Fréttablaðið - 23.02.2011, Side 30
23. febrúar 2011 MIÐVIKUDAGUR22 22
menning@frettabladid.is
Aftökuörnefni nefnist erindi
sem Páll Sigurðsson lagapró-
fessor flytur á vegum Nafn-
fræðifélagsins á laugardag.
Þar rýnir hann í örnefni sem
vísa í staði þar sem saka-
menn voru teknir af lífi.
Aftökuörnefni eru ófá á Íslandi,
til dæmis Drekkingarhylur, Bren-
nugjá og Gálgaklettar á Þingvöll-
um. Páll Sigurðsson, prófessor
í lögfræði við Háskóla Íslands,
hefur lengi rannsakað örnefni
sem vísa til aftakna. Á laugardag
stiklar hann á stóru um þessi mál
á fræðslufundi Nafnafræðifélags-
ins.
„Þegar ég var strákur,“ rifjar
hann upp, „var ég í sveit í Skaga-
firði á bæ sem var rétt við heljar-
mikið gil sem kallað var Gálga-
gil. Bóndinn á bænum sagði mér
að þarna hefðu útilegumenn verið
hengdir. Þetta fékk mikið á mig og
sat svo í mér að löngu síðar, þegar
ég var byrjaður í lögfræðinámi,
fór ég að lesa mér til um aftökur
dæmdra manna á árum áður.
Ég byrjaði á að skoða gömlu
aftökustaðina á Þingvöllum og leit-
aði uppi allar hugsanlegar heim-
ildir sem tengdust þeim. Smám
saman færði ég út kvíarnar og leit-
aði að aftökuörnefnum úti á landi
og naut til þess góðrar aðstoðar frá
Örnefnastofnun og fróðu fólki sem
þekkti vel sitt umhverfi.“
Páll segir aftökuörnefni á
Íslandi skipta tugum, einkum í
grennd við forna þingstaði. Honum
þykir engu að síður merkilegt
hversu oft aftökur rötuðu ekki
í örnefni staða sem vitað er með
vissu að hafi verið notaðir til
slíkra verka.
„Á Þingvöllum má til dæmis
finna örnefni sem vísa berlega til
staða þar sem fólk hefur verið líf-
látið. Úti á landi er því ekki alltaf
að heilsa; mér fannst það satt best
að segja áberandi hversu sjaldan
aftökur rötuðu í örnefni. Á Þing-
völlum höfum við bæði Drekking-
arhyl og Brennugjá. Ég veit um
tvo aðra Drekkingarhyli á land-
inu öllu en enga aðra Brennugjá;
samt voru menn líka brenndir úti
á landi.“
Þá bendir Páll á að talsvert sé
um aftökuörnefni á stöðum sem
ólíklegt sé að hafi verið notaðir
til að taka sakamenn af lífi.
„Það eru aðallega „gálga-
örnefnin“, samanber Gálga-
klettar og Gálgagil. Mörg þeirra
eru á stöðum sem nær útilokað er
að hafi verið aftökustaðir. Þeim
fylgja hins vegar sagnir um menn
sem áttu að hafa verið líflátnir,
til dæmis hengdir á raft og látn-
ir dingla yfir 30 metra gili.“ Páll
áréttar þó að vissulega séu líka til
dæmi um að aftökur hafi átt sér
stað á stöðum kenndum við gálga,
til dæmis Gálgakletti í nágrenni
við Bessastaði.
Páll segir að rannsóknir hans
á aftökuörnefnum séu fyrst og
fremst áhugamál. „Þetta myndi
flokkast undir réttarþjóðfræði og
hún segir okkur margt um sambúð
fólksins í landinu við lögin.“
Fræðslufundur Nafnafræði-
félagsins á laugardag hefst klukk-
an 13.15 í stofu 131 í Öskju, nátt-
úrufræðihúsi Háskóla Íslands.
bergsteinn@frettabladid.is
ÖRNEFNI DAUÐANS
PÁLL SIGURÐSSON Örnefni tengd aftökum skipta mörgum tugum hér á landi. Páli
kom hins vegar á óvart hversu margir þekktir aftökustaðir draga nafn sitt ekki af því.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
GRÆNAR BÆKUR Borgarbókasafn hefur efnt til skiptibókamarkaðar með sérvaldar bækur sem kallast „Græn bók – góð bók. Endur-
lestur“. Skilyrði er að grænu bækurnar séu vel með farnar, hreinar og áhugaverðar. Með þessu verkefni vill safnið auðvelda aðgengi almenn-
ings að bókum, hvetja til lesturs og ýta undir endurvinnslu og -nýtingu. Safnið hvetur alla til að koma með bækur sem þeir eru búnir að lesa
og finnst skemmtilegar og leyfa öðrum að njóta.
Vinir raftónlistarmannsins Sigur-
björns Þorgrímssonar, sem gekk
undir listamannsnafninu Biogen,
halda minningartónleika um hann
á Kaffibarnum í kvöld. Sigurbjörn,
sem iðulega var kallaður Bjössi
Biogen, féll frá 8. febrúar síðast-
liðinn, langt fyrir aldur fram.
Hann var vel þekktur hér á landi
sem einn af frumkvöðlum í dans-
og raftónlist.
Að tónleikunum standa þeir Pan
Thorarensen og Andri Már Arn-
laugsson, en þeir hafa einnig haft
umsjón með tónleikakvöldunum
Extreme Chill, sem haldin hafa
verið reglulega síðan 2007.
Á tónleikunum til heiðurs Bjössa
í kvöld koma fram margir vinir
hans úr heimi raftónlistar, til
dæmis Ruxpin, Yagya, Future-
grapher, Beatmakin Troopa,
AnDre, Skurken, Tanya Pollock,
Frank Murder, Krummi Björg-
vinsson, Steve Sampling og fleiri.
Tónleikarnir hefjast klukkan
21 og standa til eitt. Aðgangur er
ókeypis.
Minningartónleikar
um Bjössa Biogen
BIOGEN Naut virðingar sem braut-
ryðjandi á sviði dans- og raftónlistar á
Íslandi.
Fyrsta tölublað ársins af TMM er
væntanlegt innan tíðar.
Ýmissa grasa kennir í nýjasta
heftinu að sögn Guðmundar Andra
Thorssonar, sem hefur ritstýrt
blaðinu undanfarin tvö ár. Stærsta
grein blaðsins er eftir Þorstein Þor-
steinsson og fjallar um Tímann og
vatnið.
„Þarna gengur íslenskur ljóð-
rýnir loksins á hólm við þennan
sögufrægasta ljóðaflokk 20. aldar
og reynir að lesa hann eins vel og
honum er unnt,“ segir Guðmund-
ur Andri. Af öðru bókmenntaefni
í heftinu má nefna viðtal Hauks
Ingvarssonar við Ófeig Sigurðsson,
auk ljóða og ritdóma.
Þá ritar Guðni Th. Jóhannesson
sagnfræðingur grein þar sem hann
veltir fyrir sér hversu langt sagn-
fræðingnum er heimilt að ganga í
umgengni við heimildir sínar og
Kjartan Ólafsson, fyrrverandi rit-
stjóri, skrifar um nýjustu bók Þórs
Whitehead.
„Þar má kannski segja að tekist
sé á um söguna sem herfang,“ segir
Guðmundur Andri.
Ólafur Páll Jónsson heimspek-
ingur skrifar hugleiðingu um sam-
félagsumræðuna. „Segja má að
hann taki upp hanskann fyrir sumt
í íslenskri umræðumenningu sem
mikil tíska er að agnúast út í um
þessar mundir,“ segir ritstjórinn.
Nýtt tölublað TMM