Fréttablaðið - 28.01.2011, Side 26

Fréttablaðið - 28.01.2011, Side 26
POPP er fylgirit Fréttablaðsins. POPP kemur út einu sinni í mánuði. Ritstjóri: Atli Fannar Bjarkason atlifannar@frettabladid.is Útlitshönnun: Arnór Bogason Sölustjóri auglýsinga: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is • sími 512 5411 Útgefandi: 365 hf. 2 • Árni Hjörvar úr hljómsveitinni The Vaccines er á forsíðunni á Popp þessa vikuna. Í viðtalinu sem hefst á blaðsíðu átta fer hann um víðan völl og segir meðal annars frá viðbrögðum hljóm- sveitarfélaga sinna þegar Liam Gallagher sagði í viðtali við NME að The Vaccines væri leiðinleg hljómsveit. „Þegar þetta gerðist þá fór af stað tölvu- póstabrjálæði á milli okkar allra vegna þess að við vorum svo ánægðir með að Liam Gallagher hafi heyrt um okkur,“ segir Árni, „En það er eiginlega koss dauðans fyrir hljómsveitir ef Liam Gallagher líkar við þær því hann kann að meta lélega tónlist. Það er frekar ömurlegt að fá hrós frá honum. Söngvarinn okkar er reyndar mikill Oasis-aðdáandi frá því í gamla daga, þannig að hann var smá fúll. En hann gerði reyndar ekki ráð fyrir því að Liam Gallagher myndi kunna að meta okkur. En ég held að það sé öllum sama um hvað aumingja karlinn segir í dag.“ MEÐMÆLI FRÁ LIAM GALLAGHER ERU KOSS DAUÐANS RUGLAÐUR Liam Gallagher er vanur að fara ekki í grafgötur með skoðanir sínar. LIFÐU AF Í FEBRÚAR HORFÐU … … Á þáttinn hans Egils Gillzenegger, Mannasiðir Gillz. Það má ýmislegt segja um þetta kjöt- stykki, en auglýsingarnar lofa einfaldlega góðu. Hann er með frábæra leikara á borð við Gísla Örn, Egil Ólafs og Eddu Björgvins með sér í liði og þetta virðast ætla að verða fyndnir þættir. En svo bíðum við auðvitað eftir annarri þáttaröð af Steindanum okkar sem hefst í vor. HLUSTAÐU … … Á tónlistina sem þú misstir af í fyrra. Ertu búin/n að hlusta á plötuna sem Arcade Fire gaf út í fyrra? Hvað með plötu ársins í Fréttablaðinu, hina frábæru High Violet með The National? En My Beautiful Dark Twi- sted Fantasy með Kanye West? Ef svörin við öllum þessum spurningum eru „nei“ þarftu að taka þig á, loka þig inni og hlusta á allar plöturnar til að vera viðræðuhæf/ur. ÞURRKAÐU … … Tárin og horfðu á leik Íslands og Króatíu í dag. Strákarnir ollu þér von- brigðum þegar þeir töpuðu þremur leikjum í röð í milliriðlinum, en þeir eru að fara að spila upp á fimmta sætið sem er bara nokkuð gott. Svo eru þeir öruggir í undankeppnina fyrir Ólympíuleikana í London á næsta ári. Þurfum ekki að pæla í handbolta þangað til. „Stór titill, maður,“ segir Jón Þór Þorleifsson, nýráðinn rokkstjóri tónlistar- hátíðarinnar Aldrei fór ég suður. Jón Þór tekur við starfinu af Hálfdáni Bjarka Hálfdánssyni, sem var rokkstjóri frá árinu 2007. Aldrei fór ég suður er árleg hátíð og fer ávallt fram á Ísafirði um páskana. Jón Þór er titlaður smali í síma- skránni, en gæti vel hugsað sér að breyta því. „Það liggur við að smalatitillinn hverfi – kannski þegar ég er búinn að vera rokkstjóri í nokkur ár,“ segir hann. En er rokkstjórinn mikill rokkari? „Ég er alltaf til í að rokka og róla. Eða eitthvað,“ segir Jón. „Ég hef náttúrulega verið viðloðandi þessa hátíð öll árin og jú, ég er allavega mikill Aldrei fór ég suður-rokkari.“ Jón hefur tekið þátt í skipu- lagningu hátíðarinnar frá upphafi, ef hátíðin í fyrra er undanskilin, og er því öllum hnútum kunnugur. Hann segir enga hallarbylt- ingu fylgja ráðningu NÝR ROKKSTJÓRI Á ALDREI FÓR ÉG SUÐUR Framhald á síðu 4 Framhald á síðu 8 4 6 7 14

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.