Fréttablaðið - 23.02.2011, Síða 6

Fréttablaðið - 23.02.2011, Síða 6
23. febrúar 2011 MIÐVIKUDAGUR6 VITA er lífið Alicante VITA | Skútuvogi 13a | Sími 570 4444 | VITA.is Kynntu þér ferðamöguleikana og skráðu þig í netklúbbinn á VITA.is Flugsæti Verð frá 63.900 kr. Innifalið: Flug fram og til baka og flugvallarskattar. Vikulegt flug frá 14. apríl til 6. okt. 2011. ÍS L E N S K A /S IA .I S V IT 5 34 51 0 2/ 11 NÝJA-SJÁLAND Björgunarsveitir og hermenn leituðu enn að fólki í húsarústum í borginni Christ- church á Nýja-Sjálandi í gær- kvöldi eftir að jarðskjálfti sem mældist 6,3 á Richter reið yfir um miðnætti að íslenskum tíma á mánudagskvöld. Í gærkvöldi höfðu 38 fundist látnir í rústum borgarinnar. Um tvöfalt fleiri eru taldir af og ekki útilokað að fjöldi látinna kunni að vera hærri. „Við erum í bílnum með vatn og brauð, erum að leita að bensínstöð til að fara til mömmu og pabba. En margar götur eru lokaðar og eiginlega engar bensínstöðvar opnar,“ segir tónlistarkonan Hera Hjartardóttir. Hún býr ásamt manni sínum Hirti Arasyni nálægt miðborg Christchurch. Hún segir aðstæður skelfilegar; vatn, sandur og leir hafi gosið upp úr sprungum í garðinum við hús þeirra hjóna. Húsið stendur en er rammskakkt og sprungur í veggjum. Það sama á við um borgina alla, sem Hera segir í rúst. Hún segir einn vin sinn hafa verið að snæða hádegisverð á veit- ingastað í borginni þegar húsið hafi hrunið niður á viðskipta- vini. Hera og Hjörtur hafa heyrt í mörgum vina sinna en eiga eftir að heyra í nokkrum. Fjölskylda Heru er heil á húfi. Upptök jarðskjálftans voru um tíu kílómetrum utan borgar- innar, sem er sú næststærsta á Nýja Sjálandi, á fjögurra kíló- metra dýpi . Einungis eru fimm mánuðir liðnir síðan öfl- ugur skjálfti reið síðast yfir í nágrenni Christchurch, en um 500 hús í borginni eyðilögðust í sept- ember á síðasta ári. Sá skjálfti var öflugri, um 7,1 á Richter, en upp- tök hans voru fjær borginni og á mun meira dýpi en sá sem reið yfir aðfaranótt mánudags. Tugir Íslendinga búa í Christchurch, þar á meðal þrír læknar. Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðu- neytisins, segir ráðuneytið ekki vita til þess að nokkur Íslending- ur hafi meiðst í skjálftanum. Fólk hafi verið duglegt að láta vita af sér, hvort sem það hafi verið beint frá Nýja-Sjálandi eða gegn- um fjölskyldur þess hér á landi. Íbúum í Christchurch hefur verið sagt að halda sig heima við næstu þrjá sólarhringana. Margir geta það þó ekki vegna skemmda á húsum og hafa nokk- ur þúsund manns leitað skjóls í neyðarskýlum. sunna@frettabladid.is jonab@frettabladid.is Óttast að um 100 manns hafi látist Enn hækkar tala látinna í borginni Christchurch á Nýja-Sjálandi eftir öflugan jarðskjálfta aðfaranótt mánudags. Um 65 manns eru taldir af og margir enn fastir í rústum. Tugir Íslendinga búa í borginni. Skjálftinn á Nýja-Sjálandi Jarðskjálftinn á Suðurey Nýja-Sjálands kostaði að minnsta kosti 65 manns lífið. Þetta er annar stóri skjálftinn á þessum slóðum á innan við hálfu ári. 47 mm 41 mm 38 mm 37 mm Þriðjudagur: 6,3 stiga skjálfti varð kl. 12.51 að staðartíma. Margir eftirskjálftar fylgdu. Jarðsprungur Meðal- hreyfing á ári INDÓ-ÁSTRALÍUFLEKINN KYRRAHAFSFLEKINN 200 km TASMANÍUHAF Su ðu r-A lpa sp ru ng an Suðureyjan Norðureyjan KYRRAHAF Nýja-Sjáland liggur ofan á flekamótum Kermadec-djúpállinn Christchurch Wellington Puysegur- djúpsjávarrennan Hikurangi- djúpállinn Á Suðureyjunni mætast flekarnir í sniðgengissprungu þar sem flekarnir hreyfast nærri lárétt í gagnstæðar áttir © GRAPHIC NEWS HEIMILD: GNS Science LÖGGÆSLA Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra kveðst leggja þunga áherslu á að íslensk yfir- völd taki þátt í alþjóðlegu sam- starfi til að uppræta glæpastarf- semi sem snýst um miðlun og vörslu á kynferðislegu ofbeldis- myndefni af börnum. Fréttablaðið greindi frá því að tveir karlmenn hefðu nýlega verið teknir hér á landi með myndefni af þessu tagi eftir ábendingar frá Interpol og Europol. „Þetta eru einhverjir svívirði- legustu glæpir sem hægt er hugsa sér,“ segir Ögmundur, sem kveðst hafa hlýtt á fyrirlestur Michaels Moran, yfir- manns hjá Interpol, um slík ofbeldisverk gegn börnum, þegar Moran var staddur hér á landi á dögunum. „Hann beindi því til fólks að nota ekki orðið barnaklám vegna þess að athæf- ið fæli í sér glæpsamlegt atferli og ofbeldi gagnvart nauðugum börnum sem bæri að taka mjög fast á. Slík tilvik hafa komið upp hér á landi. Síðan getur það líka gerst í þessum heimi tölvu og niðurhals að ágengt efni þröngvi sér niður í tölvur ein- staklinga þegar þeir eru að niðurhala annað efni. Þar með missir viðkom- andi mannorð sitt, þótt hann hafi ekki haft ásetning um að gera það sem hann síðan er sakaður um. Í þessum málum sem öllum öðrum ber okkur því að fara fram af varúð og gæta þess að allar rannsóknir séu sem traustastar. Ella er hætta á að sá sem að ósekju er sakaður um að tengjast slíku efni hafni saklaus á galdrabrennubáli. Slíkt má ekki gerast.“ Ögmundur segir að refsing verði að hafa fælingarmátt. Koma verði í veg fyrir þessi svívirðilegu brot, grípa til ráð- stöfunar til varnar börnum og koma brotamönnum í meðferð og eftirlit sem dugi í því skyni. - jss Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra leggur áherslu á alþjóðlegt samstarf gegn barnaníðingum: Brotamenn í meðferð og eftirlit sem dugir ÖGMUNDUR JÓNASSON DÓMKIRKJAN SKEMMD Christchurch á Nýja-Sjálandi er í rústum eftir stóran skjálfta á mánudag. Hægra megin á myndinni má sjá bíl undir brotum af vegg dómkirkjunnar í borginni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Telur þú eðlilegt að hækka út- svar í Reykjavík til að bregðast við niðurskurði í skólakerfinu? Já 41,2% Nei 58,8% SPURNING DAGSINS Í DAG Ætlar þú að taka þátt í þjóðar- atkvæðagreiðslu um Icesave? Segðu skoðun þína á visir.is NEYTENDUR Ný neytendasamtök, Samtök lífrænna neytenda, hafa nú litið dagsins ljós. Tilgangur þeirra er að stuðla að aukinni framleiðslu og neyslu lífrænna vara á Íslandi með hagsmuni neytenda, búfénaðar, bænda og umhverfisins að leiðarljósi. „Lífrænar aðferðir byggjast á því að framleiða hágæða afurðir þar sem verndun lífríkis, vel- ferð búfjár og heilsufar neytenda eru höfð að leiðarljósi,“ segir á Facebook-síðu samtakanna, sem styðja einnig kaup beint frá býli, Fair Trade og Slow Food- hreyfinguna. Stofnfundur Sam- taka lífrænna neytenda verður í Norræna húsinu 7. mars. - sv Samtök lífrænna neytenda: Ný neytenda- samtök stofnuð LÍFRÆNT RÆKTAÐ Samtök lífrænna neytenda styðja kaup beint frá býli, Slow Food og Fair Trade. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LÖGREGLUMÁL Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákært mann á þrítugsaldri fyrir mörg brot, þar á meðal líkamsárás, sem hann er talinn hafa staðið að ásamt öðrum manni. Mönnunum er gefið að sök að hafa ráðist í sameiningu á mann aðfaranótt 1. febrúar 2009 á skemmtistaðnum Yellow, Hafnar- götu 28, Reykjanesbæ. Þeir hafi ýmist kýlt eða sparkað í manninn og stórslasað hann. Meðal annars hlaut hann skurði á höfði og hálsi. - jss Tveir um þrítugt ákærðir: Réðust á mann og stórslösuðu HERA HJARTARDÓTTIR KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.