Fréttablaðið - 24.02.2011, Blaðsíða 42
24. FEBRÚAR 2011 FIMMTUDAGUR6 ● fermingarföt
Eiríkur Örn Norðdahl rithöfundur
„Ég man nú eiginlega ekkert eftir þeim. Jú, rauður jakki og svartar
buxur. Voða ómerkilegt og engin pæling þar að baki. Enda var ég full-
komlega ókaldhæðinn unglingur og ófær um að gera
hlutina eins og ég vildi – ég hugsa að foreldrar
mínir hafi valið þetta. Ég var mjög herramanns-
legur. Ef ég hefði kunnað að rísa upp á afturlapp-
irnar hefði ég verið með sítt hár í rennilásaleð-
urjakka. En þess í stað var ég bara snyrti-
legur og fínn. Enda mikil kúnst að kunna að
ráða sér sjálfur – kúnst sem ég hef enn ekki
fyllilega náð tökum á.“
Varstu með hatt? „Ha ha – nei.“
Þú fermdist árið 1992. Manstu hvernig tískan var
þá? „Í mínum heimi var það sítt skítugt hár
og rennilásaleðurjakkar. Hermanna-
klossar. Snjóþvegnar gallabux-
ur. Ég veit ekki hvernig það var
fyrir aðra – er ekki viss um að
ég hafi haft neina sýn á fólkið
í kringum mig, fyrir utan þá
sem voru með mér í bekk. Og
kannski bara meira að segja
mjög fáa af þeim – það voru
víst ekki margir síðhærðir í
rennilásaleðurjökkum. En
þeir voru aðal.“
Í versluninni Bata fást ítalskir
fermingarskór í úrvali. Fylltir og
litlir hælar eru áberandi hjá stelp-
unum en strákarnir geta valið um
fína eða sportlega leðurskó.
Verslunin Bata, sem var opnuð í
Smáralind fyrir tæpu ári, selur ít-
alska skó á alla fjölskylduna. Þar
er hægt að fá fermingarskó fyrir
bæði kyn auk þess sem mömm-
ur, pabbar, afar, ömmur og lítil
systkini geta fundið eitthvað við
sitt hæfi.
Hildur Björk Guðmundsdóttir,
eigandi verslunarinnar, segir
fyllta hæla sérstaklega vinsæla í
ár auk þess sem litli hællinn sé að
koma aftur inn. „Hann er stelpu-
legur og fer vel við fermingar-
dressið.“ Fylltu hælarnir eru
klæddir textílefni og fást í ljósu,
svörtu og gallaefni. Litlu hælarnir
fást í rauðu, hvítu, svörtu og bláu
og ætti því að vera hægt að velja
lit í stíl við fötin. Hildur segist auk
þess vera með gott úrval af skóm
á strákana, bæði fína og sportlega.
„Við erum alltaf með númer niður
í fjörutíu og jafnvel þrjátíu og níu
fyrir strákana en dömustærðirnar
eru frá þrjátíu og fimm til fjörutíu
og eitt.“
Bata var stofnað í Tékklandi
árið 1894 en nú hefur fyrirtækið
aðsetur á Ítalíu. Bata hefur um-
sjón með um fimm þúsund sér-
leyfisverslunum víða um heim og
er verslunin í Smáralind sú fyrsta
hér á landi.
„Tengdapabbi minn kynnti þetta
merki fyrir okkur hjónunum. Upp-
haflega féllum við fyrir barna-
skónum, enda fannst okkur vanta
skóverslun með góða barnaskó, en
svo bættist hitt smám saman við.
Í dag má í raun segja að við séum
með skó fyrir núll til hundrað ára
og er um leður að ræða í níutíu
prósentum tilfella.
Þá höfum við bætt við leður-
jökkum, beltum, töskum og klútum
sem er gaman að hafa með. Núna
erum við að taka inn nýja send-
ingu fyrir vorið og er búðin full
af glæsilegum skóm bæði fyrir
dömur og herra.“
Litli hællinn snýr aftur
Hildur Björk segir alla fjölskyldu fermingarbarna geta fundið skó við hæfi í Bata.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Óhætt er að segja að mikið verði
um að vera í versluninni Cosmo í
Kringlunni næstkomandi sunnu-
dag, en þá munu sérfræðingar
fjalla um allt það helsta og nýj-
asta í fermingartísku, förðun og
hárgreiðslu.
„Þetta er í raun eitt allsherj-
ar fermingarpartí. Við fáum til
liðs við okkur Þóri Sveinsson, frá
Space, sem kynnir fermingarhár-
greiðslur í ár, og Marta Dröfn fer
yfir allt það nýjasta í förðun,“
segir Gyða Einarsdóttir, versl-
unarstjóri Cosmo, glöð í bragði
og bætir við að fermingarstúlk-
ur geti notað tækifærið og mátað
á sig fermingarfötin, enda sé fata-
úrvalið í versluninni einstaklega
gott.
„Við erum rómuð fyrir gott
og fjölbreytt úrval fermingar-
fatnaðar. Hér eru margar gerð-
ir kjóla, ólík snið og mismunandi
litir, svo sem hvítt, svart, bleikt,
rautt og rósótt. Allt það flottasta
frá London, París og Amster-
dam,“ telur hún upp og getur þess
að í Cosmo séu líka ermar, legg-
hlífar og krossar. „Svo eru við líka
með nokkrar glæsilegar gerðir af
kápum, sem eru viðeigandi yfir-
hafnir á fermingardaginn og má
auðvitað nota áfram.“
Spurð út í fermingartískuna
segir Gyða meiri fjölbreytni gæta
en síðustu tvö ár og af þeim sökum
eigi því flestar fermingarstúlkur
að finna eitthvað við sitt hæfi. „Við
tökum einstaklega vel á móti við-
skiptavinum okkar og reynum að
aðstoða þá eftir fremsta megni.“
Partí í Cosmo
Fermingarfötin krefjast mikillar umhugsunar og margir leggja sérstaka á
hverju það var á fermingardaginn? Við spurðum nokkra valinkunna Íslen
Dragtir, pífukjólar,
en enginn
Vel er tekið á móti viðskiptavinum í Cosmo í Kringlunni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Sigríður Thorlacius söngkona
„Ég var ekkert svo hallærisleg. Ég
var í svörtum rosa einföldum kjól
sem ég lét sauma á mig. Svo var ég
í hvítri blúndupeysu yfir, sem var
mjög krúttlegt. Hvítum lágbotna
skóm við og bara voða stelpuleg og
fín.“
Sigríður fermdist árið 1996.
Hvernig var fermingartískan það
árið? „Það voru rosa margar stelp-
urnar í eins kjólum, þessum týpísku
fermingarkjólum úr Sautján, og ég
var sú eina sem ekki var á háum
hælum þannig að ég varð allt í einu
langminnst á fermingardaginn.“
Varstu þá þegar farin að þróa
eigin stíl? „Ja, svona svolítið, en að-
allega langaði mig ekkert að vera
í einhverju fermingarlegu, mig
langaði bara að vera venjuleg og
ég sjálf.“
2 litir
4 litir
3 litir
2 litir
FLOTTIR
FERMINGARSKÓR
DÖMU OG HERRA
Ólafur Páll Gunnarsson
útvarpsmaður
„Ég var í svörtum buxum og
svörtu vesti, hvítri skyrtu og
með leðurbindi. Svo var ég í
forláta bítlaskóm, sem var
alveg á skjön við samtímann
því þetta var 1983 á miðju
Duran Duran tímabili.“
Varstu með sítt að aftan? „Að-
eins örlaði á því, já.“
Valdirðu þennan klæðnað sjálf-
ur? „Já, já, já. Ég hef stjórnað því
sjálfur hverju ég klæðist síðan ég
var lítið barn. Alveg sama
hversu flott föt áttu að
vera samkvæmt
möm mu þ á
harðneitaði
ég að fara í
þau ef mér
fannst
þau ekki
töff.“