Fréttablaðið - 23.02.2011, Side 13
MIÐVIKUDAGUR 23. febrúar 2011 13
Fyrir nokkru leyfði ég mér að draga athygli lesenda
Fréttablaðsins að upplýsing-
um Hagstofu Íslands um afar
góða afkomu veiða og vinnslu
á fyrsta heila árinu eftir hrun.
Þessar upplýsingar falla ekki
vel að fullyrðingum talsmanna
stærri útgerðarfyrirtækja. Þeir
hafa haldið því fram að kæmi til
þess að útgerðin þyrfti að greiða
leigu eða afgjald fyrir afnot af
sjávarauðlindinni myndi horfa
til auðnar í greininni. Hagstofu-
tölurnar sýna að gjaldþol grein-
arinnar er umtalsvert, hvað sem
barlómi talsmanna hennar líður.
Hagfræðingur LÍÚ minnir á,
í grein hér í blaðinu 19. febrú-
ar, að á tímum handaflsstýring-
ar og haftabúskapar hafi gengi
íslensku krónunnar verið stillt
í samræmi við óskir og þarfir
útgerðarinnar. Væri sömu reglu
beitt nú, segir hann, myndi auk-
inn tilkostnaður útgerðaraðila
koma fram í lækkuðu gengi krón-
unnar. Við þetta er tvennt að
athuga. Í fyrsta lagi sýna Hag-
stofutölurnar að væri farið að
gömlu verðlagsráðsverðsform-
úlunni mætti hækka gengi krón-
unnar verulega! Sú staðreynd,
hversu lágt gengi krónunnar er
nú og afkoma útgerðar góð, sýnir
glögglega að staða útgerðarinnar
er ekki lengur einráð um geng-
isskráninguna, hvort heldur er
til hækkunar eða lækkunar. Í
öðru lagi greiða útgerðarmenn
afgjald fyrir afnot af auðlind-
inni nú þegar, beint þegar um
leigu á kvóta er að ræða, óbeint
þegar útgerðarmaður ákveður að
nota „eigin“ kvóta frekar en að
leigja hann frá sér. Það að leigu-
gjaldið renni til eiganda auðlind-
arinnar í stað handhafa kvótans
breytir engu um rekstrarskilyrði
útgerðarinnar þó það hafi vissu-
lega áhrif á efnahag handhafa
kvótans. Það eru tvö óskyld mál.
Sérfræðingur við Lagastofnun
Háskóla Íslands heldur því fram
í grein þann 22. febrúar að und-
irrituðum sé eitthvað í nöp við
aflamarkskerfið. Þetta er rangt.
Aflamarkskerfið og önnur skyld
kerfi skila því hlutverki mæta-
vel að draga úr útgerðarkostn-
aði. Þetta hef ég sagt m.a. á
ráðstefnum þar sem sérfræðing-
ur Lagastofnunar var viðstadd-
ur. Vandinn við hina íslensku
útfærslu kvótakerfisins er að
arðurinn af auðlindinni rennur
allur til örfárra útvalinna. Ég
hef ítrekað talað fyrir því að sá
agnúi verði sniðinn af kerfinu.
Nú liggja á borðinu hugmyndir
um svokallaða tilboðsleið. Tillög-
ur Jóns Steinssonar og Þorkels
Helgasonar um útfærslu á þeirri
leið myndu færa um helminginn
af tekjum af auðlindinni til eig-
anda auðlindarinnar, íslensku
þjóðarinnar. Það er lausn sem
flestir ættu að geta unað við.
Í akademískri umræðu er
þess krafist að þátttakend-
ur geri grein fyrir hugsan-
legum hagsmunatengslum.
Mér er ljúft að upplýsa að sem
Íslendingur hef ég hagsmuni
af að íslenskur almenningur
njóti tekna af auðlindum í þjóð-
areigu. LÍÚ greiðir hluta af
kostnaði við sérfræðingsstöðu
Helga Áss Grétarssonar. Það er
lágmarkskurteisi við lesendur
Fréttablaðsins að þeim sé gert
viðvart um slík tengsl.
Vandinn við íslensku útfærslu kvóta-
kerfisins er að arðurinn af auðlindinni
rennur allur til örfárra útvalinna. Ég hef
ítrekað talað fyrir því að sá agnúi væri
sniðinn af kerfinu.
Það muna e.t.v. ekki margir eftir því en vorið 2007 átti að setja
ákvæði um þjóðareign á auðlind-
um í stjórnarskrá. Ákvæðið sem
ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks hugðist setja í
stjórnarskrána hljóðaði svo:
„Náttúrurauðlindir Íslands
skulu vera þjóðareign, þó þann-
ig að gætt sé réttinda og lögaðila
skv. 72.gr. Ber að nýta þær til
hagsbóta þjóðinni, eftir því sem
nánar er ákveðið í lögum. Ekki
skal þetta vera því til fyrirstöðu
að einkaaðilum séu veittar heim-
ildir til afnota eða hagnýtingar
á þessum auðlindum samkvæmt
lögum.“
Þetta leyfðu stjórnmálamenn
sér þá. Skyldi það vera samhljóða
þessu, ákvæðið sem sömu flokk-
ar vilja nú setja í stjórnarskrá?
Orðalagið ber með sér að þar
voru tæpast hugsjónamenn að
setja á blað það sem þjóðinni var
efst í huga heldur læðist að manni
sá grunur að orðalagið hafi verið
sótt eitthvert allt annað.
Sátt þýðir að báðir aðilar gefa
eftir
Í öllum deilum gildir að ef aðil-
ar vilja sátt slá báðir af kröfum
og mætast á miðri leið. Hagfræð-
ingur LÍU fullyrti í grein hér í
blaðinu í síðustu viku að sam-
tök hans vildu raunverulega sátt
um fiskveiðar, sem ég hafði áður
dregið í efa. Svo hægt sé að stað-
reyna raunverulegan vilja LÍÚ til
sáttar um veiðigjald ætti hann að
telja upp þau atriði sem LÍU hefur
verið reiðubúið að gefa eftir, allt
frá því að útvegsmönnum voru
afhent fiskimiðin. Ég bíð spennt-
ur eftir þeirri upptalingu. Það
málamyndaveiðigjald sem lagt
hefur verið á útgerðina var ekki
lagt á að undangenginni umræðu
eða í neinni sátt við þjóðina held-
ur voru það aðeins æfingar innan
eins stjórnmálaflokks. Enda er
það gjald hvergi tekið alvarlega
heldur einfaldlega lækkað þegar
LÍÚ fer fram á ölmusu úr hendi
ríkisins líkt og var á árinu 2009.
Aftur til fortíðar með nýju
Verðlagsráði sjávarútvegsins
Ótrúlegt er að á árinu 2011 skuli
vera til samtök sem telja sig vera
þess umkomin að geta samið fyrir
heila atvinnugrein um sama veiði-
gjald sem henti öllum fyrirtækj-
um innan hennar. Nokkurn veg-
inn þannig var því farið þegar
fiskverð var ákveðið af Verðlags-
ráði sjávarútvegsins. Í kjölfar
flestra ákvarðana Verðlagsráðs-
ins var svo gengi krónunnar fellt
til að bjarga sjávarútvegsfyrir-
tækjunum. Hvernig halda menn
að það verði ef „semja“ á um verð
á aflaheimildum?
Afkoma fyrirtækja ræðst af
aðstöðu þeirra en fyrst og fremst
útsjónarsemi eigendanna. Þekk-
ing á greiðslugetu einstakra fyrir-
tækja er aðeins á færi fyrirtækj-
anna sjálfra og einfaldast að þau
láti hana í ljósi með tilboðum á
frjálsum markaði.
LÍÚ neitaði upphaflega að taka
þátt í því nefndarstarfi sem leiddi
til niðurstöðu um tilboðsleiðina og
einnig svokallaða samningaleið.
Þeir sáu að sér og komu svo að því
starfi og tóku þ.a.l. þátt í að þróa
þessar tvær leiðir.
Einfaldast er að spyrja eigand-
ann, þjóðina sjálfa, hvora leiðina
sem LÍÚ hjálpaði til við að þróa,
þjóðin vill fara. Allt annað væri
óeðlilegt.
Hvernig á
ákvæðið um
þjóðareign
að hljóða?
Auðlindamál
Bolli Héðinsson
hagfræðingur
Gengi krónunnar og leigugjald fyrir kvóta
Sjávarútvegsmál
Þórólfur
Matthíasson
hagfræðiprófessor
Hvernig stuðlum við
að bættri heilsu barnanna okkar?
Um Dave Jack: