Fréttablaðið - 23.02.2011, Side 18
um að allir sem taki bílpróf þurfi
að fara í ökugerði, en hingað til
hafa þeir getað æft sig á fyrrver-
andi athafnasvæði Strætisvagna
Reykjavíkur við Kirkjusand.
Ökugerðin munu þó ekki aðeins
nýtast nýnemum, að sögn Ólafs.
„Þau nýtast einnig þeim sem taka
meirapróf, til að æfa neyðarakst-
ur og sparakstur, í vörukynning-
ar og fyrir flotarekendur,“ segir
Ólafur, en algengt er úti í löndum
að fyrirtæki komi árlega eða oftar
með starfsfólk sitt í nokkurs konar
endurmenntun. „Þá nýtast þessi
ökugerði einnig í hvataferðir, í
bílakynningar umboðanna og svo
mætti lengi telja.“
Ökugerðið er hluti af metnaðar-
fullri hugmynd um byggingu kapp-
akstursbrautar á Reykjanesinu.
Kreppan slökkti á þeirri hugmynd
en svæðið hafði þó verið skipulagt
með slíkt í huga. „Við eignuðumst
síðan átta hektara landsvæði fyrir
einu og hálfu ári þar sem búið var
að hugsa fyrir ökugerði, og réð-
umst í framkvæmdir fyrir ári,“
segir Páll Harðarson, bygginga-
stjóri Nesbyggðar sem sér um
byggingu ökugerðisins. „Búið er
að undirbyggja brautina og við
erum að steypa upp þjónustuhús.
Stefnan er að ljúka þessu seint í
sumar en það fer eftir fjármögn-
un,“ segir Páll, sem er ánægður
með að Byggðastofnun hafi veitt
Nesbyggð lán upp á 200 milljónir
króna. Þegar verki Nesbyggðar
lýkur mun rekstrarfélag taka við
rekstrinum. En eru engir draumar
um að byggja kappakstursbraut?
„Nei, við erum of jarðbundnir til
þess,“ svarar Páll glettinn.
solveig@frettabladid.is
Búið er að steypa upp fyrstu hæð þjónustuhússins á svæðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Framhald af forsíðu
Á svæðinu verður að finna eftirfarandi æfingabrautir:
Svigbraut með keilum
„pop-up” braut til að æfa viðbrögð (með vatnssúlum)
Malbikaður vegur með köntum
Bein hálkubraut fyrir hemlunaræfingar
Hálkubraut í beygju
Hálkubraut í beygju með 10% halla
Malarbraut
Þjónustuhúsið verður með yfirsýn yfir allt æfingasvæðið. Æfingum
ökunema er hægt að stjórna í gegnum talstöðvarkerfi. Í húsinu er
meðal annars gert ráð fyrir stjórnklefa með útsýni, móttökuaðstöðu,
fjórum kennslustofum, skrifstofum, kaffiaðstöðu, viðgerðaraðstöðu
og geymslum fyrir hvers kyns æfinga- og kennslutæki.
Mercedes-Benz er 125 ára Af því tilefni var nýverið efnt til hátíð-
arhalda í Stuttgart í Þýskalandi, sem munu standa út þetta ár. Þar í
borg er safn tileinkað Mercedes-Benz sem hýsir margt spennandi í
ár og þar á meðal skemmtilega hugmyndabílinn á myndinni.
KAUPMANNAHÖFN - LA VILLA
Guesthouse á besta stað í bænum.Stúdíoíbúðir
og herbergi. Geymið auglýsinguna.
www.lavilla.dk. GSM. 0045 2848 8905
Skipholti 29b • S. 551 0770
Ný sending frá
Basler og
MYBC.
Mesta úrval landsins af rafgeymum í allar gerðir farartækja
TUDOR
Laugavegi 178 - Sími: 551 3366
Opið mán.-fös. 10-18. Lau. 10-14.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
www.misty.is
TILBOÐ
STAKAR
STÆRÐIR
á kr. 4.990,-
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
MEIRA AF FRÆGA FÓLKINU
Deildu Vísi með öðrum. Þeir sem
setja „like“ við Vísi á Facebook geta
unnið óvænta vinninga í hverri viku.