Fréttablaðið - 28.01.2011, Síða 41

Fréttablaðið - 28.01.2011, Síða 41
28. janúar föstudagur 5 ÍKILL makinn talar aðeins ensku. „Enska er það tungumál sem talað er á heimilinu og þess vegna getur verið erfitt fyrir mig halda því til streitu að fá stelpurnar til að tala íslensku. Ég er búin að skrá þá yngri á ís- lenskunámskeið sem hefst bráð- lega, það var íslenskur kennari sem flutti í hverfið okkar í Brooklyn og ákvað að bjóða upp á námskeið fyrir börn. Ég varð alveg himinlifandi þegar ég frétti af þessu og skráði Lolu auðvitað strax,“ segir hún. Aðspurð segist Jóhanna reyna að heimsækja fjölskyldu sína á Íslandi að minnsta kosti einu sinni á ári en viðurkennir að hún þurfi stund- um svolítinn aðlögunartíma þegar hingað er komið. „Ég er búin að búa úti meiri hluta ævinnar og fæ alltaf hálfgert menningarsjokk þegar ég kem heim til Íslands,“ segir hún. „Fólk drekkur svo einkennilega hérna heima. Það verður agress- íft og hávært og ég veit ekki alveg hvernig ég á að haga mér í kring- um það. Ég þori til dæmis ekki að ganga ein í gegnum miðbæinn um helgar, sjálfur Brooklyn-búinn,“ segir hún og skellir upp úr. Um framtíðaráform sín segir Jóhanna að hún ætli að halda áfram að vinna hörðum höndum að því að koma Kríu á legg. Um þessar mundir er hún að vinna að nýrri línu sem er að mestu búin til úr svörtu silfri. „Ég er búin að leggja mikla vinnu í að þróa Kríu og finnst þetta líka alveg rosalega gaman. Þannig að ég er ekkert að fara að hætta þessu neitt.“ Þegar hún er innt eftir því hvort hún muni flytja heim til Íslands einhvern tíma í framtíðinni svarar hún með semingi: „Nei, ætli það. Mér líður vel í New York og það er einnig gott að vera hér bara upp á vinnuna, hér er allt til alls,“ segir hún að lokum.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.