Fréttablaðið - 24.02.2011, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 24.02.2011, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 24. febrúar 2011 21 Í viðtali við Ástu Sýrusdóttur, framkvæmdastjóra Purity Herbs, sem birtist í blaðinu „Akureyri“ 2. desember sl. undir fyrirsögninni „Vottun er oft sjón- hverfing“ eru nokkrar meinlegar rangfærslur sem þörf er á að leið- rétta. Þar heldur hún því fram að vottun sé blekkingarleikur og að vörur sem hlotið hafa lífræna vott- un geti innihaldið skaðleg kemísk efni. Með þessu er gerð tilraun til að varpa rýrð á það mikilvæga þróunarstarf sem framleiðend- ur vottaðra lífrænna afurða hafa unnið á liðnum áratugum, ekki síst í þágu íslenskra neytenda. Þá er með þessu sömuleiðis gert lítið úr vottun lífrænna afurða sem Vottunarstofan Tún annast hér á landi. Hafa ber í huga að Tún er faggildur vottunaraðili sem fylgir alþjóðlegum stöðlum í sínu vott- unarstarfi og á samstarf við virta vottunaraðila í öðrum löndum, m.a. Soil Association í Bretlandi. Þær vörur sem hljóta vottun Túns þurfa að uppfylla strangar kröfur í samræmi við ítarlegt regluverk IFOAM (sem er alþjóðleg hreyf- ing fagaðila á þessu sviði) og ESB um lífræna framleiðslu. Vottun líf- rænna snyrti- og heilsuvara bygg- ir á fjölþjóðlegu samstarfi leiðandi vottunarstofa í Evrópu. Með ósk um vottun er óháðum aðila falið að ganga úr skugga um að viðkomandi framleiðandi vinni í samræmi við opinberlega skil- greindar aðferðir. Á grundvelli vottunar fær framleiðandinn heimild til að merkja afurð sína með vottunarmerki. Hin leiðin er að fyrir tæki votti sjálf eigin verð- leika, en sjálfsvottun býður heim hættunni á sjónhverfingum og skrumi sem kann að skaða hags- muni þeirra sem raunverulega vinna eftir lífrænum aðferðum. Af þeim sökum er vottun óháðs aðila nú lögbundin fyrir lífræna land- búnaðarframleiðslu og krafan um vottun breiðist ört út til iðngreina sem byggja á lífrænum hráefnum. Í umræddri grein er m.a. haft eftir Ástu að „ekki fari á milli mála að jurtirnar sem notaðar eru í t.d. krem frá Purity Herbs séu eins hreinar og kraftmiklar og kost- ur er. Þær jurtir sem tíndar séu innan girðingar á vottuðum svæð- um hafi ekki neina yfirburði yfir þær fersku jurtir sem fyrirtæk- ið nýtir sér og bæti engu við gæði varanna.“ Hér gætir misskilnings á því hver tilgangur vottunar er. Vottunin felur ekki í sér flóknar efnagreiningar á efnasamsetningu jurtanna. Með vottun er gengið úr skugga um að jurtunum sé safnað á landi sem framleiðandinn hefur eftirlit með og ábyrgist að hvorki fái tilbúinn áburð eða eiturefni, hvort sem það er afgirt eða ekki, og að nýtingin sé sjálfbær þann- ig að ekki sé gengið of nærri nátt- úrulegu gróðurjafnvægi svæðis- ins. Án vottunar hefur neytandinn enga tryggingu gegn því að jurt- unum sé safnað úr vegköntum eða öðrum eftirlitslausum svæðum. Vottun snýst um neytendavernd; að tryggja það að lífrænum aðferðum hafi raunverulega verið beitt við gerð vöru sem sögð er vera lífræn. Þá segir Ásta enn fremur í umræddu viðtali: „Ég er talsmaður þess að engin leyndarmál fylgi framleiðslu á snyrtivörum, ekki frekar en t.d. í matvælaframleiðslu, en það hefur því miður borið á því að neytendur séu blekktir. Sumir telja að sé vara vottuð þýði það að allt innihald hennar sé lífrænt ræktað, en svo er ekki. Það kemur fyrir að bara jurtirnar séu vottaðar en svo er ýmsum efnum bætt við og jafnvel er leyfilegt að nota ákveð- ið hlutfall af kemískum og óæski- legum efnum í vottaðri vöru.“ Hér fullyrðir Ásta meir en hófi gegnir, og skal henni bent á að kynna sér reglur um vinnslu lífrænna afurða sem eru afdráttarlausar í kröfum til samsetningar og merkinga. Ef samsett vara er kynnt sem lífræn verða minnst 95% landbún- aðarefna hennar að vera vottuð lífræn. Í almennum matvæla- og snyrtivöruiðnaði eru leyfð hundr- uð aukefna. En í lífrænni fram- leiðslu er einungis lítill hluti þeirra leyfður og notkun þeirra jafnan háð ströngum skilyrðum sem tilgreind eru í stöðlum, eftir að gengið hefur verið úr skugga um að efnin séu ekki skaðleg. Þannig eru t.d. para- benar, sodium lauryl sulfate og fleiri umdeild efni sem finnast í flestum hefðbundnum snyrtivörum ekki leyfð í lífrænum vörum. Því miður kemur fyrir að neyt- endur eru blekktir, t.d. með því að vörur séu merktar lífrænar án þess að þær hafi hlotið til þess vottun. Því þurfa neytendur að sýna árvekni og leita eftir vottun- armerki á þeim vörum sem sagð- ar eru lífrænar. Ef vottunarmerki vantar er engin vissa fyrir því að varan uppfylli þær ströngu kröf- ur sem gerðar eru til lífrænnar framleiðslu. Staðlar og vottun eru trygging fyrir gegnsæi og trausti á markaði – andhverfa sjónhverfinga og blekkinga. Vottun í stað sjónhverfinga Vottun Rannveig Guðleifsdóttir verkefnastjóri Þriðjudaginn 15. þ.m. var mynd-uð í Þjóðmenningarhúsinu „Já- hreyfing“ þeirra samtaka sem aðhyllast inngöngu Íslands í ESB. Daginn eftir birti hún heilsíðuaug- lýsingu í blöðum þar sem taldir voru upp nokkrir kostir þess fyrir íslenska þjóð að ganga í ESB. Ein setning auglýsingarinnar var „Við fáum ódýrari og fjölbreyttari mat“. Auglýsingin varð hins vegar til þess að aðstoðarmaður menntamála- ráðherra, Elías Jón Guðjónsson, sá ástæðu til að spyrja já-hreyfinguna hvaða matvælategundir það væru sem myndu auðga íslenska matar- menningu við ESB-aðild. Og hann vildi að fleiri beindu spurningunni til þessarar hreyfingar. Hann segist vera mikill sælkeri og vildi því vita hvað myndi auka sællífi hans við ESB-aðild. Þessari ágætu spurningu fylgdi að vísu aulaleg uppnefning sem svo gjarnan vill loða við mál- flutning ESB-andstæðinga og varla samrýmist stöðu mannsins. Nú vill svo til að ég deili því með Elíasi að vera mikill sælkeri og hef haft það fyrir sið er ég heimsæki önnur lönd að fara í stórmarkaði og kynna mér vöruúrval og ekki hvað síst verðlag. Það vill einnig svo vel til að ég er nú þessa mánuðina í námsleyfi og staddur við nám í Berlín. Eins og Elías kannski veit er ESB einn markaður fyrir land- búnaðarafurðir og því er alls stað- ar í sambandinu hægt að fá land- búnaðarvörur úr öllum afkimum þess. Hér í stórmörkuðum er því hægt að fá skinku frá Spáni eða Ítalíu, óteljandi tegundir osta t.d. frá Frakklandi og svo gæti ég lengi talið, fjölbreytileikinn er mikill, í alls konar pakkningum og tilverkað með ýmsum hætti. Og verðið maður! Franskur „Le Coq de France“ hvítostur, 200 g, kostar eina evru! Hér er hins vegar ekki hægt að fá íslenska osta, hangikjöt eða súrsaða hrútspunga. Hvers vegna skyldi það nú vera? Ekki veit ég hvort Elías hefur komið til útlanda eða farið í stórmarkaði erlendra stórborga. Hafi hann gert það hljómar þessi spurn- ing hans aulaleg. Ísland er ekki í dag aðili að hinum stóra evrópska markaði hvað varðar landbúnaðar- afurðir. Til að opna fyrir möguleika á sölu vissra íslenskra landbúnað- arafurða í Evrópu (og þá eingöngu óunninna afurða, s.s. lambakjöts í heilum skrokkum) hefur verið opnað fyrir innflutning á vissum evrópsk- um landbúnaðarafurðum til Íslands í mjög takmörkuðu magni og sem síðan eru settir á ofurtollar svo sala þeirra er óraunveruleg. Það hlýtur að vera nokkuð augljóst að við inn- göngu Íslands í ESB mun fjölbreyti- leiki matar aukast verulega, frá öllum kimum sambandsins. Ef sælkerinn Elías á leið um Berlín á næstu mánuðum skal ég með ánægju sýna honum fjölbreyti- leika matar í ESB. Og svo gerum við verðkönnun. Með kveðju frá ESB-nötter í Berlín. Fjölbreytileiki matar í ESB Ísland og ESB Kristján E. Guðmundsson félagsfræðingur og framhaldsskólakennari Ekki veit ég hvort Elías hefur komið til útlanda eða farið í stór- markaði erlendra stórborga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.