Fréttablaðið - 08.01.2011, Blaðsíða 104
60 8. janúar 2011 LAUGARDAGUR
HANDBOLTI Íslenska U-21 árs lands-
liðið fékk flugstart í undankeppni
HM er það spilaði sinn fyrsta leik
í gær. Leikið er í Serbíu.
Íslenska liðið hreinlega valtaði
yfir Makedóníu og vann frábæran
13 marka sigur, 37-24.
Yfirburðir íslenska liðsins í
leiknum voru algjörir en strák-
arnir leiddu með tíu mörkum, 21-
11, í hálfleik. Þeir litu aldrei til
baka í síðari hálfleik og innsigl-
uðu glæstan sigur.
Haukamaðurinn Guðmundur
Árni Ólafsson átti virkilega
góðan leik og var markahæstur í
íslenska liðinu með 6 mörk. Vign-
ir Stefánsson kom næstur með 5
mörk og þeir Halldór Guðjónsson,
Róbert Aron Hostert og Heimir Óli
Heimisson skoruðu allir 4 mörk.
Bjarki Már Elísson, Tjörvi Þor-
geirsson, Ólafur Guðmundsson og
Ragnar Jóhannsson skoruðu allir 3
mörk og Stefán Rafn Sigurmanns-
son bætti tveimur við.
Sigurður Örn Arnarson varði 8
skot og Arnór Stefánsson 6.
Ísland mætir Eistlandi í dag
klukkan 19.00 að íslenskum tíma
og heimamenn bíða síðan þar á
eftir. - hbg
Undankeppni HM hjá U-21 árs liðum í handbolta:
Stórsigur hjá strákunum
STERKUR Framarinn Róbert Aron Hostert átti fínan leik í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Ekki er talið útilokað að Tony Pulis muni nota tækifærið
þegar Stoke mætir Cardiff í
ensku bikarkeppninni til að leyfa
Eiði Smára Guðjohnsen að spila.
Enskir fjölmiðlar greina frá
því að ólíklegt sé að Eiður verði
í byrjunarliðinu en að Pulis leyfi
Eiði að sýna sig þar sem hann er
sagður á leið frá félaginu.
Reyndar herma heimildir Vísis
að Eiður vilji sjálfur kaupa upp
samninginn sinn við Stoke.
Eiður var ekki í leikmannahópi
liðsins þegar Stoke mætti
Manchester United á þriðjudags-
kvöldið. Hann hefur yfirleitt
verið ónotaður varamaður en síð-
ast kom hann við sögu í leik með
aðalliði Stoke í lok október. - esá
Eiður Smári Guðjohnsen:
Gæti fengið að
spila í dag
EIÐUR SMÁRI Hefur lengi beðið eftir
tækifæri. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES
FÓTBOLTI Sepp Blatter, forseti
FIFA, hefur staðfest að líklegt
sé að HM í Katar árið 2022 muni
fara fram að vetri til. Yrði það í
fyrsta sinn sem heimsmeistara-
keppnin í knattspyrnu yrði ekki
haldin yfir sumarmánuðina.
Síðan það var tilkynnt í byrjun
desember síðastliðins að HM yrði
haldið í Katar hafa margir stigið
fram og sagt að það sé einfald-
lega ekki hægt að spila í þeim
hita sem er yfirleitt í þessum
heimshluta yfir hásumarið.
Blatter hefur sjálfur sagt að
hann sé ekki mótfallinn því að
HM fari fram að vetri til og hann
eigi von á að sú verði raunin.
„Við höfum tíma til að skoða
þetta mál nánar, enda ellefu ár
þar til keppnin verður haldin.
Við verðum að ákveða hvaða
mánuður hentar best – annað-
hvort janúar eða í lok ársins.“
HM 2014 fer fram í Brasilíu
og keppnin verður haldin í
Rússlandi fjórum árum síðar. - esá
Sepp Blatter:
HM 2022 spilað
um vetur?
SEPP BLATTER Er mikið ólíkindatól.
NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES
FÓTBOLTI Pablo Zabaleta, leikmað-
ur Manchester City, þarf ekki að
taka út þriggja leikja bann vegna
rauða spjaldsins sem hann fékk í
leiknum gegn Arsenal á miðviku-
dagskvöldið.
Zabaleta lenti saman við
Bacary Sagna í leiknum. Mynd-
bandsupptökur sýndu að það var
fyrst og fremst Sagna sem ógnaði
Zabaleta en báðir fengu þó að líta
rauða spjaldið.
City ákvað að áfrýja þeim dómi
og hefur enska knattspyrnusam-
bandið tekið spjaldið sem Zaba-
leta fékk til baka. Arsenal ákvað
að mótmæla ekki spjaldinu sem
Sagna fékk og tekur hann út
þrigga leikja bann.
Zabaleta getur því spilað með
City gegn Leicester í ensku bik-
arkeppninni um helgina. - esá
Pablo Zabaleta:
Fer ekki í bann
VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 SPORT INNIHELDUR 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000
MAN. UTD. – LIVERPOOL
FYRSTA STÓRMÓT ÁRSINS – ALLA HELGINA!
LAUGARDAG KL. 9, SUNNUDAG KL. 9.
THE ROYAL TROPHY
Úrvalslið Evrópu mætir fremstu kylfingum Asíu
í fyrsta stórmóti ársins – í anda Ryder Cup.
Colin Montgomerie fer fyrir liði Evrópu
og Naomichi 'Joe' Ozaki leiðir lið Asíu.
Stöð 2 Sport styður strákanna okkar. Hluti af
áskriftarverði rennur til íslenska landsliðsins í handbolta.
NÚ ER ALLT AÐ GERAST
Á STÖÐ 2 SPORT
ENSKI BIKARINN
Á MORGUN KL. 13:20
ALLIR LEIKIR ÍSLANDS SÝNDIR Í HD!
13. jan. Opnunarleikur mótsins
14. jan. Ísland – Ungverjaland
15. jan. Ísland – Brasilía
17. jan. Ísland – Japan
18. jan. Ísland – Austurríki
20. jan. Ísland – Noregur
22.–25. jan. Leikið í milliriðlum
28. jan. Undanúrslitaleikir
30. jan. Úrslitaleikur um bronsverðlaunin
30. jan. Úrslitaleikur um heimsmeistaratitilinn
HEFST Á FIMMTUDAGINN