Fréttablaðið - 23.02.2011, Side 4

Fréttablaðið - 23.02.2011, Side 4
23. febrúar 2011 MIÐVIKUDAGUR4 LÖGREGLUMÁL Lögregluembættin á Norðurlandi lögðu hald á rúmlega eitt kíló af marijúana á síðasta ári sem er mun meira en árin þar á undan. Árið 2009 voru haldlögð rúm- lega 100 grömm og 30 grömm árið 2008. Þarna er því um mikla aukningu að ræða en þó í takt við það sem lögreglan er að sjá gerast í fíkniefnaheiminum hér á landi. Magn annarra hald- lagðra fíkniefna er svipað á milli undanfarinna ára, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu, sem minnir á fíkniefnasímsvarann 800-5005 og netfangið info@rls.is. Þar getur fólk komið ábendingum um fíkniefnamisferli nafnlaust á framfæri. - jss Fíkniefni á Norðurlandi: Margfalt meira af marijúana ICESAVE Íslendingum er fyrir bestu að gangast við nýja Ice- save-samningnum að mati hæsta- réttarlögmannsins Ragnars Hall. Hann lét þau orð falla í Kast- ljósi Ríkis- útvarpsins í gær, en árétt- aði þó að hann viðurkenndi ekki beinlínis greiðsluskyldu ríkissjóðs í málinu. Reimar Pétursson hæstaréttarlögmað- ur sagði í sama þætti að honum þætti eðlilegt og í raun siðaðra manna háttur að láta reyna á málið fyrir dómstólum. Að hans mati væri hægt að semja á öllum tímum dómsmálsins þar til niður- staða félli. - þj Lögfræðingar um Icesave: Ragnar Hall vill samning RAGNAR HALL GENGIÐ 22.02.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 216,7549 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 117,26 117,82 189,51 190,43 159,75 160,65 21,425 21,551 20,585 20,707 18,13 18,236 1,4128 1,421 183,02 184,12 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is ALÞINGI Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Bjarni Bene- diktsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, eru báðir þeirrar skoð- unar að endurskoða eigi 26. grein stjórnarskrár Íslands, sem kveð- ur á um málskotsrétt forseta. Þetta kom fram í umræðum um Icesave- málið á Alþingi í gær. Bjarni hóf umræðuna um málið og sagði meðal annars að viðbrögð ríkisstjórnarinnar við ákvörðun forsetans bentu til þess að liðs- menn hennar hefðu ekki verið undir hana búnir. Enn fremur gæfu viðbrögð Steingríms til kynna að hann væri andvígur því að forseti beitti 26. greininni, eins og sjálfstæðismenn hefðu lengi verið. Steingrímur sagði þetta þarfn- ast athugunar. „Við eigum að taka til skoðunar hvort þessum rétti sé ekki betur fyrir komið með skilgreindum hætti, og þá um þau mál sem menn eru sammála um að séu til þess fallin að fara í þjóðaratkvæði,“ sagði hann. Þór Saari tók í sama streng; hann kvaðst efast um að forsetinn ætti að hafa heimild sem þessa. Það voru raunar aðeins fram- sóknarmennirnir Birkir Jón Jóns- son og Vigdís Hauksdóttur sem fóru lofsamlegum orðum um for- setann og þökkuðu honum fyrir að skjóta málinu til þjóðarinnar. Oddný G. Harðardóttir, þing- maður Samfylkingarinnar og formaður fjárlaganefndar, var manna gagnrýnust. Hún sagði að þingið hlyti að líta það alvarleg- um augum þegar forsetinn gripi inn í vinnu þess við endurreisn efnahagslífsins. „Sú sem hér stendur telur að forsetinn hafi með ákvörðun sinni sniðgengið fulltrúalýðræðið og Efast um 26. greinina Forystumenn þriggja flokka lýsa efasemdum um réttmæti þess að forsetinn hafi málskotsrétt og telja að endurskoða eigi það ákvæði stjórnarskrárinnar. Formaður fjárlaganefndar gagnrýndi forsetann harðlega í umræðum á þingi. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, sagði mikilvægt að samninganefndin úr síðustu Icesave-viðræðum fengi til þess svigrúm og tækifæri að kynna samninginn og efnisatriði hans vel og hlutlægt fyrir þjóðinni, svo þjóðin fengi beina og milliliðalausa kynningu á því hvað samningamönnunum hefði gengið til. Þór Saari steig næstur í pontu og kvaðst efast um þetta. Hann væri ekki sammála því að samninganefndin sjálf væri best til þess fallin að kynna eigin samning hlutlaust. Samninganefndin ekki endilega hlutlaus SAMMÁLA Steingrímur og Bjarni voru á einu máli um að það þarfnaðist nánari skoðunar hvort forsetinn ætti að hafa málskotsrétt. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA anda stjórnarskrárinnar um leið,“ sagði Oddný. Hvað sem mönn- um fyndist um þjóðaratkvæða- greiðslur virtist forsetinn einn og sér ætla að breyta stjórnskipan Íslands. „Á leið okkar út úr efna- hagslægðinni leggur forsetinn stein í götu og stuðlar að stjórn- málalegum óstöðugleika þar sem ekki er hægt að treysta á að meiri- hluti Alþingis haldi.“ Að því loknu tók Bjarni aftur til máls og sagðist telja það mikil tíðindi að þingmenn allra flokka, utan Framsóknar, hefðu lýst yfir miklum efasemdum um 26. grein stjórnarskrárinnar. Því fagnaði hann. stigur@frettabladid.is VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 19° 5° -5° -3° 0° 5° -3° -3° 21° 13° 16° 5° 26° -6° 8° 11° -7°Á MORGUN Strekkingur NV-til, annars hægari. FÖSTUDAGUR 5-10 m/s. 7 7 5 4 4 2 2 4 6 8 210 18 11 4 11 6 7 6 10 8 5 -2 -1 3 6 5 0 0 4 5 3 HVASST Á VESTFJÖRÐUM Það verður nokkuð vinda- og vætu- samt á landinu í dag, einkum á Vestfjörðum en þar verður allhvasst eða hvasst fram eftir degi. Annars staðar verður kom- in fremur hæg suð- læg átt síðdegis. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður SKÓLAMÁL „Börnin voru himin- lifandi því forsetahjónin tóku sér tíma til að vera með þeim. Þau voru ekkert að flýta sér,“ segir Arna B. Arnardóttir, aðstoðarskólastjóri Lækjarskóla í Hafnarfirði. Ólafur Ragnar Grímsson, for- seti Íslands, og Dorrit Moussaieff, kona hans, heimsóttu skólann í gærmorgun ásamt starfsmönnum forsetaembættisins og forkólfum í Hafnarfirði í tilefni þess að hann hlaut Íslensku menntaverðlaunin í fyrra. Verðlaunin hlýtur sá skóli sem sinnt hefur vel nýsköpun eða farsælu samhengi í fræðslustarfi. Nemendur skólans tóku á móti forsetahjónunum á skólalóðinni og fylgdust þau með viðburðum í íþróttahúsi og sundlaug skólans. Þá skoðuðu forsetahjónin kennslu- stofur og tóku þátt í hátíðardag- skrá í þrjá klukkustundir þar sem nemendur og forráðamenn skólans kynntu starfsemi hans. - jab Nemendur í Lækjarskóla í Hafnarfirði himinlifandi: Forsetahjónin heimsóttu Lækjarskóla STJÓRNSÝSLA Kjördagur fyrir Icesave-samkomulagið verður kynntur á föstudag, sem og hvort og hvenær kosið verði til stjórn- lagaþings. Ný landskjörstjórn verður kosin á Alþingi á næstu dögum. Ríkistjórnin fundaði í gærdag um Icesave-kosningarn- ar og stjórnlagaþingið. Samkvæmt lögum um þjóðar- atkvæðagreiðslu verður að boða til kosninga innan tveggja mán- aða frá því að forsetinn synjar lögum. Sá tími rennur út 16. apríl, miðað við síðustu ákvörðun for- setans um að vísa nýja Icesave- samningnum til þjóðarinnar. Ögmundur Jónasson innanrík- isráðherra segir það innanríkis- ráðuneytisins að taka endanlega ákvörðun. Hann segir að eðlilegt væri að samnýta kosningu um Iceasave og til stjórnlagaþings, náist um það samstaða. - sv Dagsetning kynnt á föstudag: Ný kjörstjórn á næstu dögum ÖGMUNDUR JÓNASSON Innanríkis- ráðherra telur að eðlilegt væri að kjósa til stjórnlagaþings og um Icesave á sama tíma, ríki samstaða um málið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FORSETAHJÓNIN MEÐ BÖRNUNUM Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff gáfu sér drjúgan tíma til að vera með nemendum Lækjar- skóla í Hafnarfirði í gærmorgun. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Kaupmáttur launa eykst Launavísitala í janúar 2011 var 383,2 stig og hækkaði um 0,02 prósent milli mánaða, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitalan hækkað um 4,4 prósent. Kaupmáttur launa jókst hins vegar um 0,9 prósent á milli mánaða og hefur hækkað um 2,5 prósent síðustu 12 mánuði. HAGSTOFA ÍSLANDS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.