Fréttablaðið - 08.01.2011, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 08.01.2011, Blaðsíða 44
 8. JANÚAR 2011 LAUGARDAGUR10 ● fréttablaðið ● heilsa og hreyfi ng Fátt er betra en að fá nudd á axlir og herðar þegar þreytan læsir sig þar. Björk Valdimars- dóttir, hjúkrunarfræðingur og nuddari, var beðin um góð ráð til þeirra sem vilja veita sínum nánustu nokkrar strokur. F lestir geta nuddað sitt heimafólk en auðvitað er best að hafa þekkingu á faginu þegar hafist er handa,“ segir Björk Valdimarsdóttir í Nuddheimum er hún byrjar sín heilræði. Hún segir hægt að fram- kvæma nuddstrokur á ýmsan máta. „Þær geta verið hægar, létt- ar og mjúkar til slökunar en líka hraðar eða með miklum þrýstingi ef þurfa þykir, til dæmis ef slæm vöðvabólga er til staðar,“ lýsir hún og segir hægt að nota matar- olíu við nuddið. Hún mælir með að staldrað sé við viðkvæma punkta, sérstaklega þá sem leiða á önnur svæði. „Oft finnur maður hnút sem leiðir frá öxlum upp í höfuð eða út í handlegg. Hann getur líka verið meðfram herðablaði og leitt út í handlegg sem verkur eða jafnvel dofi. Þegar maður finnur svona punkt er gott að halda stöð- ugum þrýstingi og þá fjarar hann oftast út á nokkrum sekúndum,“ segir hún en tekur fram að hægt sé að nota olnbogana í punktana ef fingurnir þreytast. Nudd er áhrifarík leið til slökunar að sögn Bjarkar. „Við slökun hægist á hjartslætti og öndun, blóðþrýstingur lækkar og meltingarkerfið og ónæmis kerfið örvast,“ lýsir hún og mælir líka með því að nudda iljar og ristar. „Í fótunum er að finna punkta fyrir hvert líffæri og líkams- hluta og með því að nudda fæt- urna örvum við virkni þeirra og losum um spennu,“ segir hún og segir hægt að svæfa börn með fótanuddi en varar við fóta- nuddi barns hafandi kvenna, því ákveðnir punktar geti komið af stað fæðingu fyrir tímann. Þótt leikmenn geti nuddað full- hraust fólk þá er ýmislegt að var- ast og þá sérstaklega ef nuddþeg- inn er veikur fyrir. „Ef viðkomandi hefur fengið hnykk á hálsinn er ekki æski- legt að nudda það svæði heima við, heldur láta fagmann með- höndla það,“ segir Björk alvarleg í bragði „og ef um krabbmeinssjúk- ling með meinvörp í beinum er að ræða skal eingöngu nota mjög léttar strokur vegna hættu á brot- um.“ Hún bendir þó á að allir hafi þörf fyrir snertingu og nudd sé góð leið til að gefa af sér og sýna umhyggju og skilning. Nánar upp- lýsingar er að finna á www.nudd- heimar.is - gun Hinir nánustu nuddaðir Verkur getur verið á einum stað en orsökin annars staðar. Hægt er að nota olnbogana í erfiða punkta ef fingurnir þreytast. Heitir bakstrar auka blóðflæðið í vöðvanum og stuðla að slökun. Í fótunum er að finna punkta fyrir hvert líffæri og líkamshluta og með því að nudda fæturna örvum við virkni þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hnútar geta verið hvar sem er í vöðvun- um en gott er að staldra við þá og veita þeim sérstakan stuðning. Við trúum á heilbrigða sál í hraustum líkama. Vel ígrunduð og góð hreyfing skiptir miklu fyrir hvorutveggja. Við lítum á líkamsrækt sem lang hlaup fremur en sprett hlaup. Þess vegna sköpum við henni umgjörð sem ætlað er að auka í senn líkur á úthaldi í mætingum og um leið árangur til langs tíma. Við bjóðum konum að njóta sín með okkur í þrautreyndri alhliða leikfimi, dansi, jóga og fit-pilates þar sem liðleiki, styrkur og jafnvægi er sett í öndvegi. Aðstæður í Mecca Spa tryggja þægindin, leiðbein endur fagmennskuna og þátttakendur árangurinn og ánægjuna. Saman leggjum við grunn að heilbrigðum og gefandi lífsstíl sem getur orðið förunautur þinn alla ævi. Vertu með – og njóttu þess vel og lengi! Ásamt FIT-Pilates fjölbreytni. Námskeiðið hefst 5. janúar. Skráning er hafin á e.berglind@simnet.is eða í 891 6901. … OG NJÓTTU ÞESS VEL OG LENGI! MECCA-SPAMECCA-SPA HEILSURÆKT | NÝBÝLAVEGI 24 | KÓPAVOGI | SÍMI 511 2111 | www.meccaspa.is Einnig Rólegtjóga, upplýsingar á www.maggy.is eða í 821 7482 Námskeiðið hefst 11. janúar. Skráning er hafin á www.dansogjoga.is eða í 898 4942. Námskeiðin hefjast 11. janúar Skráning er hafin á lovisa@heima.is eða 892 1598. Kennsla hefst 10. janúar Skráning er hafin á www.studiosoleyjar.is eða 822 7772. JÓGA MEÐ THEU MEÐGÖNGUJÓGA OG MÖMMUJÓGA MEÐ MAGGÝ BREYTT OG BÆTT LÍÐAN MEÐ BERGLINDI FIT-PILATES MEÐ LOVÍSU Í GOTT FORM MEÐ SÓLEYJU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.