Fréttablaðið - 23.02.2011, Side 1
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
veðrið í dag
Sími: 512 5000
Miðvikudagur
skoðun 12
Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447
DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGISÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS
Taka 12 Kg · HljóðlátStórt op > auðvelt að hlaðaSparneytin amerísk tæki.<Þvottvélin tekur heitt og kalt vatn Afkastamikill
þurrkari >
Þvottavél Þurrkari12 kg
Amerískgæðavara
Amerískgæðavara
Fyrsta ökugerði landsins verður að öllum líkindum vígt við Reykjanesbrautina í lok sumars.
F yrirtækið Nesbyggð er komið langt á veg með byggingu svokallaðs ökugerðis við Reykjanesbrautina, sunnan Grindavíkurvegar. Þar munu ökunemar og fleiri geta æft rétt viðbrögð við ólíkar aðstæður í akstri. „Ísland er eina vestræna ríkið sem er ekki með ökugerði, en rætt hefur verið um byggingu slíks í hátt í fjörutíu ár,“ segir Ólafur Kr. Guð-mundsson, varaformaður FÍB. Hann nefnir sem dæmi að 36 ökugerði séu í Danmörku, yfir tuttugu í Noregi og um sextíu í Bretlandi. Ökugerðin hafa að sögn Ólafs mikil áhrif á umferðaröryggi. „Sem dæmi eru aftanákeyrslur algengastar hjá ungum ökumönnum og það er einfaldlega vegna þess að þeir hafa aldrei prófað að bremsa við mismunandi aðstæð-ur,“ segir hann. Einnig bendir Ólafur á að fyrir nokkru hafi verið sett lög
Ökugerði rís á Reykjanesi
2
Íslenskir fjallaleiðsögumenn bjóða upp á fjölbreytt úrval dags-
ferða, í öllum erfiðleikaflokkum, allt árið um kring. Má þar nefna
fjallgöngur, jöklagöngur, ísklifur og léttar göngur. Nánari upplýsingar
er að finna á heimasíðu félagsins, fjallaleidsogumenn.is.
SÉRBLAÐ
í Fréttablaðinu
Allt
23. febrúar 2011
44. tölublað 11. árgangur
Leynilisti Leifs
Leikmenn Víkings fengu
fyrir slysni sendan
leynilista þjálfara síns.
sport 26
Knorr bollasúpa,
fljótleg og
bragðgóð máltíð.
Knorr kemur með góða bragðið!
ÓDÝRT FYRIR ALLA!
www.europris.is
Rúðuvökvi
4 ltr, 12°C499
Smiðjuvegi 2 · Kópavogi · Sími 544 2121
Opið virka daga frá kl. 10-18
og laugardaga kl. 11-16 · www.rumgott.is
VILT ÞÚ
VINNA
iPhone4?
www.rumgott.is
VÆTUSAMT Í dag verða
norðaustan 10-18 m/s NV-til og
slydda, annars yfirleitt sunnan 8-13
m/s upp úr hádegi og væta með
köflum. Hiti 2-8 stig.
VEÐUR 4
6
2 2
5
7
STJÓRNMÁL Flest bendir til að nefnd
um framhald stjórnarskrárbreyt-
inga leggi til að þeir 25 sem kjörnir
voru til setu á stjórnlagaþing verði
skipaðir í stjórnlagaráð. Það verði
Alþingi ráðgefandi um breytingar
á stjórnarskránni. Ákvörðun for-
setans um að vísa Icesave-málinu í
þjóðaratkvæðagreiðslu hleypti upp
áformum nefndarinnar.
Á föstudag var meirihluti nefnd-
arinnar eindregið þeirrar skoðun-
ar að legga bæri til að fram færi
uppkosning – að kosið yrði á ný
á milli þeirra sem buðu sig fram
í kosningunni í nóvember – þótt
fulltrúi Vinstri grænna hefði haft
fyrirvara á vegna kostnaðar.
Ákvörðun forseta á sunnudag
varð til þess að meirihluti nefnd-
arinnar lítur ekki lengur á upp-
kosningu sem vænlegan kost.
Ómögulegt sé að reka tvenns
konar kosningabaráttu samtímis,
það er að fjalla um kosti og galla
Icesave-laganna og framboð til
stjórnlagaþings.
Meðal þess fyrsta sem forystu-
menn ríkisstjórnarinnar sögðu
eftir að ákvörðun forseta lá fyrir
var að hugsanlega bæri að kjósa til
stjórnlagaþings samhliða Icesave.
Sú yfirlýsing kom stjórnlagaþings-
nefndinni á óvart og þykja, sam-
kvæmt samtölum Fréttablaðsins
við nefndarmenn, óheppileg inn-
grip í störf hennar. En hvað sem
þeim líður virðist meirihluti
nefndarinnar þeirrar skoðunar að
í ljósi aðstæðna beri að leggja til
við þing og ríkisstjórn að skipað
verði stjórnlagaráð til að fjalla um
breytingar á stjórnarskrá.
Reynt verður að ná sátt um
málið á fundi stjórnlagaþings-
nefndarinnar klukkan fimm í dag.
Ef það tekst ekki verður málið
afgreitt í ágreiningi á fimmtudag.
Nefndin er einungis ráðgefandi
og það er Alþingis að taka ákvörð-
un um afdrif málsins. Færi svo
að Alþingi ákvæði að kosið skyldi
að nýju til stjórnlagaþings stæði
eftir að ákveða hvenær. Forystu-
menn stjórnarflokkanna hafa sagt
borðleggjandi að gera það sam-
hliða þjóðaratkvæðagreiðslunni
um Icesave.
Heimildir Fréttablaðsins herma
hins vegar að stjórnarliðar telji
það nú hæpinn möguleika, ekki
síst vegna harðrar andstöðu sjálf-
stæðismanna við þá hugmynd, sem
kom meðal annars skýrt í ljós á
Alþingi í gær.
Til að kjósa á ný til stjórnlaga-
þings þyrfti að breyta lögum um
stjórnlagaþing frá í fyrrasumar.
Stjórnarliðar óttast að sjálfstæð-
ismenn myndu tefja þá lagabreyt-
ingu nógu lengi til að hún tækist
ekki í tíma. - bþs, sh / sjá síðu 4
Icesave snýr stjórnlagaþingi
Nefnd um stjórnlagaþingsmálið hefur breytt um kúrs vegna ákvörðunar forsetans í Icesave-málinu. Meiri-
hlutinn vildi fyrir helgi að kosið yrði aftur en telur nú heppilegast að skipað verði ráðgefandi stjórnlagaráð.
LÍBÍA „Ég hef ekki enn
skipað fyrir um að
valdi skuli beitt, ekki
enn gefið skipun um að
skjóta einni einustu kúlu
– en þegar ég geri það,
þá mun allt brenna,“
sagði Muammar Gaddafí
Líbíuforseti í sjónvarps-
ávarpi í gær og hét því
að flýja hvorki land né
gefa frá sér völdin.
Ólgan í Líbíu hefur
bein áhrif á heimsmark-
aðsverð olíu og þar með
á eldsneytisverðið hér á
landi. Verðið á bensín-
lítranum var víða komið í
221,90 eða 222,90 krónur
síðdegis í gær.
„Það átti ekki nokkur
maður von á þessu,“ sagði
Magnús Ásgeirsson, inn-
kaupastjóri hjá N1. „Ég
hafði frekar átt von á að það
yrði flatt áfram og myndi jafn-
vel lækka en þær vonir virðast
ekki ætla að rætast.“
„Við skorum á ríkið að bregð-
ast við,“ segir Runólfur Ólafs-
son, framkvæmdastjóri FÍB.
„Það hefur áður verið gripið til
ráðstafana hér á landi af hálfu
ráðamanna til þess að mæta háu
orkuverði.“
- gb / sjá síðu 8
Ólgan í Líbíu hefur bein áhrif á eldsneytisverðið hér á landi:
Gaddafí ætlar hvergi að víkja
Getur ekki hlegið
Sjónvarpskonan Rikka er
brákuð eftir bílslys.
fólk 30
Margt hefur áunnist
Landssamband kúabænda
er 25 ára.
tímamót 16
HEILBRIGÐISMÁL Sjúklingar Land-
spítala - háskólasjúkrahúss hafa
ekki lengur aðgang að bókasafni
Rauða krossins sem starfað hefur
í fjörutíu ár.
Fleiri en ein ástæða er fyrir lokun
safnsins að sögn Björns Zoëga, for-
stjóra Landspítalans. „Sjúklingarn-
ir dvelja mun skemur á spítalanum
en áður og þá hefur þörfin fyrir
afþreyingu breyst töluvert. Líka
spilar þar inn í að eitt af aðalverk-
efnum stórra sjúkrahúsa í dag er að
koma í veg fyrir dreifingu sýkla.“
Björn segir þó fulla þörf fyrir
störf sjálfboðaliða áfram. „Bæði
reka þeir veitingasölu á spítalan-
um og uppi eru hugmyndir um að
þeir komi að því að sinna andlegum
þörfum einstaklinga á öldrunar-
deildum.“
Þórdís Sigtryggsdóttir hefur
lánað sjúklingum bækur í þrjátíu
ár í sjálfboðastarfi. „Þetta hefur
verið einstaklega gefandi. Áður
fyrr var svo mikið um útlán að
stundum þurftum við að fara eftir
fleiri bókum. Og þótt útlánin hafi
minnkað eru alltaf einhverjir sem
vilja bækur og fólk er afskaplega
þakklát.“ - jma
Bókasafni spítalans lokað:
Fá ekki bækur
af ótta við sýkla
PAKKAÐ NIÐUR Sjálfboðaliðarnir Halla Eiríksdóttir, Steingerður Sigurðardóttir og Þórdís Sigtryggsdóttir voru í óðaönn að pakka
niður bókasafninu á Landspítalanum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
MUAMMAR
GADDAFI