Fréttablaðið - 23.02.2011, Side 14

Fréttablaðið - 23.02.2011, Side 14
14 23. febrúar 2011 MIÐVIKUDAGUR Hópur fjórtán vistfræðinga mundar stílvopnið í grein í Fréttablaðinu þann 20. janúar síðastliðinn, undir yfirskriftinni „Ágengar framandi lífverur eru umhverfisvandamál“. Helstu rök sem fjórtánmenningarnir færa fyrir nauðsyn á altæku banni, með sértækum eftir á undanþágum, við innflutningi og dreifingu fram- andi lífvera er annars vegar þeirra eigin túlkun á því hvað felst í aðild Íslands að alþjóðasamningum og hins vegar að þeir sjálfir og að heita má allt „vistfræðasamfélagið“ sé sammála þeirri túlkun. Fyrir hvor- ugri skoðun eru færð viðunandi rök í greininni og heldur ekki í frum- varpstillögunum um breytingar á völdum kafla náttúruverndarlag- anna. Hitt þarf hin íslenska þjóð að fá að vita, að í hinum alþjóð- lega fræða- og vísinda- heimi er mjög að aukast gagnrýni á „innrásarlíf- fræðinga“ meðal vist- fræðinga, fyrir skort á gagnrýni, raunprófunum og öðrum viðurkennd- um vísindalegum vinnu- brögðum. Verulegar efa- semdir eru komnar fram um vísindalegar for- sendur þeirra staðhæf- inga sem hafðar eru uppi og það óljósa orðfæri um þá „gríðarlegu ógn sem líffjölbreytni stafar af framandi ágengum teg- undum“. Sérstaklega á það við um hlut plantna sem orsök tegundaút- rýmingar eða minnk- andi líffjölbreytni þótt tilflutningur þekktra afránsdýra sé varhuga- verður. Hvergi í íslenskum rannsóknum hefur heldur komið fram að innflutn- ingur og dreifing á fram- andi lífverum hafi valdið tjóni á líffræðilegri fjöl- breytni hérlendis nema helst sú að minkur hefur breytt varphegðun fugla og hugsanlega haft önnur staðbund- in áhrif. Engri plöntutegund hefur verið útrýmt af innfluttum plöntu- tegundum svo vitað sé og fjölbreytni gróðurríkisins hefur sannanlega aukist þegar talið er í tegundum og fjölbreytileika vistkerfa. Við sjáum merki þess hvar sem við förum um landið okkar. Margar eftirsóknar- verðar fuglategundir hafa fundið sér búsvæði og fjöldi nytsamra skordýra einnig. Það kann að vera að menn greini á um útbreiðslu einstakra tegunda á einstökum svæðum – en tjón á eiginlegri líffjölbreytni hefur ekki verið sýnt fram á. Því teljum við óþarfa að setja um slíkt íþyngj- andi lög sem leggjast sem lamandi hönd yfir samfélagið en ná samt ekki tilgangi sínum. Vilji fjórtán- menningarnir sannfæra fólk um að fjárhagslegur, heilsufarslegur eða umhverfislegur skaði af einhverj- um tilteknum tegundum sé meiri en ágóðinn, þá hafa þeir öll tæki- færi til þess. Þeir geta t.d. farið að stunda rannsóknir á áhrifum fram- andi tegunda hér á landi og þá haft þær af þeim gæðum sem duga til að fá þær birtar í ritrýndum tímaritum. Á slíkar vísindalegar niðurstöður yrði hlustað. Skógargeirinn hefur verið tilbúinn að stuðla að slíkum rannsóknum, m.a. með verkefninu Skógvist sem unnið var af samvisku- semi fyrir nokkrum árum og sýndi fram á að líffjölbreytni (tegundafjöl- breytni) minnkaði ekki þegar skógar erlendra trjátegunda voru ræktaðir á mólendi og líffjölbreytnin í þeim skógum var síst minni en í skóg- lendum innlendra tegunda. Enda er talið að skógar heims hýsi um 80% lífbreytileika á landi. Samkvæmt sáttmálanum um líf- fræðilega fjölbreytni skipta vernd og sjálfbær nýting líffræðilegrar fjölbreytni miklu máli í tengslum við að mæta fæðu-, heilsufars-, og öðrum þörfum sífellt fleira fólks í heiminum og í þeim tilgangi er mik- ilvægt að hafa aðgang að og deila bæði erfðaauðlindum og tækni. Samkvæmt þessu eru nytjaplöntur sameiginleg arfleifð alls mannkyns. Innflutningur nytjaplantna er, hefur verið og mun áfram verða til aukinn- ar hagsældar fyrir íbúa þessa heims og ein helsta leiðin til að fullnægja sívaxandi þörfum íbúa jarðarinnar fyrir endurnýjanlegar auðlindir í heimi vaxandi fólksfjölda. Þetta er inntakið í Rio-samningnum en ógn af völdum framandi lífvera er auka- atriði. Gagnrýnin hugsun er einnig ein af for- sendum framfara og hornsteinn góðs fræðasamfélags. Trú- arkennd og villandi samsuða loðinna og þokukenndra hugtaka sem sett er fram af „fræðasamfélagi“, að því er virðist í þeim eina tilgangi að valda ruglingi, hafa pólitísk áhrif og láta tilganginn helga meðalið, er ekki líkleg til að auka hróð- ur þess samfélags né bæta orðræðuna í sam- félaginu almennt. Við gerum kröfu á hendur þessum félögum okkar í heimi raunvísinda um vísindalega grundaða umræðu og vandaðri vinnubrögð. Vísinda- leg niðurstaða verður ekki sönnuð með nein- um meirihluta. Til þess að viðunandi sátt náist um niðurstöðu er öllu meira gagn af vönduð- um rannsóknum ásamt opinni og hreinskipt- inni umræðu meðal fræðimanna og sem víðast í samfélaginu. Dr. Aðalsteinn Sigurgeirsson, skóg- og erfðafræðingur, formað- ur Skógfræðingafélags Íslands; dr. Þröstur Eysteinsson, sviðstjóri þjóð- skóganna, Skógrækt ríkisins, (SR); dr. Vilhjálmur Lúðvíksson, formað- ur Garðyrkjufélags Íslands (GÍ); dr. Alexander Robertson, skógfræð- ingur, prófessor emeritus; Barbara Stanzeit, líffræðingur, fræmeistari GÍ; Björn B. Jónsson, skógfræðing- ur; framkvæmdastjóri Landssam- taka skógareigenda (LSE); Brynj- ólfur Jónsson, skógfræðingur; framkvæmdastjóri Skógræktarfé- lags Íslands (SÍ); dr. Dóra Lúðvíks- dóttir, læknir; Edda Björnsdóttir, formaður LSE; Einar Gunnarsson, skógfræðingur, SÍ; Guðríður Helga- dóttir, garðyrkjufræðingur, varafor- maður GÍ; Jón Loftsson, skógfræð- ingur, skógræktarstjóri, SR; Magnús Gunnarsson, viðskiptafræðing- ur, formaður SÍ; Ragnhildur Frey- steinsdóttir, umhverfisfræðingur, SÍ; Sigríður Hjartar, lyfja- og sagn- fræðingur, fv. formaður GÍ; Valborg Einarsdóttir, garðyrkjufræðingur, framkvæmdastjóri, GÍ; dr. Ragnar Árnason, prófessor við Hagfræði- deild HÍ. SEND IÐ OKK UR LÍNU Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að senda línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Tekið er á móti efni á netfanginu greinar@frettabladid.is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. Hvergi í ís- lenskum rannsóknum hefur heldur komið fram að innflutningur og dreifing á framandi lífverum hafi valdið tjóni á líffræðilegri fjölbreytni hérlendis nema helst sú að minkur hefur breytt varp- hegðun fugla Hvaða framandi lífverur eru umhverfisvandamál á Íslandi? Seinni hluti Náttúruvernd Sautján manna hópur skógfræðinga og annarra fræðimanna skrifar um skógrækt og náttúruverndarlög Akureyringur tekur eftir því hve margir Akureyringar hafa náð langt á sviði íþrótta, stjórnmála, mennta og lista. Sem Íslendingur ertu eflaust stolt- ur af því hversu margir Íslend- ingar eru að gera góða hluti úti í hinum stóra heimi. Akureyring- ur tekur eftir öðrum Akureyr- ingum en gleymir jafnharðan öllum tengslum Egilsstaðabúa eða Ísfirðinga við sína heimabyggð. Og hvað geturðu nefnt marga Nýsjálendinga sem hafa skarað fram úr á sínu sviði, bara ein- hverju sviði? Ef þeir eru nokkrir má áreiðanlega telja þá á fingrum annarrar handar. Þetta þýðir auðvitað ekki að Akureyringar séu líklegri en Ísfirðingar til að skapa sér sess eða skara fram úr, hvað þá að Íslendingar séu Nýsjálending- um miklu fremri á alþjóðavísu. Þarna er um að ræða svokallaða staðfestingarvillu. Flestir eru stoltir af sínum uppruna, taka eftir því þegar „þeirra menn“ ná langt en annað nær sjaldnar eyrum þeirra og fellur jafnharðan í gleymskunnar dá. En þessi villa getur líka verk- að á hinn bóginn. Ef þú ert sann- færður um fáfræði sveitamanna, flottræfilshátt borgarbúa eða feiknatekjur sjómanna er lík- lega enginn hörgull á dæmum sem þú getur talið upp og eftir því sem árunum fjölgar festast þessar hugmyndir í huga þér með enn fleiri dæmum. Fordóm- ar eiga þannig til að styrkjast og eflast í hugum manna vegna staðfestingarvillunnar. Menn segja að fordómar byggi oftast á fáfræði. Þú þyrftir ekki að dvelja lengi í sveit eða borg eða þekkja marga sjómenn til að sjá hversu fáránlegar svona alhæf- ingar eru, í raun nægir eflaust að hugsa málið aðeins og tína til dæmi sem ganga þvert á fordóma þína. Gildir það sama kannski um hugmyndir þínar um múslíma og íslam? Um það bil einn til einn og hálf- ur milljarður manna telst mús- límar og þá er að finna í flest- um löndum heims. Alhæfingar um svo mikinn og ólíkan fjölda manna eru auðvitað ákaflega hæpnar. Langflestir Íslendingar teljast kristnir en svo er ákaflega misjafnt hversu trúaðir þeir eru og hugmyndir þeirra um Guð eru líka mismunandi. Það sama á við um múslíma í íslam. Líkt og aðrir eru múslímar stoltir af menningu sinni og trú, það er sammannlegt, hver sem menningin eða trúin er. Hver og einn þekkir ótal dæmi um það besta í sinni menningu og trú, lítur oft framhjá því slæma en hefur tilhneigingu til að tor- tryggja það sem er framandi, jafnvel óttast það og fordæma ef hann heldur að sinni menningu eða trú stafi ógn af menningu og trú „hinna“. Múslímar þekkja söguna um Múhameð spámann, hvað hann var hjartahreinn og mik- ill umbótasinni. Þeir vita að með íslam gjörbreyttist trúarlíf og menning til hins betra. Kristnir þekkja söguna um Jesú og kristni á sama hátt. Múslímar eru stolt- ir af hraðri útbreiðslu íslam á 7. öld til 10. aldar og blómaskeið- inu í listum og fræðum frá 10. öld til 16. aldar. Vissir þú að einmitt þegar Evrópa var að koðna niður á myrkum miðöldum voru það múslímar, allt frá Spáni, þvert yfir N-Afríku og Arabíu til Ind- lands, sem héldu á lofti arfi grísku heimspekinganna? Þá þyrsti í þekkingu og þeir söfnuðu saman og gerðu afrit af öllum þeim bókum sem þeir komu höndum yfir, greiddu fyrir þær með þyngd þeirra í gulli. Þeir bættu líka við heimspeki Grikkjanna, stærð- fræði Indverja, gerðu merkar uppgötvanir í stjörnufræði, full- komnuðu áveitukerfi og hreinlæti, lýstu upp borgir sínar og byggðu bæði hallir og moskur sem við getum ekki annað en dáðst að enn í dag. Án múslíma hefði upplýs- ingin og endurreisnin sennilega aldrei orðið í Evrópu. Ef að líkum lætur er þessi saga þér framandi því henni er ekki haldið á lofti hér. Þú tengir mús- líma eflaust við hryðjuverk og afturhald enda er fréttaflutning- ur af múslímum því miður svo til allur á þeim nótum. Með Menningarsetri múslíma á Íslandi viljum við reyna að leið- rétta þessa mynd, auka gagn- kvæma þekkingu og skilning múslíma og annarra á menningu og trú. Múslímar eiga sína svörtu sauði, rétt eins og kristnir menn, en við viljum horfa á það jákvæða og vinna að því sem byggir upp og sameinar um leið og við fordæm- um það neikvæða, sem rífur niður og sundrar. Múslímar og fordómar Fordómar Karim Askari talsmaður Menningarseturs múslíma Starfsgreinaráð samgöngu-, farartækja- og flutningsgreina á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis boðar til upplýsingafundar um stöðu menntunar í flutningagreinum. Fundurinn verður haldinn föstudaginn 25. febrúar 2011, kl 08.30 – 11.00 í Húsi atvinnulífsins Borgartúni 35, í fundarsal á 6. hæð. Meginmarkmið þessa fundar er að vekja áhuga á námi í flutningagreininni innan formlega skólakerfisins hér á landi. Framsögumenn munu kynna hvernig staðan er í dag og varpa ljósi á mikilvægi þessarar faggreinar til framtíðar á Íslandi. Dagskrá: 08.30 – 08.40 Morgunkaffi 08.40 – 08.50 Setning Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar- og þjónustu 08.50 – 09.10 „Frá Brasilíu til Búðardals“ Auður Þórhallsdóttir fulltrúi SA í starfsgreinaráði samgöngu-, farartækja- og flutningsgreina 09.10.– 09.30 Hvað þarf til að verða forstjóri flutningafyrirtækis? Emil B. Karlsson forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar 09.30 – 09.50 Hvaða möguleikar eru í stöðunni? Jón B. Stefánsson skólameistari Tækniskólans 09.50 – 10.10 Diplómanám í flutningafræðum við Opna háskólann í HR Kristján M. Ólafsson hagverkfræðingur, rekstrarráðgjafi hjá Netspor og stundakennari við HR 10.10 – 10.30 Ísland í lykilhlutverki í samgönguneti framtíðar Húni Heiðar Hallsson lögfræðingur og heimskautaréttarfræðingur 10.30 – 11.00 Umræður Fundarstjóri er Ólafur Finnbogason fulltrúi SA í starfsgreinaráði samgöngu-, farartækja- og flutningsgreina Fundurinn er opinn og þátttakendum að kostnaðarlausu. Kaffi og meðlæti. Skráning er á edda@idan.is eða lisbet@svth.is fyrir 24. febrúar n.k. Upplýsingafundur um stöðu menntunar í flutningagreinum 25. febrúar 2011 Staða og framtíð náms í flutninga- greinum

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.