Fréttablaðið - 23.02.2011, Síða 16

Fréttablaðið - 23.02.2011, Síða 16
23. febrúar 2011 MIÐVIKUDAGUR16 timamot@frettabladid.is Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi Hálfdán Hannesson Árskógum 8, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 24. febrúar kl. 13.00. Inga María Hannesson Helgi Hálfdánarson Gunnar Hálfdánarson Erla Dóris Halldórsdóttir Sigrid Hálfdánardóttir Guðjón Magnússon barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma Nanna Helga Ágústsdóttir lést á Hrafnistu í Hafnarfirði sunnudaginn 6. febrúar. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 24. febrúar kl. 15.00. Þeir sem vilja minnast hennar vinsamlegast látið líknarfélög njóta þess. Fyrir hönd fjölskyldu og ástvina, Margrét Ámundadóttir Guðmundur Gunnar Einarsson Jón Örn Ámundason Erna Hrólfsdóttir ömmu-, langömmu- og langalangömmubörn. Elskulegur sonur minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, Júlíus Fossberg Friðriksson Rauðumýri 10, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þann 4. febrúar. Útförin fór fram í Höfðakapellu þann 15. febrúar í kyrrþey að ósk hins látna. Laufey Árnadóttir Hreiðar Júlíusson Ragnhildur Aðalsteinsdóttir Friðrik Júlíusson Jarþrúður Júlíusdóttir Ægir Sævarsson barnabörn og bræður. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi Guðmundur Ingvi Sigurðsson hæstaréttarlögmaður, lést mánudaginn 21. febrúar 2011 á Hjúkrunar- heimilinu Eir. Jarðarförin verður auglýst síðar. Sigurður Guðmundsson Sigríður Snæbjörnsdóttir Þórður Ingvi Guðmundsson Guðrún Salome Jónsdóttir Þórunn Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir minn og afi okkar, Páll Straumberg Andrésson Palli í Múla, er látinn. Útförin verður gerð frá Reykhólakirkju laugardaginn 26. febrúar kl. 13.00. Jarðsett verður í Akraneskirkjugarði sama dag. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta Dvalarheimilið Barmahlíð á Reykhólum njóta þess. Pálína Straumberg Pálsdóttir Páll Straumberg Guðsteinsson Oddur Andrés Guðsteinsson. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma Ólöf P. Jóhannsdóttir frá Hellissandi, Gautlandi 19 Reykjavík, andaðist á Landspítalanum 17. febrúar. Kveðjuathöfn verður í Fossvogskirkju föstudaginn 25. febrúar kl. 13.00. Útförin fer fram í Ingjaldshólskirkju laugar daginn 26. febrúar kl. 12.00. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. Fyrir hönd aðstandenda, Þorgerður Elín Halldórsdóttir Jóhann Þór Halldórsson Þórlaug Arnsteinsdóttir Hafdís Halldórsdóttir Páll Pálsson Ragnheiður G. Halldórsdóttir Vilhjálmur Gunnarsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, Kristján Ágúst Flygenring verkfræðingur Reykjavíkurvegi 39 (Tungu) Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 25. febrúar klukkan 13.00. Margrét D. Bjarnadóttir Birna G. Flygenring Albert Baldursson Garðar Flygenring Erna Flygenring Pétur Þór Gunnarsson Bjarni Sigurðsson Helga B. Sveinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Bjarni Arason lést að heimili sínu Þórólfsgötu 15, Borgarnesi, sunnudaginn 20. febrúar. Útförin fer fram frá Borgarneskirkju, laugardaginn 26. febrúar klukkan 14.00. Kristín Haraldsdóttir Haraldur Bjarnason Katrín Regína Frímannsdóttir Sigríður Bjarnadóttir Ari Bjarnason Fanný Berit Sveinbjörnsdóttir Bjarni Haraldsson, Kolbrún Stella Karlsdóttir, Kristín Haraldsdóttir, Haraldur Ari Karlsson, Tinna Björk Aradóttir, Karólína Haraldsdóttir, Brynja Aud Aradóttir, Bjarni Arason, Karl Jóhann Örlygsson. Aldarfjórðungur er liðinn frá stofnfundi Landssambands kúabænda (LK), hagsmunagæslufélags nautgripabænda á Íslandi. Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri LK, segir verkefni félagsins hafa tekið breytingum síðustu ár. „Segja má að LK hafi verið stofnað á tímamótum árið 1986, þegar sett var á laggirnar nokkuð umdeilt framleiðslu- stjórnunarkerfi sem þurfti að móta, en síðan þá hefur lands- lagið gjörbreyst,“ segir hann. „Út frá jákvæðu sjónarhorni má segja að tæknibylting hafi átt sér stað hérlendis. Nú er hending að snert sé á heyi með öðru en dráttarvél, og mjalta- þjónar eru orðnir 115 þótt aðeins tólf ár séu síðan sá fyrsti var tekinn í notkun. Framlegðin hefur því aukist þótt mjólk- urframleiðendum hafi fækkað umtalsvert frá árinu 1986,“ bendir hann á og bætir við að greinin sé því tæpast eins vinnuaflsfrek og áður. „Á móti má segja að hún sé talsvert fjárfrekari og á þessu afmælisári verður helsta verkefni LK að glíma við skulda- málin, sérstaklega aðfangahækkanir sem eru gríðarlega miklar og meiri til okkar framleiðslu en almennt verðlag. Við höfum auðvitað þurft að taka okkar skell í hruninu eins og aðrir og allt rekstrarumhverfi er erfiðara eftir mikið uppbyggingar- og endurnýjunarskeið undangengin ár. Því er óhætt að segja að kúabændur hafi á síðustu árum upp- lifað tímana tvenna.“ Þá segir Baldur bændur vera uggandi vegna aðildarvið- ræðna Íslands við Evrópusambandið. „Við sjáum ekki annað en að það hefði víðtækar og alvarlegar afleiðingar að opna landið fyrir óheftum innflutningi á mjólkurvörum, að inn- lend framleiðsla drægist saman um 30 til 50 prósent í kjöl- farið. Eðli málsins samkvæmt eru kúabændur því andvígir aðild að sambandinu en þetta er þó ekki mál sem er í sér- stökum forgangi hjá okkur í ár enda er langt þar til það fer að skýrast betur.“ Aðspurður segir Baldur fleira vera á döfinni hjá LK; næst sé aðalfundur á Akureyri í mars. „Þar ætlum við að leggja drög að stefnumörkun greinarinnar til næstu tíu ára. Hing- að til hefur sú vinna að miklu leyti snúist um að gera grein- ina samkeppnishæfari, burtséð frá ESB, því enda þótt engin raunveruleg vandamál séu við framleiðsluna og neysla á mjólkurvörum sé töluverð er tilkostnaðurinn mikill og hann þurfum við að lækka.“ Baldur segir enga afmælisveislu áætlaða í ár. „Ekki er annað fyrirhugað en árshátíð í Sjallanum á Akureyri í mars,“ segir hann og bætir við að kúabændur muni þó minna á sig með ýmsum hætti á árinu og séu þrátt fyrir allt bjartsýnir. „Við verðum að vera það þrátt fyrir tímabundna erfiðleika. Matvælaverð er í eina átt, upp á við, þannig að mikilvægi greinarinnar er til lengri tíma litið síst minna en er og hefur verið.“ roald@frettabladid.is LANDSSAMBAND KÚABÆNDA: 25 ÁRA Margt breyst til hins betra UMSKIPTI Baldur Benjamínsson hjá LK segir ýmislegt hafa breyst til batnaðar í landbúnaði á síðustu árum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, Bergur Sigurpálsson Tjarnarmýri 41, lést á Hrafnistu í Reykjavík laugardaginn 19. febrúar. Bjarni Reynir Bergsson Sigurpáll Bergsson Hjördís Harðardóttir Bergur Bergsson Sigrún Ólafsdóttir og barnabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, Hallur Jónasson bifreiðarstjóri, Lindarbrekku, Varmahlíð, Skagafirði, lést á heimili sínu sunnudaginn 20. febrúar s.l. Jarðarförin verður auglýst síðar. Aðalbjörg Anna Jónsdóttir Steinunn Helga Hallsdóttir Gunnar Randver Ágústsson Jónas J. Hallsson Inga Hanna Dagbjartsdóttir Hafdís Hallsdóttir Bjarni Ingvarsson Jónína Hallsdóttir Einar Einarsson og afabörn

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.