Fréttablaðið - 24.02.2011, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 24.02.2011, Blaðsíða 37
FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2011 Fermingarbörnin eru þegar farin að huga að skóbúnaðinum sem þau munu klæðast í fermingarveislunni. Elísabet Weisshappel Vilhjálmsdóttir, verslunarstjóri hjá Kaupfélaginu og Skór. is í Smáralind, veit hvað krökkunum þykir heitast í dag. „Í raun er skótískan í ár mjög fjölbreytt. Stelpurnar velja mikið fyllta hæla, háa og lága pinnahæla en líka skó með breiðari hælum sem eru að verða meira áberandi núna,“ segir Elísabet og telur krakkana í dag hugsa töluvert út í notagildi fermingarskónna. „Þau vilja geta notað skóna áfram eftir fermingardaginn og því er minna um að stelpurnar séu að kaupa fín- lega bandaskó. Þær kaupa fremur grófari skó og þá oft með fylltum hæl. Þá skó geta þær notað síðar hvunndags og jafnvel í skólann,“ útskýrir hún. Hvíti liturinn hefur oft verið áberandi í fermingartískunni. Er það þannig með fermingarskóna í ár? „Nei, það er nú minnst af hvítu núna. Svart er áberandi að venju en einnig er eitthvað úrval af litum. Til dæmis er húðlitur að koma sterkur inn hjá okkur í ár.“ Elísabet segir fermingarbörn- in þegar farin að huga að skófatn- aðinum fyrir daginn stóra. „Þau hafa flest sterkar skoðanir á því í hverju þau vilja vera,“ segir hún. Oftast er mamma með í för en sum koma þó ein í leit að hinu full- komna pari. Mikið úrval er af kvenskóm í Kaupfélaginu og Skór.is. Þar má þó einnig finna ýmislegt fyrir strákana. „Margir velja svarta strigaskó en þó er einhver fjöldi stráka sem eru orðnir djarfari í litavali,“ segir Elísabet. Hún segir mjög algengt að strákar séu hagsýnir og velji skó sem þeir geti notað áfram eftir ferm- inguna. „En svo eru aðrir sem vilja vera mjög fínir og velja sér spariskó,“ segir hún. Kaupfélagið og Skór.is reka sam- eiginlega verslun í Smáralindinni. Mis- jöfn merki fylgja hverri verslun. Elísa- bet segir Vagabond vinsælasta merkið hjá Kaupfélag- inu en Six mix hjá Skór.is. „Þessi merki eru vinsæl bæði hjá ungu fólki og eldra,“ segir hún og bætir við að Bullbox- er sé einnig vinsælt merki í versluninni. Meðfylgjandi er hluti af því úr- vali sem finna má í versluninni en einnig má skoða Facebook-síðu verslananna undir Kaupfélagið kringlunni/ Smáralind. Krakkarnir vita alveg hvað þeir vilja „Skótískan í ár er mjög fjölbreytt,“ segir Elísabet Weisshappel verslunarstjóri hjá Kaupfélaginu og Skór.is í Smáralind. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Kr inglan | Smáralind kr. 10.995 95kr. 10.9 5kr. 19.99 5kr. 16.99 95kr. 17.9 995kr. 17. 8.995kr. 1 kr. 9.995Stærðir 41 - 46Litir Svart og grátt Stærðir 36 - 41 Litir Svart Stærðir 36 - 41 Litir nnSvart, leður + rúski Stærðir 36 - 41 Litir Svart og beige Stærðir 36 - 41 Litur Svart Stærðir 36 - 41 Litur Svart Stærðir 41 36 - Litir Svart Stærðir 41 - 46 Litir Svart, blátt og dökk grátt FERMINGARFÖT | KYNNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.