma Haraldssonar, sem lánaði það áfram til FS37, síðar Stím, til að kaupa hlutabréf í keðjunni af Fons. Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Pálma og Lárusi Welding er stefnt, ásamt þremur fyrrverandi starfs- mönnum Glitnis. Helgi Birgisson, lögmaður Magn- úsar Arnar Arngrímssonar, sem er stefnt í málinu, sagði bótakröfu skilanefndarinnar allt of háa, enda lægi ekki fyrir hversu mikið fengist upp í kröfur bankans vegna lánveit- ingarinnar. Þá væri ljóst að bóta- krafan ætti ekki að vera hærri en næmi mismuninum á þeirri upphæð sem lánað var og svo aftur þeirri upphæð sem bankanum hefði verið heimilt að lána. Engin tilraun hefði verið gerð til að meta hann. Helgi sagði umbjóðanda sinn telja að vanreifun á bótakröfunni væri tilefni til frávísunar máls- ins, en ástæða þess að aðrir sem skilanefnd Glitnis hefði kært væru ekki með í kröfunni væri sú að þeir teldu vanreifunina fremur ástæðu til sýknunar. Stutt væri á milli þessara krafna. Helgi benti á að lánin til FS38 og Blásólar, félags Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, hefðu verið til upp- greiðslu á eldri lánum. Þá hefðu 1,2 milljarðar króna farið beint inn á innlánsreikning í Glitni sem hand- veð til tryggingar. „Þannig nam raunveruleg lánveiting tveim- ur milljörðum króna, en ekki sex milljörðum,“ sagði hann. Hróbjartur Jónatansson, lögmað- ur skilanefndar Glitnis, furðaði sig á kröfu þeirri sem Helgi setti fram og kvað grundvallaratriði í réttarfari að tækist ekki sönnun á tjóni undir löglegri málsmeð- ferð kynni það vitanlega að leiða til sýknu. „Mótbárur stefnda eiga ekki við. Þær varða efnishlið máls- ins og snúa ekki að forminu,“ sagði Hróbjartur og kvað fráleitt að eyða tíma dóms og lögmanna í að fjalla um málið á þessu stigi undir þessum formerkjum. olikr@frettabladid.is Bótakrafa sögð vera vanreifuð Lögmaður vill að sex milljarða skaðabótakröfu skilanefndar Glitnis verði vísað frá héraðsdómi. HRÓBJARTUR JÓNATANSSON OG HELGI BIRGISSON Lögmenn tókust í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær á um frávísunarkröfu í sex milljarða króna skaðabótamáli Glitnis á hendur sex eigendum og stjórnendum bankans. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VIÐSKIPTI Raungengi íslensku krón- unnar lækkaði um 0,6 prósent í desember á mælikvarða hlutfalls- legs verðlags, samkvæmt nýbirt- um tölum Seðlabankans. Í umfjöllun Greiningar Íslands- banka kemur fram að raungengi krónunnar sé langt undir lang- tímameðaltali, eða ríflega 23 pró- sentum undir meðaltali áranna 1980-2009. Greining Íslandsbanka segir að raungengi krónu eigi eftir að hækka, en töluvert langur tími kunni að líða þar til það komist í námunda við einhvers konar jafnvægi. - óká Bið á að raungengið styrkist: Raungengi enn undir meðaltali Færri nauðungaruppboð 289 bílar voru seldir nauðungarsölu hjá Sýslumanninum í Reykjavík árið 2010. Þetta er nokkru minna en árið áður, þegar bílarnir voru 441. Nauðungarsölubeiðnum fækkaði líka á milli áranna 2009 og 2010, úr 1.068 í 723. UPPBOÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.