Fréttablaðið - 24.02.2011, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 24.02.2011, Blaðsíða 39
FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2011 Fermingarfötin eru mikilvæg á stóra deginum. Í ár er fermingarlínan mjög fjölbreytt og hefur aldrei verið stærri. „Í ár lögðum við okkur fram um að bjóða upp á fjölbreyttan fatn- að fyrir fermingarstrákana, bæði hvað varðar gott verð og eins að notagildið væri mikið,“ segir Sindri Snær Jensson, verslunar- stjóri í Gallerí Sautján í Kringl- unni, um fermingarfatatískuna hjá strákum þetta árið. Hann segir strákana spennta fyrir að poppa útlitið upp með hött- um, slaufum, axlaböndum og vasaklútum í alls konar litum. „Í ár kynnum við til leiks mjög falleg grá jakkaföt á strákana og að sjálfsögðu erum við líka með okkar vinsælu svörtu föt á þá líka. Fyrir þá sem vilja fara aðrar leið- ir bjóðum við upp á jakkana eða buxurnar stakar og eru þá strák- arnir oft að taka gallabuxur við stöku jakkana sem þeir geta svo notað í skólann eftir ferminguna. Úrvalið af skyrtum er fjöl- breytt í ár. Þó svo að hvítu, svörtu og rauðu skyrturnar hafi alltaf verið vinsælastar eru aðrir sem vilja breyta til og fyrir þá erum við með köflóttar svartar og rauð- ar skyrtur sem hafa mælst vel fyrir. Vesti njóta einnig vinsælda í ár og eru tekin bæði við gallabuxur, skyrtu og bindi eða við jakkaföt sem þrískipt föt. Þá er stíllinn á strákunum orðinn innblásinn af þáttum eins og Mad Men og Boardwalk Empire og fyrir þá sem vilja fara alla leið bjóðum við upp á flottan tvíhnepptan frakka til að setja flottan heild- arsvip á útlitið.“ Sindri segir alla geta fundið eitthvað við sitt hæfi í versluninni og að áhersla sé lögð á að strákarnir fari ánægðir út. „Úrvalið hefur aldrei verið meira hjá okkur, en við höfum boðið upp á fermingarföt í tuttugu ár. Við leggjum mikla áherslu á að strákarnir geti notað fötin áfram eftir ferminguna og bjóðum til dæmis upp á Bobby Burns striga- skó á góðu verði bæði í svörtu og hvítu. Strákarnir geta notað þá við jakkafötin á fermingardag- inn og eftir það geta þeir farið í þeim í skólann.“ Strákarnir fara ánægðir út Starfsmenn herradeildar Gallerí Sautján í Kringlunni ásamt vel klæddum fermingardreng.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.