Fréttablaðið - 24.02.2011, Blaðsíða 74
24. febrúar 2011 FIMMTUDAGUR42
sport@frettabladid.is
ARNÓR ATLASON skoraði 9 mörk fyrir AG Kaupmannahöfn í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í gærkvöldi en það
kom þó ekki í veg fyrir að liðið tapaði sínum fyrstu stigum í dönsku úrvalsdeildinni frá því í september. AG gerði þá 26-26
jafntefli við Bjerringbro-Silkeborg. Snorri Steinn Guðjónsson skoraði 1 mark. AG var fyrir leikinn búið að vinna 18 deildar-
leiki í röð en þar sem næstu lið töpuðu sínum leikjum í gær jókst forskot AG á toppnum upp í 11 stig.
KÖRFUBOLTI Það verður stórleik-
ur í Ljónagryfjunni í kvöld þegar
Njarðvík tekur á móti nágrönnun-
um og erkifjendunum úr Keflavík
í Iceland Express deild karla en
leikurinn hefst klukkan 19.15.
Leikir þessara liða hafa vakið
blendnar tilfinningar hjá Keflvík-
ingum og Njarðvíkingum síðustu
tvö tímabil þar sem tveir af far-
sælustu sonum körfunnar í Kefla-
vík voru þá í aðalhlutverkum í
Njarðvíkurliðinu.
Leikurinn í kvöld er hins vegar
fyrsti innbyrðisleikur liðanna
síðan Keflvíkingurinn Sigurður
Ingimundarson hætti að þjálfa
Njarðvík og Magnús Þór Gunn-
arsson kom aftur til Keflavíkur
eftir að hafa spilað með Njarðvík
í tvö og hálft tímabil. Keflavík
og Njarðvík mættust alls þrettán
sinnum á tíma Sigurður og Magn-
úsar í Ljónagryfjunni
og unnu Keflvíking-
ar átta þeirra leikja,
þar af sex af síðustu
sjö.
M a g n ú s Þ ó r
Gunnarsson full-
komna r ótr ú -
lega tvennu
í kvöld því
hann nær
þá á einu
og sama
tíma-
bilinu
að spila
bæði með
Njarðvík
á mót i
Kefla-
v í k og
svo með
Keflavík á
móti Njarðvík. Hann hefur skipt
um lið tvisvar sinnum á tíma-
bilinu en hefur samt ekki misst
úr Reykjanesbæjarslag. Magn-
ús Þór sneri aftur til Njarðvík-
ur rétt fyrir fyrri leik liðanna
í nóvember eftir að hafa
byrjað tímabilið með
danska liðinu Aaby-
høj. Keflavík vann
leikinn 78-72 og á
því Magnús á hættu
að tapa bæði fyrir
Keflavík og Njarð-
vík á þessu tíma-
bili.
Magnús hefur
í raun ekki misst
af innbyrðisleik
liðanna síðan í
október árið 2000 og mun því leika
sinn 46. Reykjanesbæjarslag í röð
í kvöld. Enginn leikmaður hefur
verið með í öllum leikjum síðan þá
en Njarðvíkingurinn Friðrik Stef-
ánsson leikur sinn 45. leik í röð í
kvöld. Gunnar Einarsson hefur
leikið alla innbyrðisleiki liðanna á
þessum tíma nema einn.
Það munar kannski sex sætum
og tólf stigum á liðunum en það
má búast við miklum baráttuleik.
Keflvíkingar eiga enn möguleika á
deildarmeistaratitlinum en Njarð-
víkingar eru að berjast fyrir því
að komast inn í úrslitakeppnina.
Njarðvíkingar tefla fram nýjum
bandarískum leikstjórnanda í
kvöld og eru með tveimur útlend-
ingum fleiri en þeir voru með í
fyrri leik liðanna. Það má búast
við klassískum slag í körfubolta-
bænum í kvöld. - óój
Magnús Þór Gunnarsson nær sögulegri tvennu í Reykjanesbæjarslagnum í Ljónagryfjunni í kvöld:
Hefur ekki misst af „leiknum“ í áratug
MAGNÚS ÞÓR
GUNNARSSON
Iceland Express kvenna
KR - Keflavík 61-63 (28-25)
Stig KR: Chazny Morris 17, Margrét Kara
Sturludóttir 15 (12 frák.), Hildur Sigurðardóttir
13, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 6, Signý Her-
mannsdóttir 4, Hafrún Hálfdánardóttir 4, Helga
Einarsdóttir 2.
Stig Keflavíkur: Jacquline Adamshick 31 (21
frák.), Pálína Gunnlaugsdóttir 9, Ingibjörg
Jakobsdóttir 8, Bryndís Guðmundsdóttir 6,
Marina Caran 5, Marín Rós Karlsdóttri 2, Hrund
Jóhannsdóttir 2.
Haukar - Hamar 59-90 (39-50)
Stig Hauka: Kathleen Patricia Snodgrass 14,
Ragna Margrét Brynjarsdóttir 11, Íris Sverrisdóttir
10, Helga Jónasdóttir 9/10 fráköst, María Lind
Sigurðardóttir 7, Gunnhildur Gunnarsdóttir 6,
Guðrún Ósk Ámundardóttir 2.
Stig Hamars: Kristrún Sigurjónsdóttir 35, Jaleesa
Butler 18/14 fráköst, Slavica Dimovska 17/12
stoðsendingar/6 stolnir, Guðbjörg Sverrisdóttir
9, Íris Ásgeirsdóttir 4, Fanney Lind Guðmunds-
dóttir 3, Marín Laufey Davíðsdóttir 2, Regína Ösp
Guðmundsdóttir 2.
Grindavík - Njarðvík 66-74 (30-28)
Stig Grindavíkur: Janese Banks 36/9 fráköst,
Agnija Reke 10/5 fráköst/7 stoðsendingar,
Berglind Anna Magnúsdóttir 8, Helga Hallgríms-
dóttir 6/12 fráköst, Heiða B. Valdimarsdóttir 4,
Alexandra Marý Hauksdóttir 2.
Stig Njarðvíkur: Shayla Fields 33, Dita Liepkalne
21/9 fráköst, Ólöf Helga Pálsdóttir 7, Árnína Lena
Rúnarsdóttir 7, Julia Demirer 6.
Staðan í A-deildinni:
Hamar 18 17 1 1456-1207 34
Keflavík 17 14 3 1408-1113 28
KR 17 10 7 1180-1104 20
Haukar 18 6 12 1139-1236 12
ÚRSLITIN Í GÆR
MÍMIR
Léttur og lipur fl ísfóðraður pollagalli fyrir börn.
Endurskin að framan og aftan.
Hægt er að smella hettunni af.
pollagalli
Verð: 11.500 kr.
Stærðir: 86-116
100%
PU n
ælon
DUNLOP
Fóðruð heilsteypt barna stígvél með grófum sóla.
Létt og hlý. Þola -20°C.
fóðruð stígvél
Verð: 6.800 kr.
(Stærð: 22-28)
Verð: 7.800 kr.
(Stærð: 29-37)
PU e
fni
Húfa og vettlingar úr Polartec®
Thermal Pro® sem er hlýtt og þornar fl jótt.
húfa og vettlingar
ÓÐINN
Verð húfa: 1.600 kr.
Verð vettlingar: 1.900 kr. Marg
ir liti
r
FÓTBOLTI Arsenal vann 1-0 heima-
sigur á Stoke í ensku úrvalsdeild-
inni í gær og minnkaði forskot
Manchester United á toppnum í
aðeins eitt stig. Franski miðvörð-
urinn Sebastien Squillaci, sem
hefur mátt þola harða gagnrýni
frá stuðningsmönnum Arsenal
á tímabilinu, var hetja liðsins
þegar hann skoraði sigurmarkið
strax á áttundu mínútu leiksins.
Arsenal varð samt fyrir tveim-
ur áföllum í þessum leik. Cesc
Fabregas varð að fara meiddur af
velli eftir aðeins 14 mínútna leik
og í seinni hálfleiknum meiddist
Theo Walcott síðan á ökkla. - óój
Enska úrvalsdeildin:
Súrt og sætt hjá
Arsenal í gær
BÁÐIR MEIDDIR Cesc Fabregas og Theo
Walcott fóru báðir meiddir af velli í
leiknum í gær. MYND/NORDICPHOTOS/GETTY
FÓTBOLTI Það var farið að stefna í
að það yrðu engin mörk skoruðu í
tveimur leikjum kvöldsins í 16 liða
úrslitum Meistaradeildar Evrópu
í gær þegar Bayern tryggði sér
1-0 sigur á síðustu mínútu leiksins
því Marseille og Manchester Uni-
ted gerðu markalaust jafntefli í
Frakklandi. Þrátt fyrir markaleysi
á báðum stöðum var ekki hægt að
bera skemmtanagildið saman í
þessum tveimur leikjum því leikur-
inn í Mílanó var mjög fjörugur og
skemmtilegur ólíkt varnarsinnuð-
um leik beggja liða í Marseille.
Bayern München tapaði 0-2 fyrir
Inter Milan í úrslitaleik Meistara-
deildarinnar á Santiago Bernabeu
síðasta vor en Þjóðverjunum tókst
að hefna sín á San Siro í Mílanó í
gærkvöldi. Þeir eru því í góðum
málum fyrir seinni leikinn á heima-
velli sínum.
Mario Gomez skoraði sigurmark-
ið á 90. mínútu þegar hann fylgdi á
eftir skoti Arjen Robben en Hollend-
ingurinn átti mjög góðan leik í gær.
Robben náði þarna enn einu þrumu-
skoti að marki Inter en Julio Cesar,
markvörður Inter, tókst aðeins að
verja boltann út í teiginn þar sem
Gomez var á réttum stað og skoraði
afar dýrmætt mark fyrir sína menn.
Bæði lið höfðu fengið góð færi til
þess að skora fyrr í leiknum og þá
sérstaklega heimamenn í Inter sem
voru mun minna með boltann en
tókst þó að skapa sér mörg hættu-
leg færi.
Tap Inter Milan er enn einn áfell-
isdómurinn yfir ítalska boltanum
því öll þrjú ítölsku liðin eru líklega
á leiðinni út úr keppninni eftir tap
á heimavelli í fyrri leiknum. Áður
hafði Roma tapað 2-3 heima fyrir
úkraínska liðinu Shakhtar Donetsk
og þá vann Tottenham 1-0 sigur á
AC Milan á San Siro fyrir rúmri
viku.
Það var lítill sóknarhugur í liðum
Marseille og Manchester United
sem gerðu steindautt jafntefli á
Stade Velodrome í Marseille. Liðin
voru aldrei líkleg til þess að skora
í þessum leik og það verður von-
andi meira fjör í seinni leiknum á
Old Trafford.
Wayne Rooney og Dimitar Berba-
tov voru saman í framlínu United
en komust ekki mikið áleiðis í þess-
um leik þar sem United-liðið hugs-
aði fyrst og fremst um að verja sitt
mark. Marseille tók meiri áhættu
í seinni hálfleiknum en komst lítið
áfram gegn þéttum leik United.
„Það var mjög mikilvægt að fá
ekki á okkur mark í fyrri leikn-
um og það tókst. Þetta var erfiður
leikur en við áttum ágæta spretti
í seinni hálfleiknum. Það gerði
hlutina enn erfiðari fyrir okkur að
United breytti leikkerfi sínu í 4-4-2
og var nánast allan leikinn með
allt liðið sitt fyrir aftan boltann,“
sagði Didier Deschamps, þjálfari
Marseille
„Við vorum ekki að spila nálægt
okkar besta í þessum leik en við
getum bætt fyrir það á Old Traf-
ford. Það verður allt annar leik-
ur á heimavelli en við verðum að
spila betur,“ sagði Michael Carrick,
miðjumaður Manchester United.
ooj@frettabladid.is
Bayern hefndi fyrir tapið í Madrid
Mario Gomez tryggði Bayern 1-0 sigur á Inter Milan á San Siro í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar
í gærkvöldi og sá til þess að öll ítölsku liðin töpuðu fyrri leiknum á heimavelli í sextán liða úrslitunum.
Marseille og Manchester United gerðu steindautt og markalaust jafntefli í Frakklandi.
TAKK FYRIR, KAPPI! Louis van Gaal, þjálfari Bayern München, þakkar hér Mario
Gomez fyrir eftir leikinn en Gomez tryggði Bayern-liðinu 1-0 sigur með marki á
síðustu mínútu leiksins. FRÉTTABLAÐIÐ/AP