Fréttablaðið - 28.01.2011, Síða 36

Fréttablaðið - 28.01.2011, Síða 36
Robert Pattinson úr Twilight-myndunum hefur mik- inn áhuga á því að leika tónlistarmanninn sáluga Jeff Buckley í væntanlegri kvikmynd um ævi hans. Pattinson er sagður áfjáður í að leika Buckley og hefur gert allt sem í hans valdi stendur til að hreppa hlutverkið. Leikarinn og fólkið í kringum hann vonast einnig til að frammistaða hans sem Buckley tryggi honum Óskarstilnefningu og um leið meiri virðingu innan kvikmyndabransans. „Ég hef hitt leikara sem hafa áhuga á hlutverkinu og Robert var einn þeirra,“ sagði framleiðandi myndarinnar, Michelle Sy. Jeff Buckley var rísandi stjarna í tónlistarheiminum þegar hann drukknaði árið 1997. Hann hafði gefið út hina vel heppnuðu plötu Grace og var með nýja í undirbúningi, My Sweetheart the Drunk. Eitt þekkt- asta verk Buckleys er útgáfa hans á Hallelujah, lagi Leonards Cohen. Mary Guibert, móðir Buckleys, tekur þátt í fram- leiðslu myndarinnar um son hennar og er ánægð með að Pattinson sé orðaður við hlutverkið. „Robert er góður leikari af ungu kynslóðinni. Það er mikill heiður að hann skuli vera orðaður við hlutverkið.“ Frumsýning myndarinnar er fyrirhuguð árið 2013 og tökur hefjast hugsanlega næsta sumar. 12 • Black Swan var tilnefnd til Óskarsverðlauna í vikunni og verður frum- sýnd í næstu viku. Mynd- in er eftir leikstjórann Darren Aronofsky, sem gerði meðal annars hinar frábæru The Wrestler og Requiem for a Dream. Það þarf því engan stjarneðlisfræðing til að finna út að Black Swan er engin venjuleg bíómynd um tiplandi ball- erínu. Natalie Portman og Mila Kunis leika aðalhlut- verkin í mynd- inni sem er jafn hroll- vekjandi og hún er fögur. MAMMA E r þ e t t a ballett- mynd? Ég ætlaði nú a l l t a f a ð senda þig í ballett en þú varst ekki til í það. Mér finnst að þú eigir að sjá þessa mynd til að sjá af hverju þú misstir – allar sætu stelpurnar og fallegu danssporin. Sumir segja reyndar að þetta sé ekkert svo geðsleg mynd, en hún fjallar um ballett og hlýtur því að vera falleg. BÍÓNÖRDINN Ótrúleg mynd. Alveg mögnuð. Í fyrstu telur maður að það sé búið a ð p l a t a mann á mynd um ballett en Black Swan er eitthvað allt annað. Natalie Portman og Mila Kunis standa sig frábærlega og uppbygging mynd- arinnar, úr hamingju í hrollvekju er mögnuð. Enn ein rósin í hnappagat Aronofskys. VINURINN Þegar ég s á f r é t t - ina um að Mila Kunis og Natalie Portman myndu leika í kynlífssenu byrjaði biðin hjá mér. Myndin fjallar reyndar um ballerínu, en það hlýtur að vera í lagi. Þær eru fáránlega flottar. Annars lofar leikstjórinn góðu, enda The Wrestler og Requiem for a Dream frábærar myndir. STELPAN Þ e t t a e r a l l s e k k i hefðbundin stelpumynd e i n s o g einhverjir gætu hald- ið, en ég verð að sjá hana. Myndin breytist fljótt í Svanavatnið sem er uppáhaldsballettinn minn og það er magnað að sjá hversu vel Natalie Portman fer með persónu sína, sem er alvarlega veik á geði og versnar bara eftir því sem líður á myndina. FRUMSÝND Í FEBRÚAR: BLACK SWAN SVÖRT HROLLVEKJA UM BALLETTDANSARA PATTINSON VILL LEIKA BUCKLEY ROBERT PATTINSON Twilight-leikarinn vill leika tónlistarmann- inn Jeff Buckley. POPPDÓMNEFNDIN BÍÓ S t i l l i n g h f . · S í m i 5 2 0 8 0 0 0 w w w . s t i l l i n g . i s · s t i l l i n g @ s t i l l i n g . i s Mikið úrval af hágæða verkfærum frá

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.