Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.01.2011, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 28.01.2011, Qupperneq 32
8 • „ÞAÐ HEFUR BARA EINU SINNI GERST AÐ BLAÐAMAÐUR NME HAFI REYNT AÐ TÆLA OKKUR ÚT Í EITTHVAÐ SEM VIÐ ÆTL- UÐUM EKKI AÐ FARA ÚT Í – EÐA ÞANNIG“ TÓNLISTIN FERÐAST VÍÐAR EN ÉG SJÁLFUR Breska hljómsveitin The Vaccines sendi frá sér smá- skífuna Post Break-up Sex á mánudaginn. Samkvæmt sölutölum á miðvikudag náði lagið 17. sæti á breska vin- sældalistanum, en endanleg niðurstaða vikunnar kemur í ljós á mánudaginn. The Vacc- ines er reyndar ekki alveg bresk hljómsveit, því einn fjórði hluti hennar, bassaleik- arinn Árni Hjörvar, er jafn ís- lenskur og skyr, harðfiskur og sjúklegur áhugi á handbolta. Popp hafði uppi á Árna á hótelherbergi í Los Angeles. Þar dvaldi hann í herbergi númer 818 ásamt félögum sínum í hljóm- sveitinni, en kvöldið áður höfðu þeir komið fram á vel heppnuðum tónleikum þar sem leikarinn Jake Gyllenhaal og hljómsveitirnar Mumford and Sons og Arctic Monkeys létu sjá sig. Árni og félagar fóru einnig til New York og Toronto og viðtökurnar voru alls staðar góðar. „Tónleikarnir eru búnir að vera frábærir, það er alls staðar uppselt. Fyndið að koma til Los Angeles og uppgötva að tónlistin hefur ferðast víðar en maður sjálfur. Ég hef aldrei komið hingað,“ segir Árni rámur þar sem partíið eftir tónleika gærkvöldsins varð aðeins lengra en til stóð. Þegar þú lest þetta eru Árni og félagar komnir aftur til London. Þar taka við alls kyns viðtöl og uppákomur til að kynna smáskífuna, en miklar vonir eru bundnar við The Vaccines. Talað er um hljómsveitina sem eina af vonarstjörnum breska gítar- rokksins og breska ríkisútvarpið BBC setti hljómsveitina í þriðja sæti árlegs lista yfir hljómsveitir ársins 2011. Stærstu tónleikar The Vaccines eru fram undan. Það eru 1.500 manna tónleikar í London. Miðasala hófst á miðvikudags- morgun og það var uppselt eftir hálftíma. „Okkur fannst þetta ógeðslega mikið af miðum og vorum pínu stressaður. Í nótt þegar við vorum á leiðinni í háttinn fengum við þessar fréttir og partíið hélt því áfram,“ segir Árni í léttum dúr. „Það er bjart fram undan. Við erum enn þá á þeim stað að nánast allar fréttir sem við heyrum eru góðar og það er mjög þægilegur staður til að vera á. Ég kvíði svolítið fyrir þegar það hættir að vera þannig.“ Áður en Árni flutti til London lék hann á bassa með hljómsveitunum Future Future og Kimono. Hann flutti út fyrir þremur árum, en líf hans á Íslandi var afar fastmót- að áður en sú ákvörðun var tekin. „Ég var með rosalega örugga vinnu, verkefnastjóri í félagsmiðstöð, rosalega örugga íbúð og bíl og eins og ég væri búinn að leggja línurnar fyrir næstu 40 árin,“ segir hann. „Svo hitti ég stelpu sem ég varð rosalega skotinn í og hún var að fara að flytja til Frakklands eftir þrjá mánuði. Hún hafði þau áhrif á mig að ég ákvað að fara. Ég ætlaði aldrei að vera lengur en í ár. Mig langaði að prófa að búa einhvers staðar annars staðar.“ Árni hafði tekið sér ársleyfi frá vinnu og stefndi ávallt á að snúa heim að því loknu, en þegar árið var liðið hringdi hann í vinnuveitenda sinn og sagðist ekki vera á leiðinni heim í bráð. „Þetta voru allt kjánalegar ákvarðanir. Ég var á algjörlega hausnum og foreldrar mínir höfðu geðveikislegar áhyggjur af því að ég átti ekki fyrir mat. En ég sé ekkert eftir þessu. Ég var forvitinn um hvernig breska tónlistarsenan er og langaði að vita hvort ég gæti haft áhrif á hana.“ Orð: Atli Fannar Bjarkason Myndir: Stefán Karlsson Framhald á næstu opnu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.