Fréttablaðið - 23.02.2011, Side 10

Fréttablaðið - 23.02.2011, Side 10
23. febrúar 2011 MIÐVIKUDAGUR hentar öllum sem leita að bættri heilsu í liðum en kjósa náttúrulegar lausnir fram yfir lyf m.a. vegna mögulegra aukaverkana þeirra. „Ég hef alltaf verið mikið í íþróttum og stundað fjallgöngur undanfarin ár. Um mitt síðasta sumar fór ég að finna fyrir miklum verkjum í hnjám og gat ekki stundað göngur eða íþróttir eftir það. Eftir nokkra mánuði þegar ég hafði náð litlum bata var mér bent á að prófa Regenovex vörurnar. Eftir einungis u.þ.b. mánaðar notkun fór ég strax að finna mun á mér og gat farið að stunda hlaup og fjallgöngur á ný. Ég mæli með að allir þeir sem finna fyrir eymslum í hnjám eða öðrum liðum prófi Regenovex, það er vel þess virði ef maður getur byrjað að hreyfa sig á ný.“ Einar Már Aðalsteinsson, 44 ára Skíðajakki úr exodus-efni með 5.000 mm vatnsheldni og góðri öndun. Dömustærðir. Snjóbrettajakki úr efni sem andar vel og hrindir frá snjó og léttu regni. Herrastærðir. UMHVERFISMÁL Hvorki verktakar né eigendur gamalla bygginga hafa nokkru sinni leitað eftir því að kannað sé hvort PCB-efni, sem flokkast sem krabbameinsvald- andi, leynist í húsum vegna niður- rifs eða viðhalds. Engin rannsókn hefur heldur verið gerð á því hvort, og þá í hversu miklu magni, PCB leynist í gömlum byggingum. Þeir sem taka mengunarhættuna alvar- lega hafa engar upplýsingar um hvert á að leita. Stefán Gíslason, umhverfis- stjórnunarfræðingur hjá UMÍS ehf. Environice, hefur vakið athygli á því að fyrst ekki hefur verið sýnt fram á að efnin finnist ekki í skað- legu magni sé ástæða til að óttast að svo sé. Rannsókn Stefáns árið 2004 á PCB-mengun sýndi að tugi tonna af eiturefnunum er að öllum líkind- um að finna í byggingum sem reist- ar voru hér á árabilinu 1956 til 1980. Það hafa sérfræðingar Umhverfis- ráðuneytisins staðfest, og telja enga ástæðu til að halda að minna sé af efnunum en í nágrannalöndunum. Kristín Ólafsdóttir, deildarstjóri eiturefnadeildar hjá Rannsókna- stofu í lyfja- og eiturefnafræði Háskóla Íslands, segir að stofan gæti annast rannsókn á PCB-efn- um í byggingum og úrgangi vegna niðurrifs eða viðhalds. Hins vegar hafi aldrei verið farið fram á slíkt. „Það værum við sem myndum gera slík próf ef það væri einhver eftir- spurn eftir því.“ Kristín segir að klárlega sé PCB að finna í göml- um byggingum hér á landi en ekki liggi fyrir rannsóknir á því í hversu miklu magni. Stefán Gísla- son telur hins vegar að návist við efnin hafi mikla heilsufarsáhættu í för með sér og það sé ástæðan fyrir því byggingaverkamenn sem vinna við viðhald og niðurrif séu taldir í sérstakri hættu. Félagsbústaðir, hlutafélag í eigu Reykjavíkurborgar sem á og rekur félagslegar leiguíbúð- ir, hafa um árabil haft þá vinnu- reglu að umgangast gamlar bygg- ingar í þeirra eigu með það í huga að af þeim stafi mengunarhætta, þar á meðal vegna PCB. Þórarinn Magnússon, forstöðumaður fram- kvæmdadeildar Félagsbústaða, segir að prufur hafi verið teknar til að kanna efnainnihald við viðhald bygginga Félagsbústaða. Þær séu hins vegar enn í geymslu. „Við gáf- umst upp á að láta rannsaka þetta hérna heima og gefum okkur það að þetta sé mengað.“ svavar@frettabladid.is Aldrei verið sóst eftir mælingum á mengun Rannsóknastofan sem getur kannað magn PCB eiturefna í gömlum húsum hefur aldrei fengið beiðni um að slíkt sé kannað. Þeir sem taka mengunar- hættuna alvarlega halda að greina þurfi sýnin utan landsteinana. NIÐURRIF Um 800 íbúðir í eigu Félagsbústaða voru reistar á þeim tíma sem PCB var notað í byggingarefni. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI STEFÁN GÍSLASON

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.