Fréttablaðið - 23.02.2011, Side 22

Fréttablaðið - 23.02.2011, Side 22
23. FEBRÚAR 2011 MIÐVIKUDAGUR4 ● fjármál ● SKATTFRAMTAL Á NETINU Vefframtal einstaklinga verður opnað í byrjun mars, ásamt umsókn um frest. Skilafrestur er til 23. mars en framlengdur frestur er til 29. mars. Á vefsíðunni www.skattur. is er hægt að fá upp- lýsingar um allt sem snýr að skattfram- talinu, bæði leiðbeiningar um útfyllingu skattskýrsl- unnar og svör við ýmsum vandamálum sem geta komið upp við skráningu gagna. www.skattur.is ● AÐ FORÐAST GREIÐSLUVANDA Fáðu raunverulega yfirsýn yfir útgjöld og tekjur heimilisins með því að færa heimilisbókhald. ● Settu þér markmið og fylgdu þeim eftir. Til dæmis hvaða útgjaldaliði megi lækka eða jafnvel losna við. ● Semdu strax við kröfuhafa ef greiðslubyrði þin er of há miðað við tekjur. Erfitt getur verið að snúa við þegar van- skil byrja að hlaðast upp. ● Kynntu þér rétt þinn og skyldur, til dæmis í skatta- málum. Fólk á oft rétt á fleiru en það gerir sér grein fyrir. Heimild: www.ums.is Margir hafa löngum kviðið því að fylla út skattskýrsluna. Framtalið er þó alltaf að verða einfaldara og gagnlegar upplýsingar aðgengilegri á netinu. „Fyrir einstakling sem er venjulegur launa- maður og ekki í rekstri er framtalsgerðin á netinu alltaf að verða einfaldari,“ segir Elín Alma Arthúrsdóttir, sviðsstjóri hjá ríkisskatt- stjóra. Hún segir þá daga liðna þegar kvíða þurfti flóknum útreikningum fram á nætur. „Nei, fjölskyldustemmingin þarf ekki að fara úr skorðum út af þessu. Framtalið er orðið mjög aðgengilegt hjá yfirgnæf- andi meirihluta fólks,“ útskýrir hún og bend- ir á nýjung sem kom í gagnið á síðasta ári, svokallað Einfaldað framtal, þar sem allar upplýsingar hafa þegar verið settar inn. „Að uppfylltum ákveðnum skilyrðum opn- ast þessi útgáfa þegar viðkomandi fer inn á sitt vefsvæði á skattur.is og ekkert þarf að gera annað en líta yfir og ýta á Senda. Það er stefnan hjá okkur að gera sem allra mest fyrir gjaldandann og við höfum verið að ein- falda framtalið gegnum árin en þessi nýjung er enn einfaldari.“ Elín segir þó alltaf skynsamlegt að renna yfir upplýsingarnar, hvort eitthvað vanti og hvort tölur séu réttar. Ef viðkomandi sér að eitthvað hefur vantað eftir að búið er að senda framtalið er hægt að fara inn gegnum þjónustusíðu viðkomandi á skatt- ur.is og senda inn athugasemd. Eftir álagn- ingu er einnig hægt að kæra ef í ljós kemur að eitthvað hefur misfarist. Elín bendir einn- ig á ýmsar gagnlegar upplýsingar á vef Ríkisskattstjóra, rsk.is. „Þar er meðal annars að finna reiknivélar þar sem hægt er að reikna til dæmis út hvað viðkomandi á að fá í barnabætur eða vaxta- bætur eftir þeim forsendum sem settar eru inn. Einnig getur fólk sent inn fyrirspurn- ir um einstök mál og fengið leiðbeiningar,“ bendir Elín á og segir fyrirspurnum hafa fjölgað talsvert eftir hrun. Algengast sé að fyrirspurnirnar tengist skuldamálum heimil- is og fyrirtækja, úttektum á séreignarsparn- aði og eftirgefnum skuldum. Yfirleitt fáist svar samdægurs en það geti tekið lengri tíma eftir eðli fyrirspurnarinnar. - rat Skattskýrslan enginn höfuðverkur Einfaldað framtal var tekið í gagnið á síðasta ári en þar hafa allar upplýsingar þegar verið settar inn og ekkert þarf annað að gera en senda. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 5.000 krónur á mánuði er algengasta upphæðin. „Við hrunið má segja að Íslend- ingar hafi hætt að leggja fyrir í sparnað, enda skiljanlegt þegar mikil óvissa ríkti um eignir þeirra og skuldir, og fólk þurfti á hverri krónu að halda sem afgangs var í launaumslaginu. Nú hefur dæmið snúist við aftur því mikil aukning er í reglubundnum sparnaði ein- staklinga, þar sem 5.000 krónur eru algengasta upphæðin, en líka allt upp í tugi þúsunda á mánuði,“ segir Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB – Eignastýr- ingar Íslandsbanka sem þjónar viðskiptavinum á sviði almenns sparnaðar, eignastýringar, verð- bréfaviðskipta og lífeyrismála. „Í kjölfar hrunsins lærðu marg- ir hversu miklu ódýrara það er að spara fyrir hlutunum en að taka lán eða yfirdrátt, en það er afar dýr lífsmáti. Nú sjáum við marga stofna reikninga sérstaklega eyrnamerkta utanlandsferðum eða öðru sem til stendur að kaupa og aftur er orðið algengt að fólk spari fyrir börnin sín, en þá legg- ur það inn mánaðarlega ákveðna upphæð á Framtíðarreikning sem bundinn er til 18 ára aldurs eða verðtryggða ríkisskuldabréfa- sjóði,“ segir Björn, en báðir kost- ir fela í sér lágmarksáhættu og peningarnir halda verðgildi sínu. „Það er góð hugmynd að safna í sjóð handa börnum og jafnvel þótt upphæðin sé ekki há á mánuði er hún fljót að safnast upp. Þannig getur barn keypt sér bíl án þess að taka lán þegar það nær bílpróf- saldri, sett upphæðina í útborgun á íbúð eða notað peningana sem skólasjóð,“ segir Björn og útskýr- ir að liðinn sé sá hugsunarháttur að börnin eigi að vinna sjálf fyrir sínum bíla- eða íbúðakaupum, eins og algengt var. „Í dag vilja foreldrar veita börnum sínum veganesti út í lífið svo þau þurfi ekki strax að dragn- ast með lánaskuldir. Þetta eru enda háar upphæðir að punga út á einu bretti á meðan fæstir finna fyrir því að spara með svo lágri upphæð á mánuði,“ segir Björn og bætir við að hugsunarhátt- ur Íslendinga hafi breyst til mik- ils batnaðar í kjölfar efnahags- lægðarinnar sem dunið hefur á landsmönnum. NÝ TÆKIFÆRI HANDAN VIÐ HORNIÐ „Fólk er orðið meðvitaðra en áður og veit að það þarf að hugsa vel um peningana sína. Það fylgist betur með, hringir meira, kemur oftar og spyr betri spurninga en áður. Þetta er því mikil og jákvæð breyt- ing, og þótt innlánsvextir séu lágir nú þarf að hafa í huga að landslag- ið mun breytast og hér munu ekki alltaf ríkja gjaldeyrishöft og lá- deyða á verðbréfamarkaði. Því þarf fólk sem er að leita að góðri ávöxtun að vera tilbúið að grípa tækifærin þegar þau skapast. Hlutirnir geta gerst hratt og því er mikilvægt að vera í góðu sambandi við sinn tengi- lið hjá banka eða eignastýringu. Nú bjóðast til dæmis eignastýringar- sjóðir sem vakta markaðinn og taka þátt í nýjum tækifærum eftir því sem aðstæður breytast og batna.“ Safnað fyrir framtíðinni Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB, segir æ fleiri foreldra vera farna að leggja fyrir með framtíð barna sinna í huga, en þá getur safnast dágóð upphæð sem nýtist þeim sem gott start við fyrstu íbúða- eða bílakaup. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Íslandsbanki | Kirkjusandi | 155 Reykjavík | Sími 440 4900 | vib@vib.is | www.vib.is VÍB veitir sparifjáreigendum alhliða þjónustu

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.