Fréttablaðið - 23.02.2011, Side 11

Fréttablaðið - 23.02.2011, Side 11
MIÐVIKUDAGUR 23. febrúar 2011 11 SAMFÉLAGSMÁL Rannsóknarmiðstöð um ofbeldi var opnuð í Háskólanum á Akureyri á mánudag. Markmið- ið með miðstöðinni er að útrýma ofbeldi. Rannsóknarmiðstöðin verður í samvinnu við samsvarandi stofn- anir og félög, bæði hér á landi og erlendis, þar með talið UNICEF. Staðið verður fyrir málþingum og ráðstefnum til að breiða út þekk- ingu á ofbeldi og afleiðingum þess. Einnig verður meðferð í boði fyrir þolendur ofbeldis. Dr. Sigríður Halldórsdóttir, pró- fessor á heilbrigðisvísindasviði við Háskólann á Akureyri, er stofnandi miðstöðvarinnar. Hún segist hafa fengið hugmyndina í janúar þegar hún var búin að liggja yfir rann- sóknarniðurstöðum um þolendur ofbeldis og sjá svart á hvítu hversu alvarlegar afleiðingar það hefur. Sigríður segir það gerlegt að ná markmiði samtakanna, að útrýma ofbeldi alveg, en langt sé í land. „Maður á að láta sig dreyma stórt. Og við látum okkur dreyma um ofbeldislaust Ísland sem allra fyrst,“ segir Sigríður. „Við höfum öll óbeit á ofbeldi og okkur finnst það öllum ógeðslegt. En þetta er sums staðar mjög falið og ég legg ríka áherslu á að ég lít svo á að allt ofbeldi sé mannréttindabrot.“ Miðstöðin hefur keypt lénið www.ofbeldi.is og þar verða hinar ýmsu upplýsingar aðgengilegar er varða ofbeldi og afleiðingar þess. „Við viljum að allir þeir sem eru að fræðast um ofbeldi og afleiðingar þess geti nálgast upplýsingar um það á einum stað,“ segir Sigríður. Allir starfsmenn miðstöðvar- innar eru sjálfboðaliðar, en með- limir í stjórninni eru fjórtán tals- ins, frá hinum ýmsu starfssviðum samfélagsins. - sv Rannsóknarmiðstöð um ofbeldi opnuð í Háskólanum á Akureyri: Markmiðið miðstöðvarinnar að útrýma ofbeldi FORSVARSMENN MIÐSTÖÐVARINNAR Sigrún Sigurðardóttir forstöðumaður, Ágúst Þór Árnason lögfræðingur og dr. Sigríður Halldórsdóttir prófessor við stofnun samtakanna. MYND/HÁSKÓLINN Á AKUREYRI VIÐSKIPTI Rúmlega 1.800 gisti- rými á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri eru án starfsleyfa. Þetta kemur fram í könnun sem Samtök ferðaþjónustunnar gerðu nýlega, en þetta jafngildir því að um 15 prósent gistirýma á höfuð- borgarsvæðinu séu rekin án leyfa og um 30 prósent á Akureyri. Í tilkynningu frá samtökunum segir að niðurstaðan sé sláandi. Í ljósi væntanlegra laga um álagningu gistináttagjalds hafa gistihúsaeigendur áhyggjur af því hvernig stjórnvöld muni inn- heimta gjaldið á réttmætan hátt ef svo stór hluti markaðarins kemst upp með að starfa án leyfa. - þj Könnun á gistirýmum: 1.800 gistirými eru ekki á skrá VIÐSKIPTI Eigendur alþjóðlega ræstinga- og fasteignaumsýslu- risans ISS hyggjast skrá félagið á hlutabréfamarkað í Kaupmanna- höfn á næstunni. Áætlað er að hlutafjárútboð skili 13,3 milljörðum danskra króna, jafnvirði 285 milljarða íslenskra króna. Gangi það eftir verður þetta stærsta skráning á hlutabréfamarkað í sautján ár, eða síðan gamli landssíminn þar í landi, TDC, var skráður á hluta- bréfamarkað árið 1994. ISS úti hefur starfrækt ISS á Íslandi í um ellefu ár, eða frá því að fyrirtækið keypti ræstinga- deild Securitas árið 2000. - jab Skrá ISS á hlutabréfamarkað: Stærsta útboðið í sautján ár ÞVEGIÐ HJÁ ISS Stefnt er að því að skrá ræstingafyrirtækið á hlutabréfamarkað á næstunni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA EFNAHAGSMÁL Avant er fyrsta fjármögnunarfyrirtækið sem hefur samþykkt kröfur Samtaka lánþega (SL) og riftir ekki lána- samningum til bílakaupa við fólk í greiðsluaðlögun hjá umboðs- manni skuldara. Að mati SL eiga slíkar riftanir sér enga stoð í lögum, né er að finna heimild til slíkra riftana í samningsskilmálum þeirra lána sem um ræðir. Í tilkynningu frá SL fagna sam- tökin þeim skilningi sem Avant sýnir viðskiptavinum sínum með þessu og beina í framhaldinu þeim tilmælum til SP-Fjármögn- unar að fyrirtækið fari að lögum og stundi eðlilega viðskiptahætti. - sv Fólk í greiðsluaðlögun: Avant heldur samningum LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Vest- fjörðum leitar nú eins eða fleiri sem stálu gámi í eigu björgunar- sveitarinnar á Drangsnesi. Um er að ræða dósasöfnunar- gám sem staðsettur er við heitu pottana við þjóðveginn er liggur í gegnum þéttbýlið á Drangs- nesi. Þjófnaðurinn uppgötvaðist á sunnudaginn 13. febrúar. Ef einhver hefur upplýsingar sem varpað gætu ljósi á málið er sá beðinn að hafa samband við lög- regluna á Vestfjörðum í síma 450-3730. - jss Lögreglan leitar þjófa: Stálu gámi full- um af dósum VÍB - Eignastýringarþjónusta Íslandsbanka er leiðandi á íslenskum markaði og veitir alhliða eignastýringar- og verðbréfaþjónustu með áherslu á fagmennsku og fræðslu. Eigna- og lífeyrisþjónusta Hefðbundin ávöxtun, sparnaður í áskrift, stakar fjárfestingar og lífeyrissparnaður með aðstoð sérfræðinga okkar. Einkabankaþjónusta Viðskiptavinum sem gera ríkar kröfur býðst sérsniðin einkabankaþjónusta þar sem viðskipta- stjóri annast stýringu eignasafnsins og veitir margvíslega ráðgjöf. Netbanki Aðgangur að kauphöll og eitt breiðasta sjóðaúrval landsins fyrir þá sem stýra eignasafni sínu sjálfir. Fáðu nánari upplýsingar á www.vib.is eða pantaðu viðtal við ráðgjafa í síma 440 4900. Sparnaðarþjónusta fyrir alla VÍB veitir sparifjáreigendum og fagfjárfestum alhliða þjónustu Íslandsbanki | Kirkjusandi | 155 Reykjavík | Sími 440 4900 | vib@vib.is | www.vib.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.