Fréttablaðið - 24.02.2011, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 24.02.2011, Blaðsíða 35
Það er ekkert grín að verða skilinn eftir á óvinveittri plánetu eftir misheppnaða innrás. Þetta er raunveruleikinn sem blasir við söguhetjunum í Killzone 3. Sögu- þráður þessa nýja kafla í epískri stríðsseríu Guerrilla Games hefst nákvæmlega þar sem Killzone 2 lauk. Þessi söguþráður er kannski ekki ýkja merkilegur en leikurinn má eiga það að hann slær ekkert af. Hann er á 100% keyrslu allan tímann og það er aldrei dautt andartak. Killzone 3, líkt og forveri hans, státar af þeirri nýbreytni að bjóða upp á „cover system“, það er að segja að menn geta leitað sér skjóls undan stöðugri skothríð óvinanna á bak við bíla, veggi og fleira í þeim dúr. Kerfi af þessu tagi er nánast skylda í þriðju persónu skotleikjum en afar sjaldséð í fyrstu persónu skot- leikjum. Það sem virðist kannski í fyrstu vera óþægileg við- bót reynist, þegar á spilun líður, nauðsynlegur hluti af leiknum og maður furðar sig á því að fleiri leikir státi ekki af svona kerfi. Killzone 3 er með framúrskarandi grafík og hljóð. Því miður á undir- ritaður ekki þrívíddarsjón- varp svo að ekki var unnt að prófa þrívíddarfídus leiksins. Move-hlutinn var hins vegar prufukeyrður og hann virkar þrusuvel, þó svo að tilfinningin af Move-spilun væri eflaust mun betri með Sharpshoo- ter-statífinu sem er væntanlegt í verslanir. Eins og góðum skotleik sæmir býður Killzone 3 upp á fjölspilun á netinu, en vefþjónarnir hafa fram til þessa verið lokaðir og því er ekki unnt að prufukeyra net- spilunina. Leikurinn er þó með svokallað Bot-mode þar sem leikmenn geta prufukeyrt netspilunarhlut- ann á móti tölvustýrðum andstæðingum. Þar geta menn æft sig í vernduðu umhverfi án þess að þurfa að hlusta á sorakjaft ann- arra leikmanna. Auk þess geta tveir leikmenn spilað saman í gegnum söguþráð leiksins, en það er mikill galli að sá spilunarmögu- leiki virkar ekki í gegnum netið, einungis á deiliskjá (splitscreen). Killzone 3 er virkilega góður leikur og skyldueign fyrir þá sem vilja sjá hvernig næfur- þunnri sögu leikjaseríunnar vindur áfram. Leikurinn er í raun adrena- línsprengja frá upphafi til enda og það er varla hægt að kvarta undan því. POPPLEIKUR: KILLZONE 3 100% KEYRSLA FRÁ UPPHAFI TIL ENDA Marvel vs. Capcom 3: Fate of two worlds er líklega leikur sem höfðar til allra nörda. Hér er búið að taka þverskurð af þessum tveimur heimum, það er að segja persónunum sem hafa gert þá fræga, og þeim att saman í flogaveikihvetjandi slags- málaleik. Hérna geta menn brugðið sér í hlutverk þekktra fígúra svo sem Wolverine, Spiderman, Hulk og Dead Pool og barið líf- tóruna úr persónum á borð við Dante, Albert Wesker, Chun-Li og Ryu. Leikmenn velja sér þrjár persónur af rúmlega 30 og geta svo spilað í gegnum frekar aumkunarverðan söguþráð leiksins eða tekist á við aðra á net- inu. Öll framsetning leiksins er til fyrirmyndar. Leikurinn er í flottum teiknimyndastíl og er alltaf nóg um að vera á skjánum, stundum eiginlega of mikið. Það hversu oft skjárinn blikkar ætti að minnsta kosti að geta valdið nokkrum flogaveikiköstum. Þeir sem hafa einhvern tímann spilað Street Fig- hter leik eða fyrri Marvel vs. Capcom leiki ættu að kannast vel við stjórnkerfi leiksins. Hérna ráða þeir ríkjum sem geta lært utan að langar runur af skipunum og eru færir um að slá þær inn nógu hratt. Takist það eru menn í góðum málum og leikurinn breytist í hálfgert litasýru- tripp þar sem spilun leiksins verður svo hröð að augun ná ómögulega að móttaka allt sem gerist á skjánum. Sumum myndi kannski þykja það gott að geta valið úr yfir 30 persónum en miðað við það að Marvel vs. Capcom 2 innihélt tæplega 60 persónur verður að segjast að úrvalið veldur sárum vonbrigðum. Til að gera málið enn leiðinlegra hafa framleið- endur leiksins kosið að stríða leikmönnum með því að skeyta inn í leikinn persónum sem notendur hafa engan möguleika á að spila. Ýmsar hetjur á borð við Daredevil og Ghostrider birtast í aukahlutverkum en verða líklega ekki aðgengilegar nema Capcom ákveði að bjóða upp á þær sem aukaefni, gegn greiðslu. Marvel vs. Capcom 3 er af- bragðs slagsmálaleikur og nær frábærlega að höfða til jafnt teiknimyndasögu- sem tölvu- leikjanörda. Þeir sem hafa látið sig dreyma um að láta á það reyna hvort Ryu er meira hörkutól en Wolverine eða hvort Zero úr Megaman-seríunni geti eitthvað á móti Hulk geta nú skemmt sér konunglega við að komast að „sannleikanum“. POPPLEIKUR: MARVEL VS. CAPCOM 3 FLOGAVEIKIKAST HEFST EFTIR 3 … 2 … 1 … GRAFÍK HLJÓÐ SPILUN NIÐURSTAÐA ENDING KILL- ZONE 3 5/5 4/5 5/5 5/5 4/5 GRAFÍK HLJÓÐ SPILUN NIÐURSTAÐA ENDING MARVEL VS. CAP- COM 3 4/5 5/5 4/5 4/5 4/5 KEYRSLA Leikurinn gerist jafnt í geysistórum geimskipum sem ísilögðum hernaðarbækistöðvum. FLOTTIR Ryu og Wolverine takast á um hvor skarti betri hárgreiðslu. gerðu tónlist á makkann þinn Opið fyrir ProTools 9, Logic, Sonar, ofl. Symphony I/O
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.