Fréttablaðið - 24.02.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 24.02.2011, Blaðsíða 2
24. febrúar 2011 FIMMTUDAGUR2 LÍBÍA, AP „Ég hef sannanir fyrir því að Gaddafí hafi gefið skipun um Lockerbie,“ hefur sænska dagblaðið Expressen eftir Mustafa Abdel-Jalil, fyrrverandi dómsmálaráð- herra Líbíu. Fréttaritari blaðsins segir hann hafa sagt þetta við sig, en ekki er nánar útskýrt hvaða sannanir þarna er rætt um. „Til að fela þetta, þá gerði Gaddafí allt til þess að fá al-Meg- rahi aftur heim frá Skotlandi,“ sagði Abdel-Jalil enn fremur, og á þar við Abdel Baset al-Megrahi, sem hlaut dóm í Skotlandi fyrir að hafa sprengt farþegaþotu frá Pan Am í loft upp yfir bænum Lockerbie í Skotlandi. Al-Megrahi var leyft að fara úr fangelsinu og heim til Líbíu í ágúst 2009 á þeim forsendum að hann ætti einungis fáa mánuði eftir ólifaða vegna krabbameins. Hann er þó enn á lífi. - gb FLUTNINGAR Eigendur farms um borð í Goðafossi hafa fengið bréf frá Eimskip um að þeir verði að bera hluta af kostnaðinum vegna strands skipsins við Fredrikstad í Noregi. „Eimskip lýsir yfir sameigin- legu sjótjóni sem verði jafnað niður vegna atviksins, en það þýðir að eigendur allra verð- mæta sem í húfi voru þegar skip- ið strandaði greiða sameiginlega þann kostnað sem af atvikinu hlýst,“ segir í bréfi skipafélags- ins til farmeigendanna. Að sögn Ólafs Williams Hand, upplýsinga fulltrúa Eimskipa, segir um að ræða hefðbundna aðferð við uppgjör á sjótjóni. Enn sé óljóst hvert endanlegt tjón vegna strandsins verður en að búast megi við því að björg- unarkostnaður verði jafnvel um átta prósent af verðmæti skips- ins, gámanna og farmsins. Menn vonist þó til að talan fari niður í fjögur prósent þar sem björgun Goðafoss hafi gengið mjög vel. Það mundi þýða að kostnaðurinn yrði 40 þúsund krónur af farmi sem metinn er á eina milljón. „Ef menn eru með farmtrygg- ingu þá verða þeir ekki fyrir tjóni,“ segir Ólafur sem kveður algengast að farmur sé tryggð- ur. „Sum fyrirtæki tryggja þó stundum hjá sjálfum sér ef svo má segja með því að reikna út áhættuna og taka sjálf skellinn ef hann kemur.“ Í bréfinu frá Eimskip til farm- eigenda segir að þeir þurfi að leggja fram tryggingar fyrir sínum hluta hins sameiginlega sjótjóns og björgunarlaunum áður en farmurinn verður afhentur. Ólafur segir félagið hafa ákveðið í gær að leggja sjálft fram tryggingu fyrir greiðslu björgunar- launanna. „Við viljum ekki að viðskiptavin- ir okkar verði fyrir frekari töfum vegna þessa máls en orðið er,“ segir hann. Að sögn Ólafs var farmurinn í Goðafossi af margvíslegu tagi og á leið hingað og þangað um heiminn. Nú taki við að greiða úr málum gagnvart eigendum farmsins og tryggingarfélögum þeirra og varðandi björgunar- launin. Það var norskt fyrirtæki með svissneskan undirvertaka sem annaðist björgun skipsins. Skipaður hefur verið „löggiltur niðurjöfnunarmaður“ í málinu. Sá er í Liverpool í Englandi og er ætlað að jafna tjóninu niður á alla aðila málsins. Goðafoss var dreginn á flot í gærmorgun og liggur nú milli tveggja skerja um eina og hálfa sjómílu frá strandstaðnum. „Tjónið á skipinu er miklum mun minna en menn óttuðust þótt það sé eitthvað beyglað,“ segir upplýsingafulltrúi Eimskips. gar@frettabladid.is Farmeigendur borgi tjón vegna Goðafoss Eimskip lýsir yfir „sameiginlegu sjótjóni“ vegna strands Goðafoss. Eigendur farmsins verða að borga hluta af björgunarkostnaðinum. Eimskip leggur fram tryggingu á meðan greitt er úr þeim málum segir upplýsingafulltrúi félagsins. GOÐAFOSS Komið af strandstað og er mun minna laskað en Eimskipsmenn óttuðust. MYND/NORDICPHOTOS/AFP ÓLAFUR WILLIAM HAND Sigrún, ætlið þið að kýla á þetta? Jú, ætli við verðum ekki að slá til. Sigrún Sigurðardóttir er forstöðumaður rannsóknarmiðstöðvar um ofbeldi. ABDEL AL-MEGRAHI Fyrrverandi ráðherra: Gaddafí sekur um Lockerbie LÍBÍA, AP Austan til í Líbíu fagnar fólk sigri yfir Muammar Gaddafí, en í vesturhlutanum er ástand ið lævi blandið. Stjórnarherinn er sagður skjóta handahófskennt á hvern sem lætur sjá sig úti á götum höfuðborgarinnar Trípólí. Hermenn hafa víða gengið til liðs við mótmæl- endur. Tveir orrustuflugmenn fleygðu sér í fall - hlífum út úr vél sinni og létu hana hrapa í eyði- mörkina frekar en að varpa sprengjum á borg, sem stjórnarandstæðingar hafa náð á vald sitt. Jafnframt vex alþjóðlegur þrýstingur á Gaddafí. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdi of beldi stjórnarinnar gegn almenningi og Evrópusam- bandið hefur einnig fordæmt ofbeldið. Franco Frattini, utanríkisráðherra Ítalíu, sagði í gær raunhæft að meira en þúsund manns hefðu fallið fyrir vopnum stjórnarliða. Evrópuríki hafa hraðað eftir megni brott- flutningi ríkisborgara sinna frá Líbíu. Evrópu- ríkin óttast einnig væntanlegan straum flótta- manna, sem gætu orðið hundruð þúsunda. Sjálfur segist hann ætla að berjast til síðasta blóðdropa og hefur skipað her sínum að ráðast á borgarana. Hann var einnig sagður hafa skipað hermönnum sínum að sprengja olíuleiðslur. - gb Evrópuríki hraða brottflutningi ríkisborgara sinna frá Líbíu: Enn kvarnast úr liði Gaddafís MÓTMÆLI Í TOBRUK Austurhluti landsins er nú að mestu á valdi mótmælenda. Barist er í vesturhlutanum. NORDICPHOTOS/AFP Karvel Pálmason, fyrrverandi alþingismaður, er látinn 74 ára að aldri. Karvel var fæddur í Bolungarvík 13. júlí 1936. For- eldrar hans voru Pálmi Karvelsson sjómaður og Jónína Jóels- dóttir ráðs- kona. Karvel sat á Alþingi fyrir Frjáls- lynda vinstrimenn og Alþýðu- flokkinn á árunum 1971 til 1991. Hann var formaður Verka- lýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur, varaforseti Alþýðusambands Vestfjarða, varaformaður Verkamannasam- bands Íslands og sat í miðstjórn Alþýðusambands Íslands. Karvel lætur eftir sig eigin- konu og fjögur börn. Karvel Pálma- son látinn Sigríður Heið- berg látin Sigríður Svanlaug Heiðberg, formaður Kattavinafélags Íslands og framkvæmdastjóri Kattholts, er látin, 72ja ára að aldri. Hún lést á líknar- deild Land- spítalans á Landakoti síðastliðinn þriðjudag. Hún lætur eftir sig eiginmann, Einar Jónsson, og fósturson, Daníel Orra Einarsson. Sigríður fæddist í Reykjavík 30. mars 1938. Foreldrar henn- ar voru Jón Heiðberg heildsali og frú Þórey Heiðberg Eyþórs- dóttir. Sigríður var formaður Katta- vinafélagsins frá árinu 1989. STJÓRNMÁL Andstaða sjálfstæðis- manna í stjórnlagaþingsnefnd og málþóf þeirra er sagt valda því að nefndin komst ekki að niðurstöðu um það í gær hvaða tillögur á að leggja fram varð- andi tilhögun í kjölfar ógilding- ar Hæstaréttar á kosningum til stjórnlagaþings. Í Fréttablaðinu í gær kom fram að flest benti til þess að nefnd- in legði til að þeir 25 sem kjörn- ir voru til setu á stjórnlagaþing yrðu skipaðir í stjórnlagaráð. Það verði Alþingi ráðgefandi um breytingar á stjórnarskránni. Ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar forseta að vísa Ice- save-málinu í þjóðaratkvæða- greiðslu á sunnudag hleypti áformum nefndarinnar upp. Í nefndinni sitja fulltrúar allra flokka og er hún einungis með hlutverk ráðgjafa. Það er hins vegar Alþingis að að taka ákvörðun um afdrif málsins. Fari svo að Alþingi ákveði að kjósa skuli að nýju til stjórnlaga- þings á eftir að ákveða hvenær það verður gert. Nefndin fundar aftur eftir hádegi í dag og vonuðust þeir nefndarmenn sem Fréttablaðið ræddi við í gærkvöldi að niður- staða lægi þá fyrir í málinu. - jab Stjórnlagaþingsnefnd kom sér ekki saman um hvaða tillögur skuli leggja fram: Sjálfstæðismenn sagðir tefja STJÓRNMÁL Steingrímur J. Sigfús- son fjármálaráðherra og Ólafur Ragnar Grímsson forseti hafa ekki rætt saman síðan sá síðar- nefndi synjaði í fyrra skipti lögum um Icesave-samninginn staðfest- ingar í janúar á síðasta ári. Áður höfðu þeir fundað reglulega. Þetta kom fram í þættinum Spjallið með Sölva í gær. Spurður út í meintar hótanir sem Ólafur Ragnar hafði á orði í viðtali í Silfri Egils, sagðist Steingrímur ekki tala um trúnaðarsamtöl sem hann hefði átt við forsetann. Fjármálaráðherra og forseti: Hafa ekki fundað í heilt ár VIÐSKIPTI Stjórnendur bresku matvörukeðjunnar Iceland Food íhuga að greiða út 62 milljarða króna í arð. Gangi það eftir falla jafnvirði 43 milljarða króna í hlut skila- nefndar Landsbankans, sem á 67 prósent í Iceland Foods. Skilanefnd Glitnis á tíu prósent og þrír stjórnendur verslunar- innar afganginn. Þar á meðal er Malcolm Walker, forstjóri og stofnandi Iceland Foods. Arðgreiðslan sem fellur í hlut Iceland Food mun væntanlega ganga upp í Icesave-skuldina. - jab Metarðgreiðsla Iceland Food: 62 milljarðar í arðgreiðslur LOKASVAR Alþingismenn hafa síðasta orðið um afdrif stjórnlagaþings. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.