Fréttablaðið - 23.02.2011, Side 12
12 23. febrúar 2011 MIÐVIKUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
greinar@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
SKOÐUN
HALLDÓR
F
járhagsleg endurskipulagning sparisjóðakerfisins
stendur nú yfir og á að sjá fyrir endann á henni á næstu
vikum, eins og sagt var frá í úttekt Markaðarins, fylgi-
rits Fréttablaðsins, í síðustu viku. Skattgreiðendur hafa
verið búnir undir að þeir muni þurfa að leggja talsvert
fé, jafnvel á bilinu 12 til 20 milljarða, í Sparisjóð Keflavíkur til
að halda honum gangandi. Staða sparisjóðsins er hins vegar enn
óljós og talsmaður fjármálaráðuneytisins vildi ekkert tjá sig við
Markaðinn um upphæðir fyrr
en hún skýrðist betur.
Eitt er hins vegar ljóst. Það
er ekki hægt að fara fram á
að skattgreiðendur leggi fé í
óbreyttan rekstur, til dæmis á
Sparisjóði Keflavíkur. Sá spari-
sjóður rekur sex útibú á Suður-
nesjum og átta á Vestfjörðum.
Stóru viðskiptabankarnir komast af með eitt útibú á hvoru svæði
og telja ekki rekstrargrundvöll fyrir fleirum. Í þessu kerfi hlýtur
að þurfa að hagræða duglega ef verja á peningum almennings til
að halda því gangandi.
Elín Jónsdóttir, forstjóri Bankasýslu ríkisins, segir í samtali
við Markaðinn að ekki eigi að útiloka neitt við endurskipulagn-
ingu sparisjóðakerfisins. Til greina komi að sameina tvo eða
fleiri sjóði í einn, loka útibúum og selja eignir út úr kerfinu, til
dæmis upplýsingatæknifyrirtækið Teris. Elín segir sparisjóðina
hafa byggt upp dýrt kerfi og það verði að breytast.
Staðreyndin er sú að íslenzkir bankar og sparisjóðir reka allt
of mörg útibú og eru með of margt fólk í vinnu miðað við það sem
gerist í nágrannalöndunum. Í ársskýrslu Bankasýslunnar kemur
fram að þrátt fyrir bankahrun og fækkun starfsfólks í fjármála-
stofnunum er hlutfall bankastarfsmanna á vinnumarkaði áfram
eitthvert það hæsta á Vesturlöndum.
Íbúar á hvert bankaútibú eru hér líka miklu færri en víðast
gerist. Svo virðist sem íslenzkar fjármálastofnanir hafi ekki
náð að nýta til fulls þau tækifæri sem liggja til dæmis í banka-
þjónustu á netinu, þar sem flestir geta nú sinnt öllum algengustu
erindum við bankann sinn í tölvunni heima.
Sparisjóðirnir reka þriðjung allra bankaútibúa á landinu, sem
er langt umfram það sem markaðshlutdeild þeirra segir til um.
Hagræðingartækifærin liggja líka í augum uppi hjá öðrum fjár-
málastofnunum. Landsbankinn, sem nú er ríkisbanki, rekur enn
níu útibú á Austurlandi, svo dæmi sé tekið. Það er alveg áreið-
anlega of dýr rekstur, sérstaklega ef skattgreiðendur vilja fá
eðlilega ávöxtun á það fé sem þeir hafa lagt bankanum til.
Reglan er sú að þegar bankaútibúi er lokað eða það sameinað
nágrannaútibúinu rís mikil mótmælaalda. Það væri miklu nær
að skattgreiðendur fögnuðu duglega í hvert skipti sem hagrætt
er í óhagkvæmu bankakerfi. Sérhver lokun dregur úr líkunum á
því að skattgreiðendur þurfi að leggja meira af sínum peningum
í fjármálakerfið.
Bankakerfið er yfirmannað og útibú of mörg.
Hagrætt í þágu
skattgreiðenda
Yfir 20 ár eru liðin síðan sænska mat-vælastofnunin kynnti nýtt merki, hið
svokallaða Skráargat, sem er merking fram-
leiðenda á hollum matvörum. Í Svíþjóð,
Noregi og Danmörku eru matvörur merktar
með græna skráargatinu til að auðvelda
neytendum að gera greinarmun á hollustu
matvæla. Vörurnar sem mega bera Skráar-
gatið innihalda minna magn af sykri, salti
og fitu eða meira af trefjum en aðrar vörur í
sömu matvælaflokkum.
Hvaða þýðingu getur þetta haft á lýðheils-
una? Rannsóknir Hjartaverndar síðustu 25
ára sýna að mikill ávinningur hefur náðst af
fræðslu almennings um áhættuþætti hjarta-
og æðasjúkdóma. PLoS ONE rannsókn
Hjartaverndar sýndi að dánartíðni Íslend-
inga vegna kransæðasjúkdóms lækkaði um
80% á aldursbilinu 25-74 ára. Þrír fjórðu
hlutar þessarar lækkunar voru vegna lækk-
unar kólesteróls eða blóðþrýstings, minni
reykinga og aukinnar hreyfingar í frítíma.
Fjórðungur þessarar lækkunar skýrðist
af breytingum á meðferð og aðgerðum við
kransæðasjúkdómi. Á sama tíma jókst hins
vegar sykursýki og offita, sem hækkaði
dánartíðni kransæðasjúkdóma.
Vel þekkt er að sykursýki er náinn fylgi-
fiskur offitu. Mikilvægt er að átta sig á
skaðlegum afleiðingum offitu, s.s. sykur-
sýki, hjarta- og æðasjúkdómum og krabba-
meini, þegar verið er að meta kosti og galla
við íhlutun í samfélaginu. Sykursýki er jafn-
framt eitt helsta heilsufarsvandamálið í dag
og krefst mikils af heilbrigðisþjónustunni
og vegur þungt í áhættu hjarta- og æða-
sjúkdóma. Þrátt fyrir ótrúlegan árangur
af baráttunni við hjarta- og æðasjúkdóma
eru þetta enn algengustu dánarorsakir
jafnt hjá konum sem körlum. Eins og rann-
sóknir sýna er offita og sykursýki vaxandi
vandamál þjóðarinnar, ekki síst meðal ungu
kynslóðarinnar. Það er því óneitanlega
áhyggjuefni að okkur takist ekki að viðhalda
þessum góða árangri án frekari aðgerða.
Norðurlandaríkin hafa myndað með sér
samstarf um hollustumerkingu matvæla og
hefur Matvælastofnun Íslands til skoðunar
að fylgja þessu fordæmi hér á landi, en það
hefur jafnframt verið baráttumál Neytenda-
samtakanna og Lýðheilsustöðvar til langs
tíma. Í fréttum hefur komið fram að Siv
Friðleifsdóttir hefur lagt fram þingsálykt-
unartillögu á Alþingi, ásamt þingmönnum
úr öllum flokkum, um að landbúnaðarrá-
herra taki málið upp. Við verðum að stíga
skrefið til fulls og auðvelda neytendum að
velja hollari matvöru til að leggja lið barátt-
unni við offitu og hjarta- og æðasjúkdóma
eins og nágrannaríki okkar hafa þegar gert.
Náum tökum á offitu og sykursýki
Heilbrigðis-
mál
Vilborg Þ.
Sigurðardóttir
sérfræðingur í
hjartasjúkdómum
Bylgja
Valtýsdóttir
verkefnastjóri
Euro Heart f.h.
Hjartaverndar
Fastus ehf. | Síðumúla 16 | 108 Reykjavík | Sími 580 3900 | www.fastus.is
Iðnaðarþvottavélar og þurrkarar
fyrir húsfélög og aðra
stór notendur s.s. hótel
og þvotta hús.
Nei
Þingmaðurinn Vigdís Hauksdóttir er
ötull fyrirspyrjandi. Varla líður sá dagur
að ráðherrar þurfi ekki að svara spurn-
ingum hennar. Það er út af fyrir sig
hið besta mál, þótt spurningarnar séu
misjafnar. Um daginn dembdi hún sjö
spurningum um njósnatölvumálið á
Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur.
Ein var á þessa leið: „Vöknuðu
einhverjar spurningar hjá
forseta þegar í ljós kom að
tölvan var tengd inn á netið 28.
desember 2009, sama dag
og umræður um Icesave
hófust á ný?“ Spurningin
er furðuleg, en svar Ástu
skorinort: „Nei.“
Stilla sig
Allt er á suðupunkti fyrir botni
Miðjarðarhafs. Uppreisn er gerð gegn
hverjum einræðisherranum á fætur
öðrum. Mótmælendur eru skotnir á
götum úti. Ólgan breiðist um araba-
heiminn á ógnarhraða. Margir hafa
orðið til að tjá sig um ástandið. Össur
Skarphéðinsson sakar Líbíumenn um
stríðsglæpi. Flestir eru sammála
um að þarna eigi sér stað í
meira lagi sögulegir atburðir.
Afleiðingarnar eru gríðarlegar.
Til dæmis hefur olíuverð
rokið upp. Og hvað
hefur Magnús
Ásgeirsson,
innkaupa-
stjóri hjá N1, til málanna að leggja?
Jú, spennan er afleit fyrir olíuverðið.
Og: „Það er bara vonandi að mönnum
takist að stilla sig.“
Kóráhrifin
Runólfur Ólafsson, formaður íslenskra
bifreiðaeigenda, hefur að vonum
miklar áhyggjur af hækkandi bensín-
verði. Í samtali við Vísi í gær nefnir
hann meðal annars að kórastarf
á landsbyggðinni sé farið að
líða fyrir verðið. Fólk tími ekki
lengur að keyra á æfingar. Það
er slæmt. En líklega eru nánast
allar aðrar afleiðingar hækk-
andi bensínverðs enn verri.
stigur@frettabladid.is