Fréttablaðið - 23.02.2011, Side 19
MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 2011
● FÁÐU BETRI YFIRSÝN
YFIR FJÁRMÁLIN Þegar
kemur að fjármálunum er nauð-
synlegt að vera með skipulag-
ið á hreinu. Þá er gott að vera
með heimabanka sem sér um
fjármálin með þér. Ef það hent-
ar þér til dæmis betur að greiða
ávallt sömu mánaðarlegu fjár-
hæðina í útgjöld gæti net-
greiðsluþjónusta verið rétta
lausnin, en með henni má til að
mynda dreifa stórum útgjalda-
liðum eins og tryggingum
yfir allt árið. Þú getur stjórnað
greiðsluþjónustunni sjálfur í
heimabankanum án kostnaðar
eða látið okkur sjá um þetta, allt
eftir því hvað hentar þér best.
Í heimabankanum finnur þú
einnig sjálfvirkt heimilisbókhald
sem flokkar útgjöldin. Þannig
sérðu hvar þú getur helst spar-
að. Þá býður heimabankinn þér
upp á að setja þér sparnaðar-
markmið til framtíðar.
● FÆRÐU BESTU ÞJÓN
USTUNA? Með því að vera
með öll viðskipti á sama stað
færðu betri yfirsýn yfir fjármál-
in og aukinn ávinning sem felst
til að mynda í betri fríðindum.
Viðskiptavinir Byrs hafa í aukn-
um mæli skráð sig í Vildarþjón-
ustu Byrs enda hefur þjónustan
tekið miklum breytingum. Lögð
er áhersla á að þessi hópur við-
skiptavina okkar fái það besta
sem er í boði, bæði hjá Byr og
samstarfsaðilum. Allir sem eru
með launareikning, heimabanka
og kreditkort hjá Byr eiga kost
á að nýta sér þjónustuna en ár-
gjöld kreditkortanna eru niður-
greidd ef ákveðinni veltu er náð.
Meðal annarra fríðinda eru frí
debetkort og frábær tilboð hjá
samstarfsaðilum, sem eru Arg-
entína steikhús, Atlantsolía, Bláa
lónið, Caruso, Greifinn, Hreyfing,
Pro golf, Sambíó, Sinfóníuhljóm-
sveit Norðurlands og Þjóðleik-
húsið. Njóttu þess besta og
skráðu þig í Vildarþjónustu Byrs.
Þegar heimili standa frammi fyrir skuldavanda
eiga þau oft erfitt með að taka fyrsta skrefið í
að leita sér aðstoðar. Í slíkum tilfellum finnst
mér nauðsynlegt að þau leiti strax til síns við-
skiptabanka og kanni hvaða leiðir séu færar.
Við munum þá fara yfir málin með þeim, greina
þarfir þeirra og finna með þeim bestu lausn-
ina. Þau úrræði sem eru í boði eru þó nokkur
og getur verið erfitt fyrir fólk að skilja þau og
meta hvaða lausn henti best.
HVAÐA ÚRRÆÐI ERU Í BOÐI?
Í stuttu máli snýst þetta um að laga greiðslu-
byrði að greiðslugetu viðkomandi. Það leiðir til
þess að viðskiptavinurinn nær endum saman og
ræður við mánaðarlegar greiðslur sínar. Við hjá
Byr leggjum mikla áherslu á að hraða úrlausn-
um vegna greiðsluvanda sem mest og hefur því
verið sett saman sérstakt teymi innan Byrs
sem einungis vinnur í þessum málum.
ERLEND HÚSNÆÐISLÁN
Þeir viðskiptavinir okkar sem eru með erlend
húsnæðislán eiga von á þeim endurútreiknuð-
um í heimabankanum á næstu dögum en lánin
voru endurútreiknuð í kjölfar lagasetningar
frá Alþingi númer 151/2010. Miðað hefur verið
við lægstu óverðtryggðu vexti Seðlabanka Ís-
lands eins og ákvæðið í frumvarpinu gerir ráð
fyrir.
Komdu í heimsókn. Það er ýmislegt sem ég
og mitt samstarfsfólk getum gert fyrir þig en
fyrst og fremst viljum við fá þig í heimsókn. Við
munum taka vel á móti þér. Ýlfa Proppé Einarsdóttir
Hvað getum við gert fyrir þig?
Ýlfa Proppé Einarsdóttir, útibússtjóri Byrs í Hraunbæ.
Þegar kemur að skuldavanda
fyrirtækja eru ýmis úrræði í
boði hjá Byr.
Starfsemi fyrirtækja er mjög
mismunandi og úrvinnsla skulda-
vanda þeirra því misjöfn. Við
mælum ávallt með að viðskipta-
vinir okkar komi og ræði beint
við sinn tengilið hjá Byr, sem fer
með honum yfir málin og hvaða
úrræði henti honum best. Í fram-
haldi vinna báðir aðilar svo í sam-
einingu að lausninni sem vonandi
kemur fyrirtækinu á beinu braut-
ina að nýju.
ÚRRÆÐI FYRIR LÍTIL OG MEÐALSTÓR
FYRIRTÆKI
Lítil og meðalstór fyrirtæki sem
skulda minna en 1.000 m.kr. eiga
þess nú kost, að nokkrum skilyrð-
um uppfylltum, að nýta sér úr-
ræðið „Beina brautin“. Úrræðið
felur í sér að laga heildarskuld-
ir fyrirtækisins að endurmetnu
eigna- eða rekstrarvirði þess. Þær
skuldir sem eftir standa eru strax
felldar niður. Um er að ræða sam-
komulag sem byggir á sameig-
inlegum reglum fjármálafyrir-
tækja og er því ákveðins jafnræðis
gætt við úrvinnslu þessara mála.
Samvinna er hér lykilorð en allir
verða að leggja sitt af mörkum til
að niðurstaðan verði sem farsæl-
ust fyrir alla. Byr stefnir á að öll
fyrirtæki sem falla undir þessa
lausn verði komin með tillögu um
hvernig skuldavandi þeirra verður
leystur fyrir 1. júní næstkomandi.
FASTAR GREIÐSLUR ERLENDRA LÁNA
Úrlausnir vegna erlendra lána
hafa eðlilega verið mikið í um-
ræðunni. Forsendur fyrirtækja
fyrir því að fjármagna sig í er-
lendri mynt eru mjög mismun-
andi og Byr hefur því skoðað
hvert mál fyrir sig. Í því óvissu-
ástandi sem íslensk króna hefur
verið er mikilvægast að gera
fyrirtækjum kleift að greiða
miðað við getu, frekar en að
leggja áherslu á að færa þau í ís-
lenska mynt. Þau fyrirtæki sem
tekið hafa erlend lán hafa um þó
nokkurt skeið átt þess kost að
greiða fastar greiðslur af erlend-
um lánum sem miðaðar eru við
greiðslubyrði þessara lána eins og
hún var 2. maí 2008. Þetta stendur
öllum fyrirtækjum áfram til boða
þar til niðurstöður hafa fengist í
þessum málum og krónan hefur
leitað jafnvægis af sjálfsdáðum.
Við hvetjum alla viðskiptavini
okkar til að leita til viðskiptastjóra
eða ráðgjafa um þær leiðir sem í
boði eru og hvernig við getum
aðstoðað. Einar Birkir Einarsson
Á beinu brautina að nýju
Einar Birkir Einarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Byrs.
FJÁRMÁL HEIMILANNA
Hafðu samband við okkur hjá Byr – saman finnum við réttu lausnina.
Hver er rétta lausnin fyrir þig?
Lausnir fyrir heimilin Lausnir fyrir fyrirtæki
BYR | Sími 575 4000 | www.byr.is
110% leiðin
5.000 kr.
fastar greiðslur
erlendra lána
Greiðslujöfnun
Vanskil lögð
við höfuðstól
Sértæk skuldaaðlögun
Lenging lánstíma
Frysting vaxta og/eða
afborgunarhluta
Beina brautin
Greiðslubyrði erlendra lána
aðlöguð að greiðslugetu
Skilmálabreyting
KYNNING