Fréttablaðið - 24.02.2011, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 24.02.2011, Blaðsíða 74
24. febrúar 2011 FIMMTUDAGUR42 sport@frettabladid.is ARNÓR ATLASON skoraði 9 mörk fyrir AG Kaupmannahöfn í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í gærkvöldi en það kom þó ekki í veg fyrir að liðið tapaði sínum fyrstu stigum í dönsku úrvalsdeildinni frá því í september. AG gerði þá 26-26 jafntefli við Bjerringbro-Silkeborg. Snorri Steinn Guðjónsson skoraði 1 mark. AG var fyrir leikinn búið að vinna 18 deildar- leiki í röð en þar sem næstu lið töpuðu sínum leikjum í gær jókst forskot AG á toppnum upp í 11 stig. KÖRFUBOLTI Það verður stórleik- ur í Ljónagryfjunni í kvöld þegar Njarðvík tekur á móti nágrönnun- um og erkifjendunum úr Keflavík í Iceland Express deild karla en leikurinn hefst klukkan 19.15. Leikir þessara liða hafa vakið blendnar tilfinningar hjá Keflvík- ingum og Njarðvíkingum síðustu tvö tímabil þar sem tveir af far- sælustu sonum körfunnar í Kefla- vík voru þá í aðalhlutverkum í Njarðvíkurliðinu. Leikurinn í kvöld er hins vegar fyrsti innbyrðisleikur liðanna síðan Keflvíkingurinn Sigurður Ingimundarson hætti að þjálfa Njarðvík og Magnús Þór Gunn- arsson kom aftur til Keflavíkur eftir að hafa spilað með Njarðvík í tvö og hálft tímabil. Keflavík og Njarðvík mættust alls þrettán sinnum á tíma Sigurður og Magn- úsar í Ljónagryfjunni og unnu Keflvíking- ar átta þeirra leikja, þar af sex af síðustu sjö. M a g n ú s Þ ó r Gunnarsson full- komna r ótr ú - lega tvennu í kvöld því hann nær þá á einu og sama tíma- bilinu að spila bæði með Njarðvík á mót i Kefla- v í k og svo með Keflavík á móti Njarðvík. Hann hefur skipt um lið tvisvar sinnum á tíma- bilinu en hefur samt ekki misst úr Reykjanesbæjarslag. Magn- ús Þór sneri aftur til Njarðvík- ur rétt fyrir fyrri leik liðanna í nóvember eftir að hafa byrjað tímabilið með danska liðinu Aaby- høj. Keflavík vann leikinn 78-72 og á því Magnús á hættu að tapa bæði fyrir Keflavík og Njarð- vík á þessu tíma- bili. Magnús hefur í raun ekki misst af innbyrðisleik liðanna síðan í október árið 2000 og mun því leika sinn 46. Reykjanesbæjarslag í röð í kvöld. Enginn leikmaður hefur verið með í öllum leikjum síðan þá en Njarðvíkingurinn Friðrik Stef- ánsson leikur sinn 45. leik í röð í kvöld. Gunnar Einarsson hefur leikið alla innbyrðisleiki liðanna á þessum tíma nema einn. Það munar kannski sex sætum og tólf stigum á liðunum en það má búast við miklum baráttuleik. Keflvíkingar eiga enn möguleika á deildarmeistaratitlinum en Njarð- víkingar eru að berjast fyrir því að komast inn í úrslitakeppnina. Njarðvíkingar tefla fram nýjum bandarískum leikstjórnanda í kvöld og eru með tveimur útlend- ingum fleiri en þeir voru með í fyrri leik liðanna. Það má búast við klassískum slag í körfubolta- bænum í kvöld. - óój Magnús Þór Gunnarsson nær sögulegri tvennu í Reykjanesbæjarslagnum í Ljónagryfjunni í kvöld: Hefur ekki misst af „leiknum“ í áratug MAGNÚS ÞÓR GUNNARSSON Iceland Express kvenna KR - Keflavík 61-63 (28-25) Stig KR: Chazny Morris 17, Margrét Kara Sturludóttir 15 (12 frák.), Hildur Sigurðardóttir 13, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 6, Signý Her- mannsdóttir 4, Hafrún Hálfdánardóttir 4, Helga Einarsdóttir 2. Stig Keflavíkur: Jacquline Adamshick 31 (21 frák.), Pálína Gunnlaugsdóttir 9, Ingibjörg Jakobsdóttir 8, Bryndís Guðmundsdóttir 6, Marina Caran 5, Marín Rós Karlsdóttri 2, Hrund Jóhannsdóttir 2. Haukar - Hamar 59-90 (39-50) Stig Hauka: Kathleen Patricia Snodgrass 14, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 11, Íris Sverrisdóttir 10, Helga Jónasdóttir 9/10 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 7, Gunnhildur Gunnarsdóttir 6, Guðrún Ósk Ámundardóttir 2. Stig Hamars: Kristrún Sigurjónsdóttir 35, Jaleesa Butler 18/14 fráköst, Slavica Dimovska 17/12 stoðsendingar/6 stolnir, Guðbjörg Sverrisdóttir 9, Íris Ásgeirsdóttir 4, Fanney Lind Guðmunds- dóttir 3, Marín Laufey Davíðsdóttir 2, Regína Ösp Guðmundsdóttir 2. Grindavík - Njarðvík 66-74 (30-28) Stig Grindavíkur: Janese Banks 36/9 fráköst, Agnija Reke 10/5 fráköst/7 stoðsendingar, Berglind Anna Magnúsdóttir 8, Helga Hallgríms- dóttir 6/12 fráköst, Heiða B. Valdimarsdóttir 4, Alexandra Marý Hauksdóttir 2. Stig Njarðvíkur: Shayla Fields 33, Dita Liepkalne 21/9 fráköst, Ólöf Helga Pálsdóttir 7, Árnína Lena Rúnarsdóttir 7, Julia Demirer 6. Staðan í A-deildinni: Hamar 18 17 1 1456-1207 34 Keflavík 17 14 3 1408-1113 28 KR 17 10 7 1180-1104 20 Haukar 18 6 12 1139-1236 12 ÚRSLITIN Í GÆR MÍMIR Léttur og lipur fl ísfóðraður pollagalli fyrir börn. Endurskin að framan og aftan. Hægt er að smella hettunni af. pollagalli Verð: 11.500 kr. Stærðir: 86-116 100% PU n ælon DUNLOP Fóðruð heilsteypt barna stígvél með grófum sóla. Létt og hlý. Þola -20°C. fóðruð stígvél Verð: 6.800 kr. (Stærð: 22-28) Verð: 7.800 kr. (Stærð: 29-37) PU e fni Húfa og vettlingar úr Polartec® Thermal Pro® sem er hlýtt og þornar fl jótt. húfa og vettlingar ÓÐINN Verð húfa: 1.600 kr. Verð vettlingar: 1.900 kr. Marg ir liti r FÓTBOLTI Arsenal vann 1-0 heima- sigur á Stoke í ensku úrvalsdeild- inni í gær og minnkaði forskot Manchester United á toppnum í aðeins eitt stig. Franski miðvörð- urinn Sebastien Squillaci, sem hefur mátt þola harða gagnrýni frá stuðningsmönnum Arsenal á tímabilinu, var hetja liðsins þegar hann skoraði sigurmarkið strax á áttundu mínútu leiksins. Arsenal varð samt fyrir tveim- ur áföllum í þessum leik. Cesc Fabregas varð að fara meiddur af velli eftir aðeins 14 mínútna leik og í seinni hálfleiknum meiddist Theo Walcott síðan á ökkla. - óój Enska úrvalsdeildin: Súrt og sætt hjá Arsenal í gær BÁÐIR MEIDDIR Cesc Fabregas og Theo Walcott fóru báðir meiddir af velli í leiknum í gær. MYND/NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Það var farið að stefna í að það yrðu engin mörk skoruðu í tveimur leikjum kvöldsins í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær þegar Bayern tryggði sér 1-0 sigur á síðustu mínútu leiksins því Marseille og Manchester Uni- ted gerðu markalaust jafntefli í Frakklandi. Þrátt fyrir markaleysi á báðum stöðum var ekki hægt að bera skemmtanagildið saman í þessum tveimur leikjum því leikur- inn í Mílanó var mjög fjörugur og skemmtilegur ólíkt varnarsinnuð- um leik beggja liða í Marseille. Bayern München tapaði 0-2 fyrir Inter Milan í úrslitaleik Meistara- deildarinnar á Santiago Bernabeu síðasta vor en Þjóðverjunum tókst að hefna sín á San Siro í Mílanó í gærkvöldi. Þeir eru því í góðum málum fyrir seinni leikinn á heima- velli sínum. Mario Gomez skoraði sigurmark- ið á 90. mínútu þegar hann fylgdi á eftir skoti Arjen Robben en Hollend- ingurinn átti mjög góðan leik í gær. Robben náði þarna enn einu þrumu- skoti að marki Inter en Julio Cesar, markvörður Inter, tókst aðeins að verja boltann út í teiginn þar sem Gomez var á réttum stað og skoraði afar dýrmætt mark fyrir sína menn. Bæði lið höfðu fengið góð færi til þess að skora fyrr í leiknum og þá sérstaklega heimamenn í Inter sem voru mun minna með boltann en tókst þó að skapa sér mörg hættu- leg færi. Tap Inter Milan er enn einn áfell- isdómurinn yfir ítalska boltanum því öll þrjú ítölsku liðin eru líklega á leiðinni út úr keppninni eftir tap á heimavelli í fyrri leiknum. Áður hafði Roma tapað 2-3 heima fyrir úkraínska liðinu Shakhtar Donetsk og þá vann Tottenham 1-0 sigur á AC Milan á San Siro fyrir rúmri viku. Það var lítill sóknarhugur í liðum Marseille og Manchester United sem gerðu steindautt jafntefli á Stade Velodrome í Marseille. Liðin voru aldrei líkleg til þess að skora í þessum leik og það verður von- andi meira fjör í seinni leiknum á Old Trafford. Wayne Rooney og Dimitar Berba- tov voru saman í framlínu United en komust ekki mikið áleiðis í þess- um leik þar sem United-liðið hugs- aði fyrst og fremst um að verja sitt mark. Marseille tók meiri áhættu í seinni hálfleiknum en komst lítið áfram gegn þéttum leik United. „Það var mjög mikilvægt að fá ekki á okkur mark í fyrri leikn- um og það tókst. Þetta var erfiður leikur en við áttum ágæta spretti í seinni hálfleiknum. Það gerði hlutina enn erfiðari fyrir okkur að United breytti leikkerfi sínu í 4-4-2 og var nánast allan leikinn með allt liðið sitt fyrir aftan boltann,“ sagði Didier Deschamps, þjálfari Marseille „Við vorum ekki að spila nálægt okkar besta í þessum leik en við getum bætt fyrir það á Old Traf- ford. Það verður allt annar leik- ur á heimavelli en við verðum að spila betur,“ sagði Michael Carrick, miðjumaður Manchester United. ooj@frettabladid.is Bayern hefndi fyrir tapið í Madrid Mario Gomez tryggði Bayern 1-0 sigur á Inter Milan á San Siro í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöldi og sá til þess að öll ítölsku liðin töpuðu fyrri leiknum á heimavelli í sextán liða úrslitunum. Marseille og Manchester United gerðu steindautt og markalaust jafntefli í Frakklandi. TAKK FYRIR, KAPPI! Louis van Gaal, þjálfari Bayern München, þakkar hér Mario Gomez fyrir eftir leikinn en Gomez tryggði Bayern-liðinu 1-0 sigur með marki á síðustu mínútu leiksins. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.