Fréttablaðið - 24.02.2011, Page 39
FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2011
Fermingarfötin eru mikilvæg
á stóra deginum. Í ár er
fermingarlínan mjög fjölbreytt
og hefur aldrei verið stærri.
„Í ár lögðum við okkur fram um
að bjóða upp á fjölbreyttan fatn-
að fyrir fermingarstrákana, bæði
hvað varðar gott verð og eins að
notagildið væri mikið,“ segir
Sindri Snær Jensson, verslunar-
stjóri í Gallerí Sautján í Kringl-
unni, um fermingarfatatískuna
hjá strákum þetta árið. Hann
segir strákana spennta fyrir
að poppa útlitið upp með hött-
um, slaufum, axlaböndum og
vasaklútum í alls konar litum.
„Í ár kynnum við til leiks mjög
falleg grá jakkaföt á strákana og
að sjálfsögðu erum við líka með
okkar vinsælu svörtu föt á þá líka.
Fyrir þá sem vilja fara aðrar leið-
ir bjóðum við upp á jakkana eða
buxurnar stakar og eru þá strák-
arnir oft að taka gallabuxur við
stöku jakkana sem þeir geta svo
notað í skólann eftir ferminguna.
Úrvalið af skyrtum er fjöl-
breytt í ár. Þó svo að hvítu, svörtu
og rauðu skyrturnar hafi alltaf
verið vinsælastar eru aðrir sem
vilja breyta til og fyrir þá erum
við með köflóttar svartar og rauð-
ar skyrtur sem hafa mælst vel
fyrir.
Vesti njóta einnig vinsælda í ár
og eru tekin bæði við gallabuxur,
skyrtu og bindi eða við jakkaföt
sem þrískipt föt. Þá er stíllinn
á strákunum orðinn innblásinn
af þáttum eins og Mad Men og
Boardwalk Empire og fyrir þá
sem vilja fara alla leið bjóðum
við upp á flottan tvíhnepptan
frakka til að setja flottan heild-
arsvip á útlitið.“ Sindri segir alla
geta fundið eitthvað við sitt hæfi
í versluninni og að áhersla sé lögð
á að strákarnir fari ánægðir út.
„Úrvalið hefur aldrei verið
meira hjá okkur, en við höfum
boðið upp á fermingarföt í tuttugu
ár. Við leggjum mikla áherslu á að
strákarnir geti notað fötin áfram
eftir ferminguna og bjóðum til
dæmis upp á Bobby Burns striga-
skó á góðu verði bæði í svörtu og
hvítu. Strákarnir geta notað þá
við jakkafötin á fermingardag-
inn og eftir það geta þeir farið í
þeim í skólann.“
Strákarnir fara ánægðir út
Starfsmenn herradeildar Gallerí Sautján í Kringlunni ásamt vel klæddum fermingardreng.