Fréttablaðið - 23.02.2011, Side 2

Fréttablaðið - 23.02.2011, Side 2
23. febrúar 2011 MIÐVIKUDAGUR2 Eiríkur, eruð þið í skýjunum yfir þessu? „Já. Það mætti segja að við séum í sjöunda himni, enda hálfgerðir skýjaglópar.“ Eiríkur Sveinn Hrafnsson stýrir íslenska tæknifyrirtækinu GreenQloud, sem býður upp á hýsingu í svokölluðu „tölvuskýi“ og hefur fengið fjölda viðurkenninga fyrir starf sitt að undanförnu. Deilt um fiskimið undan Afríkuströndum SPURNING DAGSINS OPINN FUNDUR UM BSRB stendur fyrir opnum fundi um neysluviðmið ríkisstjórnarinnar, fimmtudaginn 24. febrúar kl. 16:30 í BSRB-húsinu Grettisgötu 89. Gestur fundarins er Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra Fundarstjóri: Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB NEYSLU VIÐMIÐ www.bsrb.is DÓMSMÁL Lögreglustjórinn á Suð- urnesjum hefur ákært tvær konur í Garði fyrir að hreinsa allt innan úr íbúð, sem var veðsett Landsbankan- um fyrir ríflega 30 milljónir króna, áður en þær misstu hana. Þá var par í Sandgerði ákært fyrir sömu sakir. Hús þess var veðsett Glitni fyrir 22 milljónir. Konurnar eru ákærðar fyrir ski- lasvik með því að hafa á tímabilinu til 5. nóvember árið 2008 fjarlægt úr húsi sínu í Garði allar innihurð- ir ásamt körmum, baðinnréttingu og tæki, eldhúsinnréttingu og tæki, baðinnréttingu inni af svefnherbergi og rafmagnstengla, án heimildar veðhafa, Landsbanka Íslands, nú NBI banka hf. Taldi bankinn verðmæti búnað- arins nema 5,3 milljónum og vill fá þær greiddar. Eignin var seld á nauðungarsölu 5. nóvember 2008 og var bankinn kaupandi hennar. Parið er ákært fyrir að hafa fjar- lægt ofn úr stofu, sjö ofnkrana, bað- innréttingu með blöndunartækjum, eldhúsinnréttingu, 150 fermetra hellulögn af lóð hússins, sólpall og heitan pott. Íslandsbanki, sem keypti eignina á nauðungarsölu, vill frá ríf- lega 3,5 milljónir fyrir búnaðinn. - jss Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákærir tvær konur og par: Strípuðu íbúðir fyrir uppboð NBI HF. Gerir kröfu um 5,3 milljóna króna greiðslu frá konunum. SJÁVARÚTVEGUR Íslensk útgerðar- fyrirtæki hafa um árabil stundað fiskveiðar á umdeildu hafsvæði út frá ströndum Vestur-Sahara. Evr- ópusambandið (ESB) hefur löngum haft veiðiheimildir á svæðinu í krafti samnings við Marokkó, sem hefur stjórnað Vestur-Sahara frá árinu 1975 í óþökk flestra lands- manna og ýmissa ríkja og alþjóða- stofnana. Samningur ESB og Marokkó, sem útilokar ekki að veitt sé á landgrunni Vestur-Sahara, renn- ur út í lok mán- aðar, en sjávar- útvegsráðherrar ESB samþykktu á fundi á mánu- dag að ganga til samninga við Marokkó á ný. Þar var ekki minnst á stöð- una í Vestur- Sahara. Ekki var þó einhugur meðal aðildarríkja því að Svíþjóð, Dan- mörk og Bretland kusu gegn því að ganga til samninga við Marokkó, og Þýskaland og Finnland sátu hjá. Um er að ræða hagsmunamál fyrir ESB þar sem ellefu aðildar- ríki stunda veiðar innan svæðis Marokkó, þar með talið á hafsvæði Vestur-Sahara. Í gegnum árin hafa íslensk útgerðarfyrirtæki haslað sér völl á hafsvæðinu út frá vestur- strönd Afríku og sum þeirra á hafsvæðinu umdeilda. Þeirra á meðal er Sæblóm, sem var með mikil umsvif í borginni Laayoune, en er nú gjaldþrota. Einn af fyrrum forsvarsmönnum Sæblóms, sem ekki vildi láta Íslenskar útgerðir á umdeildu hafsvæði Íslensk útgerðarfyrirtæki hafa um árabil stundað veiðar út frá Vestur-Sahara, sem berst fyrir sjálfstæði. Evrópusambandið fær kvóta frá Marokkó. Skiptar skoðanir innan sambandsins. Samherji útilokar ekki að halda áfram veiðum. ÞORSTEINN MÁR BALDVINSSON VIÐ HÖFNINA Hafnarverkamenn við löndun afla í borginni Laayoune í Vestur-Sahara. Deilur hafa staðið um veiðar út frá ströndum landsins, sem lýtur stjórn Marokkó. Íslenskar útgerðir eru meðal þeirra sem hafa stundað veiðar á svæðinu. FERÐAMÁL „Í stað þess að keyra um í sól og 30 stiga hita í Túnis eru ferðamennirnir hér í snjó og þriggja stiga hita,“ sagði Jón Bald- ur Þorbjörnsson, framkvæmda- stjóri fyrirtækisins ISAK, stadd- ur á Kaldadal í gær. Hann var þar fararstjóri í ellefu bíla flota og bíl- stjórarnir voru allir þýskir ferða- menn. Jón Baldur leigir út sérút- búna Land-Rover Defender og aðrir ellefu bílar frá honum fóru um Kjöl í gær og að Langjökli, með hluta af sama hópi. „Þetta er stærsti hópur sem til landsins hefur komið til að aka á breyttum jeppum, um 70 manns,“ sagði Jón Baldur. „Þeir höfðu áformað Túnisferð þegar þar brast á með óeirðum svo þeir ventu sínu kvæði í kross og komu til Íslands.“ Að sögn Jóns Baldurs er mesti snjórinn á Kaldadal á veginum því hann er niðurgrafinn. „Þetta er búið að vera skemmtilegt at. Menn voru að festast og draga hver annan og reyndar búnir að affelga eitt dekk. Svo hafa þeir þurft að hleypa lofti úr niður í sex pund. Þetta eru allt dekkjasölu- menn og þarna opnaðist þeim ný vídd í dekkjabransanum.“ - gun Ferðatilhögun þýskra ferðamanna breyttist vegna óeirða í N-Afríku: Ætluðu til Túnis en enduðu á Íslandi ÞÝSKT JEPPAFÓLK Ætluðu til Túnis og enduðu á Kaldadal. MYND/MANFRED HESSEL MAROKKÓ ALSÍR MÁRITANÍA SPÁNN PORTÚGAL VESTUR- SAHARA nafns síns getið, sagði í samtali við Fréttablaðið að hann hafi vitað af deilum, en hafi sjálfur ekki orðið var við þær á sínum tíma. Þá voru skip frá Samherja á umræddu svæði við veiðar á makríl, hestamakríl og sardínu. Heildarafli síðasta árs var 60.000 tonn, en Samherjaskip hafa hins vegar ekki verið þar síðustu mán- uði, að sögn forstjórans Þorsteins Más Baldvinssonar. Í samtali við Fréttablaðið segir Þorsteinn Már að þó að málið sé pólitískt umdeilt séu fjölmargir að veiðum á svæðinu. Skip Samherja hafi verið þrjú talsins fram á síð- asta ár og bæði veitt úr kvóta ESB og samkvæmt samningi við stjórn- völd í Marokkó. Spurður hvort þeir hygðu á frek- ari veiðar á svæðinu í framtíðinni sagði Þorsteinn að málið væri í skoðun. Hann sagði deilurnar ekki munu hafa áhrif á framtíðarstefnu Sam- herja á svæðinu. „Nei. Við erum ekki að blanda okkur í innanríkismál.“ thorgils@frettabladid.is N O R D IC PH O TO S/ A FP SJÁVARÚTVEGUR Aflaverðmæti íslenskra skipa jókst um 15,3 prósent milli áranna 2009 og 2010, samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar. Aflaverðmæti fyrstu ellefu mánuði ársins 2010 nam tæpum 123 milljörðum króna, samanbor- ið við tæpa 107 milljarða á sama tímabili árið 2009. „Verðmæti afla sem seldur er í beinni sölu útgerða til vinnslu innanlands nam rúmum 49,9 milljörðum króna og jókst um 24,8 prósent frá árinu 2009. Afla- verðmæti sjófrystingar voru rúmir 45,4 milljarðar, sem er 20,7 prósenta aukning milli ára,“ segir á vef Hagstofunnar. - óká Verðmæti afla 123 milljarðar: Aflaverðmæti jókst milli ára LÍBÍA Amnesty International kall- aði í gær eftir tafarlausri rannsókn öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og Arababandalagsins vegna dráps á hundruðum mótmælenda í Líbíu. Í tilkynningu hvöttu samtökin til þess að Muammar Gaddafí og stjórn hans verði sótt til saka fyrir Alþjóðaglæpadómstólnum í Haag, vegna glæpa sinna. Aðalritari alþjóðadeildar Amnesty segir jafnframt að Gad- dafí sé tilbúinn til að drepa eins marga og honum sýnist til að halda völdum. „Alþjóðasamfélagið verð- ur að grípa skjótt til aðgerða til að binda enda á þetta ástand.“ - þj Amnesty um Líbíu: Vilja rannsókn á ódæðunum SAMGÖNGUR Íslenska flugfélagið Atlanta flýgur með hergögn fyrir bandaríska herinn til Afganist- ans. Í fréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að Flugmálastjórn Íslands veitti Atlanta sérstaka heimild til hergagnaflutninga um síðustu mánaðamót. Sú heimild var gefin út í samráði við innan- ríkisráðuneytið. Með hergögnum er átt við búnað, varahluti, skrifstofugögn, lyf og þess háttar, en Stöð 2 hefur óstaðfestar heimildir fyrir því að Atlanta hafi einnig flutt vopn. Hergagnaflugið er á vegum bandaríska vöruflutninga- miðlarans National Air Cargo. - þj Flutningar til Afganistans: Atlanta flýgur með hergögn HERGAGNAFLUTNINGAR Flugfélagið Atl- anta hefur flutt hergögn til Afganistans. Aflaverðmæti jan.-nóv.* Afli 2009 2010 Breyting Botnfiskur 74,9 86,7 15,8% Flatfisksafli 9,2 8,6 -6,6% Uppsjávarafli 20,7 25,1 21,6% Skel- og krabbadýr 1,9 2,5 32,5% Annar afli 0,04 0,11 208,7% Alls 106,6 123,0 15,3% *Upphæðir í milljörðum króna. Heimild: Hagstofa Íslands BESSASTAÐIR Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mun hitta Benedikt páfa sextánda á einkafundi í Róm í næstu viku. Þar mun forseti færa páfa að gjöf styttu af Guðríði Þorbjarnar- dóttur. Styttan er verk Ásmunds Sveinssonar, en Guðríður var kona Þorfinns karlsefnis og ferð- aðist á sínum tíma frá Íslandi til Grænlands og Vínlands og einnig víða um Evrópu. Að Þorfinni látnum hélt Guðríður til Rómar þar sem hún hitti páfa og skýrði honum frá ferðum sínum. - þj Forseti á faraldsfæti: Færir páfanum styttu að gjöf Þyrla sótti veikan sjómann Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti í gærkvöldi veikan skipverja í línubát sem staddur var 20 mílur suðvestur af Malarrifi. Hann kvartaði undan kviðverkjum og var fluttur á slysadeild eftir að í land var komið. LANDHELGISGÆSLAN Greiða 307 þúsund í áskrift Innanríkisráðuneytið og stofnanir þess greiða 307 þúsund krónur í hverjum mánuði fyrir netáskrift að 86 dagblöðum og 13 dagblöðum. Þá greiðir ráðuneytið og stofnanir þess 33 þúsund krónur í hverjum mánuði fyrir áskrift að 24 héraðsblöðum. Þetta kom fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Marðar Árnasonar, þingmanns Samfylkingar í gær. STJÓRNSÝSLA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.