Fréttablaðið - 28.01.2011, Side 58

Fréttablaðið - 28.01.2011, Side 58
30 28. janúar 2011 FÖSTUDAGUR HM 2011 Ísland mætir Króatíu í Malmö í kvöld í leiknum um fimmta sætið á HM. Bæði lið ætl- uðu sér stærri hluti en verða að sætta sig við þennan leik, sem skiptir talsverðu máli upp á riðil í undankeppni Ólympíuleikanna 2012. „Stemningin er náttúrlega ekk- ert upp á það besta. Það er samt sem áður einn leikur eftir og við erum enn með á HM. Við erum að spila upp á fimmta sætið, sem er í rauninni mjög góður árangur úr þessum sterka milliriðli þó svo að við höfum aðeins unnið fyrir sætinu með árangrinum í sjálfum riðlinum. Það er blendin tilfinn- ing með það,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson við Fréttablaðið í gær. Hann er að spila á sínu þrett- ánda stórmóti og þekkir því hæð- irnar og lægðirnar sem fylgja slík- um mótum. Íslenska liðið virtist ekki höndla mótlætið neitt sérstak- lega vel eins og sjá mátti í leiknum gegn Spánverjum er liðið mætti engan veginn tilbúið til leiks. „Við höfum lent í þessu nokkrum sinnum. Ég væri hálfgerður smá- krakki ef ég vissi ekki hvað ég væri að fara út í eftir öll þessi stórmót. Auðvitað er samt nokkuð sérstakt hvernig þetta spilaðist. Ég var með smá fiðring í maganum fyrir leik Ungverja og Spánverja og vonaði að þetta sæti væri tryggt áður en við mættum Frökkunum, þó svo að við hefðum ætlað að vinna þá. Það sem gerir þetta skemmtilegt er að aðrir leikir eru í gangi sem geta hjálpað,“ sagði Guðjón, sem bend- ir á að hnjask leikmanna hafi haft áhrif á gengi liðsins. „Það hafa verið smávægileg meiðsl sem þróuðust í annað og meira. Ég vona samt að það verði allir klárir í leikinn gegn Króatíu,“ sagði Guðjón. Hann býst eðlilega við mjög erfiðum leik enda hafa Króatar haft eitt besta lið heims um árabil þó svo að þeir hafi ekki náð undanúrslitasæti að þessu sinni. „Þeir eru mjög misjafnir. Þegar þeir virkilega nenna þessu og hafa upp á eitthvað að spila eru þeir frá- bærir. Þeir hafa gagnrýnt sjálfa sig á þessu móti, sem er frekar óvenju- legt. Það segir mér að þeir ætli að gefa allt í leikinn gegn okkur. Þeir eru ekki bara með gott lið heldur er það líka skemmtilegt. Þeir eru með mjög flinka leikmenn. Það gerir líka leikinn skemmtilegan. Þetta er ekki Ástralía heldur eitt besta landslið heims.“ Eftir þrjá tapleiki í röð mátti heyra á strákunum í gær að þeir eru allir sem einn mjög ákveðnir í því að enda mótið á jákvæðan hátt með sigri. „Það er ekki spurning. Ég er rétt að byrja að spila sjálfur og eins og belja á vorin. Mér finnst þetta æðislegt og líður betur í skrokknum með hverjum leik, sem hefur komið á óvart. Ég er ánægð- ur að vera hérna ennþá,“ sagði Guðjón, sem er nýbyrjaður að spila eftir tíu mánaða fjarveru. Iceland Express-deild karla Tindastóll - ÍR 78-69 (35-33) Stig Tindastóls: Hayward Fain 23/10 fráköst/4 varin skot, Sean Kingsley Cunningham 20, Dragoljub Kitanovic 18/7 fráköst, Friðrik Hreinsson 8, Helgi Rafn Viggósson 7/16 fráköst/7 stolnir, Helgi Freyr Margeirsson 2, Stig ÍR: Kelly Biedler 14/9 fráköst, James Bartolotta 13, Nemanja Sovic 11/5 fráköst, Eiríkur Önundarson 10, Hjalti Friðriksson 10/6 fráköst, Níels Dungal 7, Sveinbjörn Claessen 4 Njarðvík - Stjarnan 89-68 (49-36) Stig Njarðvíkur: Melzie Jonathan Moore 23/5 fráköst, Christopher Smith 20, Nenad Tomasevic 18/4 fráköst/5 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 13/6 fráköst/7 stoðsendingar, Páll Kristinsson 4, Rúnar Ingi Erlingsson 3, Friðrik E. Stefánsson 2/6 fráköst, Egill Jónasson 2/5 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 2, Hjörtur Hrafn Einarsson 2. Stig Stjörnunnar: Justin Shouse 16, Jovan Zdravevski 11/10 fráköst, Fannar Freyr Helgason 11/6 fráköst, Renato Lindmets 10/7 fráköst, Daníel G. Guðmundsson 9, Ólafur Aron Ingvason 5, Marvin Valdimarsson 4, Guðjón Lárusson 2. Grindavík - Haukar 63-82 (35-48) Stig Grindavíkur: Páll Axel Vilbergsson 20/6 fráköst, Ryan Pettinella 16/17 fráköst, Þorleifur Ólafsson 10/8 stoðsendingar, Guðlaugur Eyjólfsson 8/5 stoðsendingar/5 stolnir, Ómar Örn Sævarsson 5/10 fráköst, Ólafur Ólafsson 4/5 fráköst, Stig Hauka: Gerald Robinson 20/23 fráköst, Semaj Inge 19/8 fráköst/5 stoðsendingar/7 stolnir, Haukur Óskarsson 11/5 fráköst, Sveinn Ómar Sveinsson 10/6 fráköst, Emil Barja 9/11 fráköst, Örn Sigurðarson 6, Óskar Ingi Magnússon 4, Davíð Páll Hermannsson 3, HM 2011 í handbolta LEIKIR UM SÆTI 9/10: Noregur - Serbía 32-31 (30-30) 11/12: Þýskaland - Argentína 40-35 (27-27, 31-31) LEIKIR DAGSINS: 5./6. sæti: Ísland - Króatía kl. 19.30 7./8. sæti: Pólland - Ungverjaland kl. 17.00 Undanúrslit: Svíþjóð - Frakkland kl. 17.00 Undanúrslit: Danmörk - Spánn kl. 19.30 ÚRSLIT HM 2011 Þjóðverjar luku keppni á heimsmeistaramótinu í hand- bolta í gær og fer árangur liðs- ins seint í sögubækurnar hjá stórþjóðinni. Þjóðverjar þurftu tvær framlengingar til þess að leggja Argentínu í leik um 11. sætið. Lokatölur urðu 40- 35. Staðan var jöfn 27-27 eftir venjulegan leiktíma og 31-31 eftir fyrri framlenginguna. Uwe Gensheimer skoraði 9 mörk fyrir Þjóðverja líkt og Holger Glandorf. Norðmenn náðu 9. sætinu með 32-31 sigri gegn Serbíu en sá leikur fór einnig í framlengingu. Staðan var jöfn, 30-30, eftir venjulegan leiktíma. Norðmenn enduðu mótið því á jákvæðum nótum þrátt fyrir að línumaður- inn Frank Løke hafi verið rekinn úr liðinu fyrir agabrot á miðvikudaginn. - seþ HM í handbolta í Svíþjóð: Norðmenn náðu 9. sætinu Króatar frábærir þegar þeir nenna Guðjón Valur Sigurðsson býst við beittu og grimmu liði Króata í lokaleik liðsins á HM í kvöld. Hann hefur notið þess að spila eftir langa fjarveru og segist verða betri í skrokknum eftir hvern leik, ólíkt félögunum. SVÍFUR INN Í TEIGINN Guðjón Valur Sigurðsson hefur verið í lykilhlutverki á HM í handbolta eins og svo oft áður með íslenska landsliðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI KÖRFUBOLTI Taphrinu Njarðvík- inga í Iceland Express-deild karla í körfubolta lauk í gær þegar liðið lagði Stjörnuna 82-63 á heimavelli. Þrátt fyrir sigurinn eru Njarðvík- ingar enn í fallsæti með 10 stig en liðið fékk til sín tvo erlenda leikmenn í vikunni og voru þeir atkvæðamiklir í leiknum. Þrír leikir fóru fram í gær og vakti stórsigur Hauka á útivelli gegn Grindavík athygli, 82-63, en Grindvíkingar eru í öðru sæti með 24 stig líkt og Snæfell sem á leik til góða í kvöld gegn KFÍ á Ísafirði. „Við erum ánægðir með varn- arleikinn gegn Stjörnunni og gott fyrir liðið að ná að sigra eftir fjóra tapleiki í röð í deildinni,“ sagði Friðrik Ragnarsson, þjálfari Njarð- víkur, í gær við Fréttablaðið. Friðrik tók nýverið við þjálf- un liðsins ásamt Einari Árna Jóhanns- syni eftir að Sigurð- ur Ingi- mund- arson hætti. „Það er ekkert leyndarmál að staða liðsins í deildinni er þannig að markmið- ið er ekkert annað en að koma okkur sem lengst frá þessu „heita“ fallsæti. Vissulega eru margir sem gagnrýna okkur fyrir að taka tvo erlenda leikmenn á þessum tímapunkti en það var bara nauðsynlegt að okkar mati. Það er bjart fram undan hjá Njarð- vík – ungir strákar að koma upp í gegnum yngri flokkana í „kippum“ en við þurfum að bíða aðeins eftir þeim,“ segir Friðrik. Grindvíkingar réðu ekki við sprækt lið Hauka þar sem Gerald Robinson fór á kostum með 20 stig og 23 fráköst. Tindastóll heldur áfram að sigla upp töfluna eftir skelfilega byrjun á mótinu og liðið er nú með 14 stig í 7. sæti eftir 78-69 sigur gegn ÍR. - seþ Taphrinu Njarðvíkinga lauk í gær með sigri gegn Stjörnunni í Ljónagryfjunni: „Við ætlum að koma frá þessu „heita“ sæti“ SIGUR Friðrik Ragn- arsson ætlar ekki að vera með Njarðvík í fallbaráttunni. Vátryggingafélag Íslands hf. | Ármúla 3 | 108 Reykjavík | Sími 560 5000 | vis.is Baráttukveðjur frá VÍS! Strákarnir okkar eru svo skemmtilega ólíkir og okkur þykir óskaplega vænt um þá alla. VÍS er stoltur styrktaraðili íslenska landsliðsins á HM í Svíþjóð. Henry Birgir Gunnarsson og Valgarður Gíslason fjalla um HM í Svíþjóð henry@frettabladid.is - valgard.gislason@365.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.