Fréttablaðið - 23.02.2011, Side 8

Fréttablaðið - 23.02.2011, Side 8
23. febrúar 2011 MIÐVIKUDAGUR8 1 Hvað heitir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga? 2 Hvar á landinu var umfangsmikil kannabisræktun stöðvuð um síðustu helgi? 3 Hver var forseti Íslands á árunum 1952 til 1968? SVÖR 1. Halldór Halldórsson - 2. Á Akureyri - 3. Ásgeir Ásgeirsson Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is með Miele 24.900 Verðlistaverð kr.: 33.200 Tango Plus hefur verið vinsælasta ryksugan frá Miele á Íslandi árum saman Miele ryksugurnar eru traustar og kraftmiklar, með stillanlegu röri og úrvali fylgihluta. Þær hafa hlotið hæstu einkunn hjá neytendasamtökum í Þýskalandi. AFSLÁTTUR Ryksugupokar og filterar eru sérhannaðir fyrir allar Miele ryksugur Tilboð kr.: LÍBÍA, AP Muammar Gaddafí Líb- íuleiðtogi segist ætla að berjast gegn uppreisnarmönnum fram í rauðan dauðann. Hann ætli sér ekki að flýja land og ekki gefa frá sér völdin. „Ég er baráttumaður, byltingar- maður úr tjöldunum. Ég mun á endanum deyja sem píslarvottur,“ sagði Gaddafí í sjónvarpsávarpi í gær og hafði í hótunum: „Ég hef ekki enn skipað fyrir um að valdi skuli beitt, ekki enn gefið skipun um að skjóta einni einustu kúlu – en þegar ég geri það, þá mun allt brenna.“ Stuðningsmenn Gaddafís hafa fjölmennt út á götur í höfuð- borginni Trípolí en í Benghazi, næststærstu borg landsins, hafa andstæðingar stjórnarinnar náð undirtökum. Gaddafí hvatti stuðningsmenn sína til þess að ná Benghazi aftur úr höndum uppreisnarmanna og hvatti þar með greinilega til borg- arastyrjaldar. „Sýnum þeim hvernig bylting almennings lítur út,“ sagði hann. „Farið út frá heimilum ykkar núna strax.“ Ríkisborgarar annarra landa streymdu frá Líbíu í gær og sendu sum ríki flugvélar til lands- ins í þeim tilgangi að bjarga eigin fólki þaðan. - gb Muammar Gaddafí ætlar hvergi að víkja og hótar mótmælendum öllu illu: Hvetur til borgarastyrjaldar LÍBÍA Utanríkisráðuneytið ræður Íslendingum frá öllum ferða- lögum til Líbíu vegna ótryggs ástands í landinu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef ráðu- neytisins. Fólki er enn fremur bent á að fylgjast með því hvað Norður- landaríkin sendi frá sér um málið. Sem stendur er fólki í löndunum alfarið ráðið frá öllum ferðalögum til Líbíu. Ekki er talið að eins ótryggt ástand sé í Bar- ein, en ráðuneytið mælir þó ekki með ferðalögum þangað. Urður Gunnarsdóttir, upplýs- ingafulltrúi ráðuneytisins, segir ráðuneytinu ekki vera kunnugt um að neinir Íslendingar séu á svæðinu. - sv Utanríkisráðuneytið um Líbíu: Ræður fólki frá ferðalögum TALAR TIL ÞJÓÐARINNAR Gaddafí þótti ruglingslegur í tali í gær. NORDICPHOTOS/AFP Nafura olíusvæðið: Lokað vegna verkfalla Verð hækkar vegna mótmæla Fastlega má reikna með því að olíuframleiðsla í Líbíu dragist verulega saman þegar starfsmenn olíufyrirtækja flýja land. Stór hluti olíu sem keypt er til Evrópu kemur frá Líbíu. Olíu-/gaslindir Olíuleiðsla Gasleiðsla Hreinsistöð Olíuskipahöfn Líbía 44,3 Nígería 37,2 Alsír 12,2 Angóla 9,5 Súdan 5,0 Egyptaland3,7 Þýskaland 14% Frakkland 10% Kína 10% Spánn 9% Bandaríkin 5% Önnur lönd 20% Einungis 2% olíuframleiðslu heimsins koma frá Líbíu, en um 10% af Evrópumarkaðnum © GRAPHIC NEWS HEIMILD: EIA SIKILEY ÍTALÍA Miðjarðarhaf CHAD ALSÍR TÚNIS LÍBÍA Misrata EGYPTA- LAND NÍGER SAHARA- EYÐIMÖRKIN Olíuforði Afríku (Milljarðar tunna, 2010) Olíuútflutningur (%, 2009) Heildarútflutningur: 1,5 m tunnur á dag Trípolí Benghazi: Borgin er að mestu á valdi mótmælenda Olíuhreinsi- stöðin Rus Lanuf: Sögð lokuð vegna mótmæla LÍBÍA Olíuverð hefur hækkað mjög vegna ólgunnar í Líbíu og víðar í ríkjum Norður-Afríku og Mið- Austurlanda. Í gær fór verðið á hrá- olíu upp í 108 Bandaríkjadali tunn- an og eldsneytisverð hér á landi tók einnig kipp. Litlar vonir virð- ast á öðru en að það haldi áfram að hækka. „Eðli málsins samkvæmt ráðum við ekki þróun heimsmarkaðs- verðs,“ segir Runólfur Ólafs- son, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, og seg- ist ekki vera bjartsýnn á þróun olíu- verðs frekar en aðrir. „Hins vegar hefur áður verið gripið til ráðstafana hér á landi af hálfu ráðamanna til þess að mæta háu orkuverði. Fyrir örfáum árum flutti til dæmis núverandi forsætis- ráðherra þingsályktunartillögu um að stjórnvöld lækkuðu tímabundið vörugjöld á bensíni til að mæta mikilli hækkun með tilheyrandi margföldun á kostnaði heimilanna og þróun vísitölu.“ Að sögn Runólfs var hlutur ríkisins í hverjum seld- um bensínlítra að meðaltali kominn upp í 108,3 krónur nú í janúar, en var 97,5 krónur í janúar 2010 og 76 krónur í janúar 2009. „Við stöndum frammi fyrir því að ef framleiðsla fellur niður í Líbíu í einhverja daga þá hefur það að minnsta kosti til skemmri tíma slæm áhrif á markaðinn. Sádi- Arabar hafa hins vegar sagst ætla að bæta á markaðinn þeirri olíu sem kynni að detta út ef allt fer í bál og brand í Líbíu og Bandaríkjamenn segja að það sé ekki raunverulegur skortur á olíu í sjálfu sér á markaðn- um, heldur sé það spennan sem veld- ur verðhækkunum,“ segir Magnús Ásgeirsson, innkaupastjóri hjá N1. Hann segir ólguna í arabaheim- inum hafa komið öllum á óvart. „Ég hafði frekar átt von á að það yrði flatt áfram og myndi jafnvel lækka en þær vonir virðast ekki ætla að rætast.“ Olíuframleiðslan í Líbíu er um það bil 1,8 milljónir tunna á dag. Ólgan í landinu hefur þegar haft þau áhrif að framleiðslan hefur minnkað um nærri fimm prósent. Miklu munar um starfsfólk alþjóð- legu olíufyrirtækjanna, sem heldur framleiðslunni að mestu gangandi. Mörg fyrirtækin hafa þegar grip- ið til þess ráðs að senda starfsfólk sitt úr landi til að stofna ekki öryggi þess í hættu. gudsteinn@frettabladid.is Ráðum ekkert við olíuverð Heimsmarkaðsverð á olíu hefur snarhækkað í kjölfar mótmælanna í Líbíu og spennunnar í arabaheiminum. „Enginn átti von á þessu,“ segir innkaupastjóri N1, en bindur vonir við að Sádi-Arabar auki framleiðsluna. Á FUNDI Í RÍAD Starfsfólk mætir til alþjóðlegu orkuráðstefnunnar sem haldin var í höfuðborg Sádi-Arabíu í gær. NORDICPHOTOS/AFP Ítalía 32% DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært tæplega þrítugan mann fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Manninum er gefið að sök að hafa aðfaranótt sunnudagsins 19. september 2010 slegið annan mann í höfuðið með glerglasi sem brotnaði. Síðan hafi hann slegið fórnarlambið ítrekað í andlitið og handleggi, með þeim afleiðing- um að sá sem ráðist var á hlaut sár á höfði og eymsli í kjálka, bólgu í kjálkaliðum og bólgur á handleggjum. - jss Hættuleg líkamsárás: Braut glerglas á höfði manns SVEITARSTJÓRNIR Land sem Hafnar- fjarðarbær tók eignarnámi í Kap- elluhrauni í apríl 2008 var 400 milljóna króna virði á þeim tíma segja tveir fasteignasalar sem voru dómkvaddir sem matsmenn af Héraðsdómi Reykjaness. Um er að ræða sextán hektara land sem Skógrækt ríkisins átti en Hafnarfjarðarbær tók undir atvinnulóðir. Matsnefnd eignar- námsbóta taldi landið 600 millj- óna króna virði. Við það mat undi Hafnarfjarðarbær ekki og fékk dómskvadda matsmenn að málinu. Þeir segja að án skipu- lagsins, sem bærinn lét vinna fyrir landið, hefði það verið 340 milljóna króna virði. - gar Eignarnámsland í Hafnarfirði: Nýtt mat er 50% lægra Aðalheiður endurkjörin Aðalheiður Steingrímsdóttir hefur verið endurkjörin formaður Félags framhaldsskólakennara. Hún var ein í framboði til embættisins. FÉLAGSSTÖRF VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.