Fréttablaðið - 24.02.2011, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 24.02.2011, Blaðsíða 48
Óskarsverðlaunin verða afhent á sunnudaginn. Tíu frábærar myndir eru tilnefndar sem besta myndin, en hver tekur styttuna heim? Þessi úttekt mun eflaust ekki hjálpa þér að átta þig á því, en reyndu að hafa gaman af henni. EF ÓSKARSVERÐLAUNIN VÆRU KEPPNI Í ÞUNGAROKKI BÍÓ PHIL ANSELMO ER THE FIGHTER Boxáhuga- maðurinn Phil Anselmo úr Pantera stútaði hljóm- sveitinni með því að vera sífellt upp á kant við hljómsveitarfélaga sína. ROB HALFORD ER THE KIDS ARE ALL RIGHT Rob Halford, sam- kynhneigðasti maður þungarokksins, er að sjálfsögðu lesbíumyndin The Kids Are All Right. LEMMY ER BLACK SWAN Lemmy getur verið sturlaður á sviði einn daginn og haldið ræðu fyrir breska þingmenn þann næsta. Sem sagt alveg klikkaður eins og söguhetja Black Swan. JAMES HETFIELD ER TRUE GRIT James Hetfield er jafn amerískur og söguhetja True Grit, leikinn af Jeff Bridges. Svo ganga þeir báðir í kúrekastígvélum. LARS ULRICH ER TOY STORY 3 Lars Ulrich gæti náttúrlega verið teiknimyndapersóna. Hann er lítill, skrítinn og með furðulega rödd. Þess vegna er hann Toy Story 3. RICK ALLEN ER 127 HOURS Rick Allen, trommari Def Leppard, er einhentur, eins og söguhetja 127 Hours varð. Hann skar reyndar ekki af sér höndina, heldur missti hana í slysi. Svo er Def Leppard reyndar ekki þungarokk, en okkur vantaði einhentan gaur. JENS KIDMAN ER INCEPTION Draumur inni í draumi inni í draumi. Inni í draumi. Alveg eins og Jens Kidman og félagar í Mes- huggah: Taktur inni í takti inni í takti. BRENT HINDS ER THE SOCIAL NETWORK Gæðamynd fyrir fólk sem kann ekki að meta gæðamyndir. Allir elska The Social Network, alveg eins og allir elska Brent Hinds og félaga í Mastodon. „Ég vil að Black Swan vinni, ein- faldlega af því að myndir sem fá mann til að öskra af pjúra geðshræringu vegna þess hversu geðveikislega klikkaðar þær eru koma allt of sjaldan, en … Ég held að The King‘s Speech vinni, ein- faldlega af því að það er mynd, vissulega frábær mynd, en mynd sem höfðar til akademíunnar á breiðari hátt en Black Swan. Auk þess hefur hún verið að rúlla upp flestum öðrum fagverðlaunahátíðum, sem hafa reynst góður mælikvarði á Óskarssigurvegara. Erlingur Grétar Einarsson, ritstjóri Mynda mánaðarins „Flest bendir til þess að The King‘s Speech taki þetta. Mesta ógnin við hana er The Social Network. Það kæmi mér þó á óvart ef hún yrði sigurvegari. Í leikstjóraflokknum er slagurinn milli þessara tveggja mynda jafnari og báðir leikstjórar eru með svipaðan meðbyr. En akademían er oftast fyrirsjáanleg og er mikill sökker fyrir myndum eins og The King‘s Speech, sem er reyndar alveg frábær mynd og á verðlaunin fyllilega skilið. Sjálfur held ég þó með Danny Boyle og mynd hans, 127 Hours, en ég er ennþá að jafna mig eftir það áhorf. Lumiere-bræður væru stoltir af Danny Boyle.“ Haukur Viðar Alfreðsson, kvikmyndagagnrýnandi Fréttablaðsins HVAÐ SEGJA SPEKINGARNIR? KERRY KING ER WINTER‘S BONE Myndin sem hinn almenni borgari veit ekkert um en spekingarnir elska. Þekkir þú Kerry King? Örugglega ekki, en metal- hausinn vinur þinn elskar hann. OZZY ER THE KING’S SPEECH Myndin fjallar um konung sem stamar. Ozzy Osbourne er kóngurinn og mál- haltur eftir áralanga misnotkun á eitur- lyfjum. 9. HVER VINNUR! ÞÚ SENDIR SMS SKEYTIÐ ESL KILL Á NÚMERIÐ 1900. ÞÚ FÆRÐ SPURNINGU. ÞÚ SVARAR MEÐ ÞVÍ AÐ SENDA SMS SKEYTIÐ ESL A, B EÐA C Á NÚMERIÐ 1900. ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! VILTU VINNA PS3 + KILLZONE 3 + SHARPSHOOTER? GEGGJAÐIR AUKAVINNINGAR Killzone 2 PS3 DVD myndir Tölvuleikir Fullt af gosi! AÐA LVIN NIN GUR : VINNINGAR VERÐA AFHENTIR Í ELKO LINDUM, KÓPAVOGI. MEÐ ÞVÍ AÐ TAKA ÞÁTT ERTU KOMINN Í SMS KLÚBB. 149 KR/SMS-IÐ. ÞÚ FÆRÐ 5 MÍN TIL AÐ SVARA SPURNINGU. LEIK LÍKUR 4. MARS 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.