Fréttablaðið - 23.02.2011, Side 33

Fréttablaðið - 23.02.2011, Side 33
MIÐVIKUDAGUR 23. febrúar 2011 25 Líkur sækir líkan heim, segir mál- tækið, og það virðist eiga við söngkon- una Rihönnu og írska leikarann Colin Farrell, sem samkvæmt The Sun eru farin að stinga saman nefjum. Rihanna og Colin Farrell hafa oft á tíðum komist á síður slúðurblaðanna fyrir óhefðbundið viðhorf til lífsins og sambandsins við hitt kynið. Far- rell hefur átt í tygjum við margar af fegurstu konum heims og ákvað fyrir skemmstu að slíta sambandi sínu og leikkonunnar Alicju Bachleda-Curus þar sem hann væri ekki reiðubúinn að binda sig. Rihanna hefur hins vegar verið á tilraunakenndari nótum; breska pressan hefur til að mynda velt því fyrir sér hvort hún væri ekki meira upp á kvenhöndina eftir síð- ustu myndbönd þokkagyðjunnar frá Barbados, en hún var síðast í sam- bandi með hafnaboltaleikmanninum Matt Kemp. Þar áður var hún auðvitað með Chris Brown en samband þeirra rataði í heimspressuna eftir að hann lagði hendur á hana. Rihanna og Colin hittust fyrst í spjallþætti Grahams Norton skömmu fyrir jól og sjónarvottar tóku strax eftir því að þeim virtist líka vel við hvort annað. „Þau skiptust á síma- númerum og Rihanna hefur síðan verið dugleg að senda Colin erótísk smáskilaboð. Og hann hefur verið mjög hrifinn af þeim,“ hefur The Sun eftir heimildarmanni sínum. Þessi samdráttur þeirra tveggja virtist hafa verið óum- flýjanlegur í þættinum því Colin byrjaði strax að hrósa kjól söng- konunnar og ekki minnkaði hrifninginn hjá Íranum þegar Rihanna fór að ræða alls konar vaxmeðferðir sem hún nýtti sér. Samkvæmt heimildum The Sun ætla þau tvö að hittast í Los Angeles við fyrsta tæki- færi en eins og gefur að skilja er dagskrá þeirra beggja nokkuð þéttskipuð. - fgg Nýtt ólátapar í fæðingu Hljómsveitakeppnin Wacken Metal Battle verður haldin á Sódómu Reykjavík laugardaginn 5. mars. Sex hljómsveitir berjast þar um laust sæti í alþjóðlegri lokakeppni sem verður haldin á tónlistarhátíðinni Wacken Open Air í Þýskalandi. Sigurhljómsveitin í undan- keppninni hér heima verður valin af innlendri og erlendri dómnefnd, þar á meðal ritstjóra breska þungarokkstímaritsins Metal Hammer. Þær hljómsveit- ir sem taka þátt verða Angist, Atrum, Gruesome Glory, Ophidi- an I, Gone Postal og Noctem. Á síðasta ári báru rokkararnir í Wistaria sigur úr býtum og spiluðu fyrir framan þrjú þús- und manns á Wacken-hátíðinni. Wistaria stígur einmitt á svið sem gestasveit á Sódómu ásamt Skálmöld og Moldun. Miðasala er hafin á Midi.is og kostar 1.000 krónur inn. Sex bönd berjast WISTARIA Þungarokkararnir á Wacken- hátíðinni í Þýskalandi á síðasta ári. Leikkonan Jennifer Aniston hefur gefið upp leyniuppskrift- ina fyrir þá náunga sem vilja næla sér í hana. „Þeir mega ekki ljúga, það er alveg á tæru,“ sagði Aniston þegar mynd hennar Just Go with It var frumsýnd í Berlín. „Þeir þurfa að vera vingjarnleg- ir, sjarmerandi og fyndnir.“ Hin 42 ára leikkona vonast til að eldast á tignarlegan hátt án þess að fegrunaraðgerðir komi við sögu. „Konur þurfa að átta sig á því að það er fallegt að eld- ast. Þær konur í Hollywood sem leyfa sér að eldast eðlilega eru gullfallegar. Síðan eru aðrar sem ganga of langt og mér finnst það ekki eins fallegt.“ Karlar mega ekki ljúga JENNIFER ANISTON Heillast af fyndnum og sjarmerandi mönnum. Paul Simon reyndi að fá gamla félaga sinn Bob Dylan til að syngja með sér á nýjustu plötu sinni en án árangurs. Simon var ekki sáttur við að Dylan skyldi ekki svara erindi sínu. „Ég hélt að Bob væri rétti maðurinn til að syngja með mér, það hefði verið flott að fá hann. Ég sendi honum lagið en heyrði ekkert frá honum. Ég veit ekki af hverju,“ sagði ósáttur Paul Simon. Dylan svaraði ekki Simon PAUL SIMON Ósáttur við að Dylan hafi ekki viljað syngja með sér. NOKKUÐ LÍK Búast má við því að fjölmiðlar beggja vegna Atlantshafsins fái sitthvað fyrir sinn snúð ef Rihanna og Colin Farrell verða par því þau kunna þá list að komast á forsíðurnar fyrir annað en hæfileika sína. ®

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.