Fréttablaðið - 23.02.2011, Side 38
23. febrúar 2011 MIÐVIKUDAGUR30MORGUNMATURINN
„Ástæðurnar fyrir þessari ákvörð-
un minni nú eru tvær; annars vegar
hef ég nóg á minni könnu og hins
vegar fannst mér kominn tími til
að hleypa öðrum að,“ segir Sigmar
Guðmundsson, sem hefur ákveðið
að segja skilið við Eurovision eftir
að hafa lýst þessari vinsælu söngva-
keppni í fimm ár í Sjónvarpinu.
Sigmar segist hafa verið kominn
á endastöð á ferli sínum sem Euro-
vision-kynnir og hann segist ekki
eiga eftir að sakna alls umstangsins
og vinnunnar sem fylgi keppninni.
„Nei, ég ætla bara að njóta þess að
horfa á hana í sjónvarpinu og pæla
aðeins í lögunum.“
Útvarpskonunnni Hrafnhildi
Halldórsdóttur hefur verið falið að
taka við starfi Sigmars en hún hefur
farið í nokkrar Eurovision-keppnir
á vegum Rásar 2. Sigrún Stefáns-
dóttir, dagskrárstjóri RÚV, segir
óneitanlega eftirsjá að Sigmari en
er jafn viss um að Hrafnhildur eigi
eftir að fylla skarð hans með mikl-
um bravúr. „Ég lærði í Austurríki
og kann því þýsku og var því mjög
spennt fyrir þessu verkefni,“ segir
Hrafnhildur í samtali við Frétta-
blaðið. Hún hefur reyndar farið tví-
vegis út í Eurovision fyrir Rás 2 en
aldrei sem þulur.
Sigmar segir margt standa upp
úr á sínum Eurovision-ferli, hans
fyrsta keppni hafi til að mynda
verið með Silvíu Nótt í Grikk-
landi, árið eftir hafi samsæris-
kenningarnar um austurblokk-
ina víðfrægu fengið byr undir báða
vængi og svo megi ekki gleyma
silfurævintýri Jóhönnu Guðrún-
ar Jónsdóttur í Moskvu. „Maður
hefur eiginlega upplifað allar
tilfinningarnar.“ - fgg
Sigmar hættur sem Eurovision-þulur
HÆTTUR Sigmar Guðmundsson
ætlar ekki að lýsa Eurovision í
ár en útvarpskonan góðkunna
Hrafnhildur Halldórsdóttir ætlar
að fylla hans skarð.
„Þetta er alveg skelfilegt fyrir
manneskju eins og mig sem er hlæj-
andi allan sólarhringinn,“ segir
sjónvarpskonan Friðrika Hjördís
Geirsdóttir, best þekkt sem Rikka.
Hún getur ekki hlegið án þess að
finna til því á fimmtudaginn var
hún farþegi í bíl sem lenti í árekstri
og þar brákaði hún bringubeinið.
„Ég veit ekki hvort þetta kom eftir
beltið eða hvað, því það gerðist allt
svo hratt,“ segir Rikka, sem þakkar
Guði fyrir að ekki fór verr.
Brákað bringubein er kannski
ekki alvarlegustu meiðslin og lætur
ekki mikið yfir sér að utanverðu.
Slík meiðsl geta hins vegar verið
þeim mun sársaukafullari og erfið
og þannig eru allar hreyfingar með
öndunarfærunum ákaflega erfiðar.
Rikka segist til að mynda hafa átt
ákaflega erfitt á Eddunni á laugar-
dagskvöldið. „Ég gat ekkert hlegið
og það var virkilega erfitt, að geta
ekki skellt rækilega upp úr með
öllu þessu fyndna fólki í salinn. En
svona er bara lífið.“
Rikka hefur að undanförnu
stjórnað svokölluðum cupcakes-
námskeiðum sem notið hafa mik-
illa vinsælda en vegna meiðslanna
hefur hún þurft að aflýsa nokkrum
námskeiðum. Rikka segist þó ekki
kvíða verkefnaleysi, hún hafi nóg að
gera heima fyrir. Almennt er talið
að það taki sex til sjö vikur að jafna
sig að fullu af brákuðu bringubeini
en Rikka er hörð af sér. „Ég ætla
mér að verða góð innan skamms.“
- fgg
Friðrika brákuð eftir bílslys
SÁRSAUKAFULLT Rikka er með brákað
bringubein, sem þýðir meðal annars að
það er erfitt fyrir hana að hlæja vegna
sársauka.
FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Leikurum heldur áfram að fjölga
í gamanseríunni Makalaus sem
byggð verður á samnefndri bók
Tobbu Marinós. Þegar hefur verið
tilkynnt að Lilja Katrín Gunnars-
dóttir leiki aðalhlutverkið en stór-
stjörnum á borð við Helga Björns
mun einnig bregða fyrir. Þá mun
Bryndís Jónsdóttir leika starfsmann
í kynlífsleikfangabúð
en Bryndís er
einmitt eiginkona
stórleikarans
Hilmis Snæs
Guðnasonar.
Sólmundur Hólm, rithöfundur
og skemmtikraftur, er lands-
þekktur Þróttari og hefur meðal
annars gegnt hlutverki vallarþular
á leikjum liðsins. Sólmundi þykir
ákaflega vænt um félagið sitt og
hefur fengið þá Björn Hlyn Haralds-
son og Jón Kaldal, sem báðir eru
miklir stuðningsmenn félagsins, til
að leggja sitt á vogarskálarnar til að
rífa upp stemninguna
í kringum liðið.
Jafnvel stendur til
að bjóða sig fram
í stjórn félagsins
en Sólmundur
segist sjálfur vera
reiðubúinn til að
gera allt; hella upp
á kaffi eða steikja
hamborgara. - fgg
FRÉTTIR AF FÓLKI
„Ég fæ mér Herbalife-hristing
og set alls kyns ávexti, haframjöl
og skyr út í. Þá fyrst vaknar
maður.“
Pavel Ermolinskij, körfuboltamaður hjá
bikarmeisturum KR.
„Atli bróðir fann sérkennileg
hljóðfæri úti um allt Skotland
fyrir þessa mynd og skrítinn
kór á Skólavörðustígnum,“ segir
Karl Örvarsson tónlistarmað-
ur. Söngur Karlakórsins Alþýðu
hljómar í Hollywood-kvikmynd-
inni The Eagle en tónskáldið
Atli Örvarsson, sem hefur verið
búsettur í Bandaríkjunum, semur
einmitt tónlistina við hana. Meðal
þeirra sem skipa kórinn Alþýðu
auk Kalla Örvars eru veitinga-
mennirnir Kormákur Geirharðs-
son og Skjöldur Sigurjónsson, að
ógleymdum Karli Th. Birgissyni,
nýráðnum ritstjóra Eyjunnar.
Karl segist ekki vera búinn að
sjá myndina; hann viti því ekkert
hversu mikið þeir heyrist í mynd-
inni en hafi þó óljósar fregnir af
því að nöfn kórstjórans, Eiríks
Stephensen, og kórsins sjálfs
birtist á kreditlista myndarinnar
í lokin. „Upptökurnar fóru þann-
ig fram að við mættum í klúbb-/
æfingahúsnæðið og Eiríkur var
með Atla í heyrnartólum sem gaf
honum takt og tóntegund. Svo
fékk hann bara merki frá Atla og
kórstjórinn sló okkur áfram með
sprotanum.“
Fréttablaðið hafði samband við
Atla til að forvitnast um þetta
merkilega samstarf. „Leikstjóri
myndarinnar, Kevin Macdonald,
vildi fá kór í myndina til að syngja
fyrir rómversku hermennina.
Hann vildi alls ekki hafa „pró-
fessjonal“ kór heldur bara svona
venjulega karla,“ segir Atli og
eftir að hafa lagt höfuðið í bleyti
varð honum hugsað til karla-
klúbbs bróður síns og kórsins.
„Við vorum heldur ekkert feimn-
ir við að reykja og drekka bjór
meðan á upptökum stóð,“ skýtur
Karl að.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
Atli nýtir sér fjölskyldutengsl við
KARL ÖRVARSSON: VIÐ REYKTUM OG DRUKKUM VIÐ UPPTÖKURNAR
Skrítinn kór af Skóla-
vörðustíg til Hollywood
BRÆÐRASAMSTARF
Bræðurnir Atli og Karl tóku
höndum saman við gerð
tónlistar fyrir kvikmynd-
ina The Eagle. Karla-
kórinn Alþýða, sem
Karl er hluti af, söng
inn á myndina
fyrir rómverska
hermenn.
tónsmíðar sínar fyrir kvikmynd-
ir því Þórhildur systir hans hefur
sungið inn á nokkur tónverk fyrir
hvíta tjaldið. Rödd hennar hljóm-
ar einnig í þessari mynd sem
skartar meðal annars Billy Elliot-
leikaranum Jamie Bell og Donald
Sutherland í aðalhlutverkum.
Atli lagðist í mikla rannsóknar-
vinnu fyrir myndina og fór meðal
annars til Skotlands og tók upp
sérfræðinga í keltneskri tónlist.
„Við vildum finna þessa alvöru
tóna og hljóma og tókum þess
vegna upp hljóðfæraleikara frá
Írlandi og Skotlandi. Svo notuð-
umst við einnig við eftirmynd af
keltneskum herlúðri sem hefur
fundist á Bretlandseyjum og í
Normandí,“ útskýrir Atli en The
Eagle gerist á Skotlandi í kringum
1040. Myndin er komin í sýningar
í íslenskum kvikmyndahúsum.
freyrgigja@frettabladid.is
Ljáðu okkur eyra
Hádegistónlist í Fríkirkjunni
alla miðvikudaga í vetur
frá kl. 12:15 til 12:45
Enginn aðgangseyrir
Allir velkomnir
Listrænn stjórnandi Gerrit Schuil
Auglýsingasími