Fréttablaðið - 23.02.2011, Side 34

Fréttablaðið - 23.02.2011, Side 34
23. febrúar 2011 MIÐVIKUDAGUR26 sport@frettabladid.is INGÓLFUR SIGURÐSSON er búinn að semja til eins árs við KR og mun spila með liðinu í Pepsi-deild karla næsta sumar. Ingólfur var leystur undan samningi við hollenska félagið Heerenveen á dögunum og var í kjölfarið orðaður við æskufélag sitt Val. Hann fer hins vegar aftur í Vesturbæinn þaðan sem hann kom upphaflega árið 2008 þegar hann var á yngra árinu í 3. flokki. FÓTBOLTI Stjórn, þjálfari og leik- menn Víkings héldu fund síðasta laugardag til þess að hreinsa loft- ið. Ástæðan var sú að listi með áliti þjálfara félagsins, Leifi Garðars- syni, á leikmönnum hafði verið sendur á leikmenn fyrir slysni. Það var stjórnarmaður Víkings sem sendi listann á leikmenn en listinn var á excel-formi og stjórn- armaðurinn kíkti ekki á hvað væri að finna í hverri örk (e. sheet) í excel-skjalinu. Það hefði hann betur gert. Allir leikmenn liðsins vita eftir þessi mistök hvar þeir standa gagnvart þjálfaranum. Hvað þeir þurfa að laga, hvort þeir eigi möguleika á að spila eða hvort Leifur sé einfaldlega að hugsa um að lána viðkomandi frá félaginu í sumar. Á listanum kemur einn- ig fram að Leifur telur sig hafa fimm A-menn sem hann kallar lykilmenn. Fréttablaðið hefur þennan lista undir höndum og reyndi að bera málið undir Leif. Hann vildi ekk- ert tjá sig um málið en það gerði aftur á móti Björn Einarsson, formaður knattspyrnudeildar. „Svona listi er til í öllum félögum og hjá öllum þjálfurum. Það urðu aftur á móti ákveðin mistök í tölvupóstsendingum hjá okkar manni. Það er einn lítill flipi niðri á skjalinu með þessu stöðu- mati en það átti eingöngu að senda nafnalista,“ segir Björn við Frétta- blaðið en hann segir stjórnina hafa brugðist hratt við í málinu. „Við tókum strax á málinu og höfum lokað þessu af okkar hálfu. Stjórnin hefur beðið leikmenn og þjálfara félagsins afsökunar á þessum mistökum. Þessu máli er því lokið af allra hálfu og menn farnir að horfa fram á veginn,“ segir Björn en samkvæmt heim- ildum Fréttablaðsins skiptust menn hraustlega á skoðunum á krísufundinum. „Við lögðum fundinn upp þannig að hann væri opinn og heiðarlegur svo það yrði hægt að loka málinu. Eftir öll orðaskiptin ákváðu menn að snúa bökum saman og eru fók- useraðir á verkefnin sem eru fram undan.“ Björn segir að enginn leikmaður hafi hótað að fara vegna máls- ins en samkvæmt áreiðanlegum heimildum Fréttablaðsins er staða Leifs í búningsklefanum ekkert sérstaklega sterk. Björn segir það ekki vera rétt. „Við teljum að staða allra sé góð eftir að búið er að gera málið upp. Þjálfarinn nýtur fyllsta trausts stjórnar og leikmanna,“ segir Björn en er uppákoman ekki neyð- arleg? „Þetta eru vissulega neyðar- leg mistök en menn verða að vera sterkir og vinna úr málunum af ábyrgð.“ henry@frettabladid.is Leynilisti Leifs þjálfara lak út Stjórnarmaður Víkings gerði þau skelfilegu mistök að senda leikmannalista Leifs Garðarssonar þjálfara á alla leikmenn liðsins. Á þessum leynilista Leifs eru leikmenn liðsins flokkaðir frá A og niður í D. Einnig eru umsagnir um flesta leikmenn liðsins á listanum og stöðu þeirra. Leikmenn áttu aldrei að sjá listann. LYKILMAÐUR Björgólfur Takefusa er einn fimm lykilmanna Víkings að mati þjálfarans. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Leynilisti Leifs þjálfara Meðal þess sem kemur fram á listanum er staða leikmanna liðsins. Leikmenn eru flokkaðir frá A-manni, sem er lykilmaður, niður í D-mann. Mark Rutgers, lykilmaður A Baldur I. Aðalsteinsson, lykilmaður A Björgólfur Takefusa, lykilmaður A Kristinn Magnússon, lykilmaður A Helgi Sigurðsson, lykilmaður A Magnús Þormar BA Vantar leikreynslu í efstu deild, gæti orðið lykilmaður. Pétur Georg Markan B Vantar leikskilning en ógnarhraði, kemur sér í markfæri. Aðrir B-leikmenn: Hörður Bjarnason, Egill Atlason, Halldór Smári Sigurðsson, Marteinn Briem, Milos Milojevic, Sigurður Egill Lárusson, Hjalti Már Hauksson, Tómas Guðmundsson. C-leikmenn: Kjartan Diego, Walter Hjaltested, Skúli Sigurðsson, Aron Þrándarson, Davíð Atlason, Svavar Cesar Hjaltested, Garðar Ingi Leifsson, Gunnar Helgi Steindórsson, Sverrir Þór Garðarsson. Leifur reiknar síðan ekki með þeim Daníel Hjaltasyni og Þorvaldi Sveini Sveinssyni. Þorvaldur er meiddur en Daníel gat lítið æft vegna vinnu er listinn var gerður í síðasta mánuði. Þeir eru því merktir D. VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 SPORT INNIHELDUR 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000 Í KVÖLD KL. 19:30 MARSEILLE – MAN. UTD. 16 LIÐA ÚRSLIT Í MEISTARADEILDINNI FÓTBOLTI Tottenham óð í færum á Bloomfield Road í gærkvöldi en það voru heimamenn í Blackpo- ol sem skoruðu mörkin og unnu óvæntan 3-1 sigur í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni. DJ Campbell fékk víti sem Charlie Adam skoraði úr á 18. mínútu og Campbell kom Blackpool síðan í 2-0 á lokamín- útu fyrri hálfleiks. Brett Orm- erod skoraði síðan þriðja markið á 80. mínútu og innsiglaði fyrsti sigur liðsins síðan 12. janúar. Rússinn Roman Pavlyuchenko náði að minnka muninn fyrir Tottenham. - óój Enska úrvalsdeildin í gær: Óvæntur sigur hjá Blackpool DJ CAMPBELL Ian Evatt faðmar hér DJ Campbell eftir þess síðarnefnda. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KÖRFUBOLTI Fjölnir vann í gær- kvöldi gríðarlega mikilvægan sigur í baráttunni fyrir lífi sínu í Iceland Express-deild kvenna þegar liðið vann 68-57 sigur á Snæfelli í Grafarvogi. Fjölniskonan Natasha Harris skoraði 17 af 31 stigi sínu í loka- leikhlutanum sem Fjölnir vann 24-18 og tryggði hún öðrum fremur sínu liði sigur í gær. - óój Fjölnir vann Snæfell í gær: Harris með 17 stig í fjórða NATASHA HARRIS FÓTBOLTI Chelsea er nánast komið með annan fótinn í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir 2-0 sigur á danska liðinu FC Kaup- mannahöfn á Parken í gærkvöldi. Koma Fernando Torres til Chel- sea hefur greinilega haft mjög góð áhrif á Frakkann Nicolas Anelka sem skoraði bæði mörk liðsins. Það er meiri spenna í viðureign Lyon og Real Madrid eftir að Frakkarn- ir tryggðu sér 1-1 jafntefli í gær með því að skora sjö mínútum fyrir leikslok. Chelsea byrjaði af miklum krafti í Kaupmannahöfn og var nokkrum sinnum búið að skapa mikla hættu þegar Nicolas Anelka kom liðinu í 1-0 á 17. mínútu. Anelka komst þá inn í slæma sendingu frá Jesper Grönkjær og skoraði af öryggi. Nicolas Anelka kom Chelsea síðan í 2-0 á 54. mínútu efir að hafa fengið flotta sendingu frá Frank Lamp- ard. Danirnir gáfust ekki upp og reyndu að minnka muninn í lokin en það tókst ekki og Chelsea-menn fögnuðu góðum sigri. Súperskipting José Mourinho, þjálfara Real Madrid, virtist vera að létta Lyon-álögunum af Real Madrid í Lyon í gær en Frakk- arnir náðu að tryggja sér 1-1 jafn tefli átta mínútum fyrir leikslok. Eftir markalausan og rólegan fyrri hálfleik hóf Real Madrid þann seinni á mikilli stórskota- hríð. Real skoraði þó ekki fyrr en Mourinho skipti Karim Benzema inn á fyrir Emmanuel Adebayor. Benzema var ekki búinn að vera inni á vellinum nema í eina mínútu þegar hann kom Real Madrid í 1-0 á 65. mínútu en hann var þarna að skora á móti sínum gömlu félögum. Claude Puel, þjálfari Lyon, gerði í kjölfarið þrjár skiptingar á liði sínu og það virtist hafa góð áhrif því Bafetimbi Gomis jafn- aði leikinn á 83. mínútu og þann- ig urðu lokatölur. Real Madrid er í ágætum málum með jafntefli og mark á útivelli en það má búast við spennandi seinni leik á Santiago Bernabeu. - óój Chelsea er í góðum málum í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir 2-0 sigur á FCK í gærkvöldi: Nicolas Anelka skoraði tvö mörk á Parken KÖRFUBOLTI Grindvíkingar ráku bandaríska bakvörðinn Kevin Sims í gær og Nick Bradford staðfesti það á Twitter-síðu sinni í gærkvöldi að hann væri búinn að semja við Grindavík. Bradford hefur leikið með öllum Suðurnesjaliðunum á síð- ustu tveimur tímabilum en hann spilaði bæði fyrir Njarðvík og Keflavík á síðustu leiktíð. Brad- ford var í miklum ham í Grinda- víkurbúningnum veturinn 2008- 2009 þegar Grindavík var einu skoti frá því að vinna Íslands- meistaratitilinn. - óój Nýr Kani til Grindavíkur: Bradford mætir NICOLAS ANELKA Fagnar hér öðru marka sinna í sigrinum á danska liðinu FCK í gærkvöldi. N O R D IC PH O TO TS /A FP

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.