Fréttablaðið - 23.02.2011, Side 20
23. FEBRÚAR 2011 MIÐVIKUDAGUR2 ● fjármál
● HVERT SKAL LEITA?
Fólk í greiðsluerfiðleikum getur fengið aðstoð og upplýsingar á
nokkrum stöðum:
● Umboðsmaður skuldara veitir fólki sem á í greiðsluerfiðleikum endur-
gjaldslausa ráðgjöf, sem felst í að aðstoða fólk við að fá yfirsýn yfir fjár-
hagsstöðuna eins og hún er í dag og leita leiða til úrbóta. www.ums.is
● Íbúðalánasjóður býður upp á nokkur úrræði vegna greiðsluerfið-
leika. Helstu leiðir eru samningar, skuldbreyting,
frestun á greiðslum og lenging lánstíma.
● Meðlagsgreiðandi getur leitað úrræða hjá Inn-
heimtustofnun sveitarfélaga vegna vanskila.
www.medlag.is
● Bankar og aðrar lánastofnanir og fjármála-
fyrirtæki veita ráðgjöf um leiðir til að leysa úr
greiðsluerfiðleikum.
● Hægt er að sækja um réttaraðstoð til nauða-
samninganefndar til að standa straum af
kostnaði við að koma á nauðasamningi.
Heimild: Ísland.is
● LÆKKAÐU SÍMREIKNINGINN Vefsíðan
reiknivel.is aðstoðar fólk við að finna hvaða
þjónustuleiðir fjarskiptafyrirtækjanna henta
því. Við útreikningana er notað uppgefið
verð í verðskrám fyrirtækjanna en ekki er
tekið tillit til pakkatilboða eða vinaafsláttar.
● HVAR SKAL KAUPA BENSÍNIÐ?
Vefsíðan www.gsmbensin.is er verðkönn-
unarþjónusta fyrir bensín- og olíuverð. Upp-
lýsingum um verð olíufélaganna er aflað reglulega
og birtar þær tíu stöðvar sem hafa lægsta verðið
hverju sinni. Einnig er hægt að leita eftir landsvæðum.
Mörgum þykir það
vandasamari list en áður
að láta launin duga út
mánuðinn. Því hefur sjaldnar
verið nauðsynlegra að sýna
útsjónarsemi. Þar getur
margt smátt í sparnaði gert
kraftaverk.
● Að versla alltaf í lágvöruverðs-
verslun er ekki ávísun á lágan mat-
arreikning, sérstaklega ekki sé sú
aðferð notuð að hlaupa í gegnum
búðina og grípa með sér það sem
maður heldur að maður þurfi. Vilji
fólk virkilega spara þarf að fara sér
hægt í gegnum búðina, bera saman
verðið á þeim þremur ananasteg-
undum sem eru í boði, skoða hvaða
ávaxtasafi er á besta tilboðinu og
sértilboðin sem eru breytileg milli
vikna. Því lengri tíma sem þú eyðir
í búðinni, þeim mun líklegra er að
þú þefir uppi hvernig þú getur gert
bestu kaupin.
● Annað gott ráð sem er engin
geimvísindi fyrir marga um þess-
ar mundir enda hafa margir tekið
upp á því á þrengri tímum, er að
gera matseðil fyrir vikuna. Þá er
lagt upp með að versla einu sinni
í viku inn til heimilisins og farið
eftir því sem á að vera í matinn.
Gott er að miða matseðilinn við
hvaða tilboð eru hverju sinni í
matvöruverslunum.
● Til eru sérstakar sparnaðarráðs-
síður á internetinu. Á Facebook
er til að mynda íslensk sparnað-
arráðssíða sem heitir einfaldlega
Sparnaðarráð. Flettu henni upp
næst þegar þú skráir þig inn á
Facebook. Eitt nýjasta ráðið á síð-
unni er að setja sjampó í dæluglas
sem skammtar lítið; þar með notar
maður minna af sjampóinu í
hvert skipti.
● Kynntu þér annarra
manna sparnaðarráð, svo
sem á Barnalandi, er.is.
Farðu í leitargluggann
á síðunni og skrifaðu
„sparnaðarráð“. Smá
sýnishorn: „Ef þú ferð með
háar upphæðir í mjólkurvör-
ur, svo sem jógúrt og osta, er hægt
að minnka útgjöldin til dæmis með
því að kaupa súrmjólk og setja út
í hana ávaxtagrauta eins og jarð-
arberja eða hindberjagraut sem
gefa gott ávaxtabragð og er einnig
til sykurskert. Mögru brauðostarn-
ir eru ódýrari en þeir feitu.“
● Það er ótrúlegt hvað má spara
mikið á einni viku, með mjög ein-
földu ráði: Ekki kaupa neitt. Ekki
kaupa kertin sem þér finnst þig
nauðsynlega vanta, ekki láta klippa
á þér hárið (sítt hár er hvort eð er
í tísku) og ekki fá þér nýja potta-
leppa þótt hinir séu sjúskaðir; not-
aðu bara tvö viskustykki í staðinn.
Það er ótrúlegt hvað má spara á
einum mánuði með því að ímynda
sér að maður hafi einfaldlega enga
aðra búð en matvöruverslunina til
að versla í.
Nokkur sparnaðarráð
Það margborgar sig að gefa sér nægan tíma í matvöruversluninni til að bera saman verð og kjör.
Margs konar sparnaðarsíður er að finna
á internetinu, meðal annars á Facebook.
● ORKUSPARNAÐUR Meðalheimili á Íslandi eyðir árlega í kring-
um 300 til 600 þúsund krónum í orkukaup. Með auðveldum hætti má
draga verulega úr þessum kostnaði með því að spara orku í formi hita,
rafmagns og olíu. Á vef Orkuseturs eru gefin góð ráð varðandi orku-
sparnað sem vert er að kynna sér. orkusetur.is
HÉR ERU TÍU GÓÐ RÁÐ:
● Lækkið innihita niður í 20°C
● Slökkvið alveg á raftækjum, ekki skilja þau eftir í biðstöðu
● Hafið glugga lokaða nema við gagngera loftun
● Gangið eða hjólið styttri vegalengdir
● Fyllið ávallt þvottavél og uppþvottavél
● Hafið lok á pottum og pönnum og þekið alla
helluna
● Setjið gluggatjöld fyrir glugga að næturlagi
● Vistakstur með mjúkum akstri og réttum loft-
þrýstingi í dekkjum
● Ekki byrgja ofna með húsgögnum eða gluggatjöld-
um
● Farið í sturtu frekar en bað
Kynntu þér lán og aðra
þjónustu Íbúðalánasjóðs
Borgartúni 21 | 105 Reykjavík | Sími : 569 6900, 800 6969
www.ils.is
Lán til íbúðakaupa
Lán til endurbóta og viðbygginga
Aukalán vegna sérþarfa (skert starfsorka)
Úrræði í greiðsluvanda