Fréttablaðið - 08.01.2011, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 08.01.2011, Blaðsíða 38
 8. JANÚAR 2011 LAUGARDAGURHrein og öflug lífræn orka Haltu blóðsykrinum í jafnvægi Sv O b a Hv Bra kir og sem sæ bra Hressandi Svalandi Frískandi e Fiskiofnæmi er þriðja algeng- asta fæðuofnæmið í ungbörn- um hérlendis, á eftir eggja- og mjólkurofnæmi. Lýsi virðist sporna við fæðuofnæmi. Í nýjasta hefti Læknablaðs-ins voru niðurstöður hluta al-þjóðlegrar rannsóknar á fæðu- ofnæmi barna frá fæðingu til tveggja og hálfs árs aldurs kynntar. Ísland er fulltrúi norðursins en auk okkar taka átta aðrar Evrópu þjóðir þátt í rannsókninni sem er hluti af EuroPrevall-verkefninu. „Niðurstöðurnar sem birtast nú taka til tólf mánaða aldurs, en ekki er búið að vinna úr öllum gögnum svo ekki er um heildar- niðurstöður að ræða heldur fæðu- ofnæmi í íslenskum börnum á fyrsta aldursári,“ segir Sigurveig Þ. Sigurðardóttir, sérfræðingur í barnalækningum, ofnæmis og ónæmislækningum, og einn af að- standendum rannsóknarinnar hér- lendis. Verðandi foreldrum var boðið að taka þátt í rannsókninni. Kysu þeir að gera svo svöruðu þeir spurn- ingalista og komu með börnin í skoðun ef grunur lá á fæðu ofnæmi. „Ofnæmispróf og svokallað tvíblint þolpróf leiddu í ljós að 1,86 prósent þeirra barna sem tóku þátt í rann- sókninni voru með sannanlegt fæðuofnæmi,“ segir Sigurveig. Á næstu mánuðum verða birtar niðurstöður sem sýna samanburð á milli þjóðanna en þó liggur fyrir að helstu ofnæmisvakar hér á landi eru þeir sömu og í öðrum löndum. Egg og mjólk eru í flestum til- vikum ofnæmisvaldar, en athygli vekur að á Íslandi kemur fiskur í þriðja sæti. „Það er erfitt að draga ályktanir áður en búið er að taka saman og vinna úr öllum gögnum og heildarniðurstöður rannsókn- arinnar liggja fyrir, en það er athyglis vert að fiskiofnæmi grein- ist hér í börnum undir eins árs aldri,“ segir Sigur veig. Lýsi, sem við Íslendingar höfum löngum talið allra meina bót, fær í rannsókninni enn eina fjöður í hattinn. „Fái börn lýsi reglulega virðist það draga úr líkum á fæðu- ofnæmi,“ segir Sigurveig. „Það er alltaf að koma betur og betur í ljós hvað lýsið er hollt.“ tryggvi@frettabladid.is Lýsi virðist sporna við fæðuofnæmi í börnum Sigurveigu finnst athyglisvert að allt að helmingur þeirra sem fara í tvíblint fæðuþolpróf vegna jákvæðra ofnæmisprófa þolir viðkomandi fæðu. „Vonandi mun EuroPrevall-rannsóknin koma með niðurstöður sem hjálpa okkur að skilja þá frá sem eru með raunverulegt ofnæmi.“ FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 1. Minnkaðu hávaðann í kringum þig. Hávaðinn frá hamrandi lykla- borðum, samtölum samstarfs- manna og hurðaskellum geta valdið streitu. Notaðu heyrnar- hlífar ef þú kemur því við, einnig má minnka áreitið með því að nota hlutlaust hljóð, til dæmis regn- hljóð eða suð, sem dempa áreitið af utanaðkomandi hávaða. 2. Hugsaðu um augun. Höfuðverk- ur og þurrkur í augum er algeng- ur hjá þeim sem vinna við tölvur. Minnkaðu álagið á augun með því að fókusera á einhvern punkt í 5 til 6 metra fjarlægð í 20 sekúnd- ur á tuttugu mínútna fresti. Stilltu einnig tölvuskjáinn svo þú horfir niður á hann um 14 gráður. 3. Reyndu að hemja reiðina. Reiði getur valdið streitu og þar sem álag er mikið á vinnustöðum er stundum stutt í kveikiþræðinum. Lærðu að þekkja merki þess að það sé að fjúka í þig og róaðu þig niður með því að segja sjálfum þér að slappa af. 4. Réttu úr þér. Bakverkur og stífar axlir geta verið afleiðing þess að þú situr skakkt við borðið. Stilltu stólinn þinn svo hann styðji við bakið og olnbogar hvíli beint niður af öxlunum þegar þú vinnur á lyklaborðið. Stattu upp í nokkrar mínútur á hverjum klukkutíma og teygðu úr þér. 5. Andaðu eðlilega. Loftið er oft staðnað inni á vinnustöðum, látið yfirfara loftræstingu og setjið upp tæki sem viðhalda réttu rakastigi í andrúmsloftinu. Fáðu þér einnig ferskt loft úti við öðru hvoru yfir daginn, passaðu bara að þér verði ekki kalt. 6. Drekktu vatn. Stanslaust kaffi- þamb í vinnunni gerir þér ekki gott. Kaffi er vatnslosandi svo gott ráð er að drekka eitt vatns- glas á móti hverjum kaffibolla til að vatnsbúskapur líkamans hald- ist í jafnvægi. Nokkur ráð til að halda heilsu í vinnunni Til að halda heilsunni á vinnustað er gott að hemja reiðina. MYND/NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.