Fréttablaðið - 24.02.2011, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 24.02.2011, Blaðsíða 32
4 • VONBRIGÐI TÓNLIST Aðdáendur Radiohead fögnuðu á dögunum þegar hljómsveitin til- kynnti fyrirvaralaust að ný plata væri handan við hornið. Nokkrum dögum síðar var hún komin: King of Limbs, áttunda breiðskífa hljómsveitarinnar sem virðist ekki geta misstigið sig. Eða hvað? The King of Limbs er tormelt plata. Það er gott og blessað, enda bjóst enginn við auðveldri plötu frá Radiohead. Platan er lágstemmd, tilraunakennd og nei, ekki eins góð og við mátti búast frá jafn frábærri hljómsveit. Radiohead veldur vonbrigðum. Þrátt fyrir digurbarkalega yfir- lýsingu í titlinum þá kemst The King of Limbs ekki með tærnar þar sem síðasta plata Radiohead, In Rainbows, hefur hælana. Lög á borð við Nude, Weird Fishes/Arpeggi, All I Need og Reckoner eru ljósárum framar öllu sem útlimakonungurinn býður upp á. In Rainbows markaði á sínum tíma einhvers konar tímamót í sögu Radiohead. Hljómsveitin virtist vera frjáls undan pressunni að skapa nýjan hljóm eftir að hafa sett ný tilrauna- kennd viðmið á plötum á borð við Kid A og Amnesiac. The King of Limbs er skref aftur á bak að því leyti að hljómsveitin er aftur byrjuð að gera tilraunir. Tilraunir sem reynast í þetta skipti ekkert sérstaklega farsælar. Platan er rislítil og skortir melódíu sem hljómsveitin hefur hingað til verið óhrædd við að bera á borð. Platan er samt ekki slæm. Þvert á móti er The King of Limbs fínasta plata. Smáskífulagið Lotus Flower er flott, rétt eins og hið rólega Codex og Little By Little sem gæti alveg eins verið á plötunni Amnesiac. Flott lög. Fínustu lög. Já já. Það væri nóg ef við værum að tala um einhverja aðra hljómsveit en Radiohead. Eins leiðinlegt og það er að verða fyrir vonbrigðum með Radiohead- plötu þá er á sama tíma léttir að sjá að hljómsveitin er ekki laus við veik- leika. Radiohead er mannleg, gott fólk, en ég vona samt að næsta plata verði betri. - afb RADIOHEAD THE KING OF LIMBS Dánlódaðu: Little By Little, Lotus Flower, Codex Egill Harðarson, ritstjóri Rjómans. is, er ekki hrifinn af The King Of Limbs, og segir hana leiðinleg- ustu plötu Radiohead til þessa. „Þeir misstu mig algerlega eftir OK Computer. Eitt og eitt lag af þessum síðustu plötum hjá þeim hefur náð að komast í gegn. Heilt yfir finnst mér þetta óttalegt væl og lagleysi,“ segir Egill, sem nefnir OK Computer sem eina af sínum uppáhaldsplötum. „Ég fór að sjá þá í Köben 2000 þegar Sigur Rós var að túra með þeim. Þá tóku þeir OK Computer nánast í heild sinni en laumuðu inn nokkrum lögum af Kid A. Ég hugsaði með mér strax þá bara: „Hvað er þetta?“ Þeir voru með svo ríkar laglínur og mikla tilfinningu en svo missa þeir sig í þetta,“ segir hann og bætir við: „Þetta eru óttalegar langlokur og lipurðin er farin úr þessu. Þetta er orðið svo mikið mónótónískt og ég kann ekki að meta það. Það er eins og þeir væru hræddir við að vera stimplaðir sem næstu U2 eftir OK Computer og virðast hafa gjörsamlega misst sig í þessu dóti.“ Egill segir að nýja platan sé skref niður á við miðað við þá síðustu, In Rainbows, sem hann reyndar heillaðist lítið af. Þrátt fyrir skoðun sína telur hann að The King Of Limbs verði ofarlega á árslistum í desember. „Það er sama alveg hvað sumar hljóm- sveitir gera eins og Radiohead og Animal Collective. Það kepp- ast allir við að lofa þetta en mér finnst þetta hundleiðinlegt.“ -fb HUNDLEIÐINLEG PLATA EGILL HARÐARSON Ritstjóri Rjómans.is er ekki hrifinn af The King Of Limbs. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÍS L E N S K A S IA .I S M S A 5 31 35 0 2/ 11 100% HÁGÆÐA MYSUPRÓTEIN WWW.MS.IS NÚ EINNIG FÁANLEGUR Í FERNU VINSÆLASTI PRÓTEINDRYKKUR LANDSINS! HLEðSLA ER KJÖRIN FYRIR ALLA ÞÁ SEM TREYSTA Á HOLLA OG UPPBYGGILEGA NÆRINGU EFTIR GÓðA ÆFINGU, LANGT HLAUP EðA MILLI MÁLA. ÞAð ER ENGIN TILVILJUN Að HLEðSLA ER VINSÆLASTI PRÓTEINDRYKKUR Á ÍSLANDI.* HENTAR VEL FÓLKI MEð MJÓLKURSYKURSÓÞOL. MJÓLKURSAMSALAN NÝBRAGð-TEGUND *S A M K V Æ M T S Ö L U T Ö L U M A C N IE L SE N O G C A PA C E N T 2 . – 3 0. J A N Ú A R 2 01 1.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.