Fréttablaðið - 23.02.2011, Side 31

Fréttablaðið - 23.02.2011, Side 31
MIÐVIKUDAGUR 23. febrúar 2011 Staða 1. konsertmeistara Staða 1. konsertmeistara Sinfóníuhljómsveitar Íslands er hér með auglýst laus til umsóknar frá og með starfsárinu 2011-2012. Hæfnispróf fara fram 30. maí 2011. Umsóknarfrestur er til 30. apríl 2011. einleiksverk: 1. Mozart fiðlukonsert (1. kafli með kadensu) í G-dúr, D-dúr eða A-dúr. 2. Tveir kaflar í einni af partítum eða sónötum J.S. Bachs fyrir einleiksfiðlu. 3. Rómantískur fiðlukonsert (1. kafli með kadensu). Hljómsveitarpartar verða aðgengilegir þátttakendum að minnsta kosti tveimur vikum fyrir prófdag. Stöðu 1. konsertmeistara Sinfóníuhljómsveitar Íslands gegna tveir fiðluleikarar í fullu starfi og er önnur staðan hér með auglýst. Nánari upplýsingar er að finna á vefsvæði Sinfóníu- hljómsveitar Íslands www.sinfonia.is og hjá starfsmanna- stjóra (kristin@sinfonia.is) í síma 897 2515. Sinfóníuhljómsveit Íslands » www.sinfonia.is » Sími 545 2500 Leiklist ★★★ Svikarinn Tjarnarbíó Höfundar: Árni Pétur Guðjónsson og Rúnar Guðbrandsson. Leikari: Árni Pétur Guðjónsson. Leikstjóri: Rúnar Guðbrandsson. Á laugardagskvöldið var frum- sýning hjá tilraunaleikhúsinu Lab Loka í nýuppgerða gamla leikhús- inu í Tjarnarbíói. Árni Pétur Guð- jónsson og Rúnar Guðbrandsson stofnuðu leikhúsið 1992 en höfðu áður starfað saman í áraraðir. Enn og aftur leiða þeir saman hesta sína nú og úr verður magn- að og margbreytilegt listaverk. Þvílíkt þrek og þvílíkur kraft- ur. Við erum öll að eldast en það er eins og Árni Pétur sé hættur við. Í eina og hálfa klukkustund vinnur hann andlegt og líkam- legt þrekvirki inn og út úr mörg- um röddum og hlutverkum sem stundum skarast og eru stundum langt hvert frá öðru. Hann leikur stundum tvö hlut- verk í einu, eins og þegar aðstoð- armaðurinn er að hjálpa príma- donnunni í kjólinn, og hann talar undir og inni í honum með tveim- ur röddum. Að takast á við sín eigin takmörk, muninn á þeim sem svíkur og þeim sem svikinn er, kynórum og hatursást er uppi- staðan í atburðarásinni sem hann ferðast í gegnum í sýningunni. Leikrit Jean Genet um Vinnu- konurnar þrjár hefur í annarri mynd verið flutt hér áður, reynd- ar tvisvar. Þann hluta textans í verkinu hér þýddu þær Vig- dís Finnbogadóttir og Melkorka Tekla Ólafsdóttir og styðjast þeir félagar við þá þýðingu. Þýðingar úr öðrum verkum Genets og allur annar texti er kominn frá þeim Árna Pétri og Rúnari. Þrekið og krafturinn, úthaldið og textamassinn, í samblandi við tónlistina og frábæra hljóðmynd sem Garðar Borgþórsson hann- aði, gerir það að verkum að það er fastur rythmi sem drífur atburða- rásina áfram þó svo að um miklar endurtekningar sé að ræða. Hér ráðast þeir félagar í hið fræga leikverk Jean Genet um Vinnu- konurnar þrjár sem máta flottu kjóla húsfreyjunnar og lifa lífi hennar þegar hún er ekki heima og svo deyja þær hver af annarri. Í hlutverkaleikum og sviðsetn- ingum drepa þær frúna og mæta svo örlögum sínum. Lágstéttar- fólk sem starfar við að þjónusta hyskið vill hefna sín á yfirstétt og valdníðingum, á meðan fer lista- maðurinn inn og út úr textanum með skírskotun í það sem stend- ur innan sviga á blaðinu og það er skemmtilegt. Texti Genet lifði ekki eigin lífi heldur voru skírskotanir beint inn í íslenskan veruleika þar sem Árni Pétur gefur sjálfur af sínu lífi og tekur beint samband við áhorfendur. Fór hann á kostum þegar hann sté inn í svigann eins og hann sagði og kynnti okkur meðal annars fyrir Siggu gömlu sem þreif hjá mömmu hans og bjó í Bjarnaborginni. Leikmynd Filippíu Elísdóttur var heillandi með beinu kjólaröð- inni eftir endilöngu baksviðinu sem gaf vel til kynna hvers konar dívu var hér um að ræða. Spegl- arnir þrír endurskapa ekki aðeins systurnar þrjár heldur stóðu einn- ig eins og gluggar inn í aðra ver- öld og óþægilega afhjúpandi um einsemd og óhamingju. Það sem einkenndi sýninguna var taktur sem á stundum fór nær yfir í púls góðra rokktónleika. Þeir hafa ekk- ert slegið af félagarnir í að leita fanga hjá gömlu meisturum leik- tækninnnar og leikstjóra eins og þeir sjálfir segja í leikskránni, þar sem upp eru taldir áhrifavald- ar sem eru nánast öll leiklistar- sagan á öldinni sem leið og enn lengra aftur í tímann. Það er greinilegt að blóð, sviti, tár og vandvirkni liggja á bak við þessa sýningu. Elísabet Brekkan Niðurstaða: Það gneistar af Árna Pétri Guðjónssyni í þessari kraftmiklu en endurtekningarsömu sýningu. Kraftmikil píslarganga góðs og ills

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.