Fréttablaðið - 24.02.2011, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 24.02.2011, Blaðsíða 6
24. febrúar 2011 FIMMTUDAGUR6 FRÉTTASKÝRING Hverjar eru tekjur sveitarfélaga í hlut- falli við íbúafjölda? Fjarðabyggð og Garðabær eru tekjuhæstu sveitarfélög landsins árið 2010 ef miðað er við meðal- tekjur þéttbýlissveitarfélaga með fleiri en 650 íbúa. Samkvæmt tölum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga námu meðaltekjur á hvern íbúa í Fjarðabyggð 537.150 krónum og 536.933 krónum í Garðabæ. Í þriðja sæti er svo Sandgerði með rúmar 535 þúsund krónur á hvern íbúa. Undanfarin ár hefur Garðabær verið með hæstu tekjur sveitar- félaga miðað við íbúafjölda en Fjarðabyggð hefur nú náð fyrsta sætinu. Þá hafa tekjur Fjarða- byggðar aukist á undanförnum árum, meðal annars með tilkomu álvers Fjarðaáls á Reyðarfirði. Til samanburðar má nefna að Reykjavík er í sjötta sæti listans með meðaltekjur á hvern íbúa upp á 486.427 krónur. Borgin trónir hins vegar eðlilega hæst á listan- um yfir tekjuhæstu sveitarfélögin, enda með lang- flesta íbúa. Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri í Fjarðabyggð, segir spila inn í góða niðurstöðu sveitarfélags- ins að í því séu útsvarstekjur á mann góðar. „Svo njótum við þess að hér eru sterk fyrirtæki, svo sem álverið, sjávarútvegsfyr- irtæki og ýmis fyrirtæki önnur, sem borga fasteignaskatta. Af þessu skýrist þetta.“ Jón Björn Hákonarson, for- seti bæjarstjórnar í Fjarðabyggð, segir góðar tekjur sveitarfélagins hjálpa til við tiltölulega þungan rekstur, enda sé sveitarfélagið stórt og landfræðin setji því hömlur í hagræðingu. Ef horft er til fámennari sveitar félaga, þar sem íbúar eru færri en 650, er Fljótsdalshreppur tekjuhæstur með 1.424.511 krónur á hvern íbúa. Sveitarfélagið, sem telur 89 íbúa, nýtur góðs af háum tekjum vegna Kárahnjúkavirkjun- ar. Í öðru sæti kemur svo Gríms- nes- og Grafningshreppur með tekur upp 1.041.165 krónur fyrir hvern sinna 415 íbúa. Þar nýtur sveitarfélagið tekna af virkjunum, margvíslegri atvinnustarfsemi og umfangsmikilli sumarhúsabyggð. Í útreikningum vegna tekju- jöfnunarframlaga 2010 er miðað við íbúafjölda sveitarfélaga 1. desember 2009, en sjóðurinn birti endanlega úthlutun tekju- jöfnunarframlaga vegna síðasta árs undir lok desember síðastlið- ins. Við útreikninginn er horft til tekna miðað við hámarksálagn- ingu útsvars og fasteignagjalda og tekna sveitarfélaga af meiri- háttar fasteignaálagningu og framleiðslugjaldi. Útreikningar einstakra sveitarfélaga á meðal- tekjum á íbúa geta því verið lægri tölur, þar sem þau fullnýta ekki öll heimild til álagningar útsvars og fasteignaskatts. olikr@frettabladid.is Stórfyrirtæki vega þungt í tekjunum Fjarðabyggð hefur tekið fram úr Garðabæ sem tekjuhæst stærri sveitarfélaga miðað við íbúafjölda. Fljótsdalshreppur með 69 íbúa er hins vegar tækjuhæstur meðal smærri sveitarfélaga. Tekjur hreppsins á íbúa nema 1,4 milljónum króna. REYÐARFJÖRÐUR Álver Fjarðaáls er meðal þess sem leitt hefur til tekjuauka fyrir Fjarðabyggð, sem nú hefur tekið fram úr Garðabæ í útreiknuðum meðaltekjum sveitarfélaga miðað við íbúafjölda. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Tekjur sveitarfélaga miðað við höfðatölu Sveitarfélög með yfir 650 íbúa Sæti sveitarfélag fjöldi íbúa meðaltekjur á íbúa 1. Fjarðabyggð 4.637 537.150 kr. 2. Garðabær 10.587 536.933 kr. 3. Sandgerði 1.711 535.307 kr. 4. Bláskógabyggð 937 526.953 kr. 5. Seltjarnarnes 4.406 509.763 kr. 6. Reykjavík 118.427 486.427 kr. 7. Sveitarfélagið Ölfus 1.945 478.129 kr. 8. Kópavogur 30.314 471.252 kr. 9. Seyðisfjörður 706 466.809 kr. 10. Snæfellsbær 1.701 443.132 kr. [...] 40. Hrunamannahreppur 789 347.801 kr. 41. Þingeyjarsveit og Aðaldælahreppur 941 346.912 kr. 42. Eyjafjarðarsveit 1.030 332.587 kr. Sveitarfélög með undir 650 íbúa Sæti sveitarfélag fjöldi íbúa meðaltekjur á íbúa 1. Fljótsdalshreppur 89 1.424.511 kr. 2. Grímsnes- og Grafningshreppur 415 1.041.165 kr. 3. Hvalfjarðarsveit 626 1.038.630 kr. 4, Skorradalshreppur 61 933.700 kr. 5. Ásahreppur 190 781.311 kr. 6. Skeiða- og Gnúpverjahreppur 519 570.552 kr. 7. Kjósarhreppur 195 527.679 kr. [...] 32. Bæjarhreppur 96 277.365 kr. 33. Akrahreppur 208 248.720 kr. 34. Skagabyggð 106 243.189 kr. Heimild: Jöfnunarsjóður sveitarfélaga, Tekjujöfnunarframlög 2010. PÁLL BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON INGÓLFSTORG Nýtt hótel við torgið er forsenda í hönnunarsamkeppni. SKIPULAGSMÁL Verja á tíu millj- ónum króna í samkeppni meðal arkitekta vegna nýs skipulags á Ingólfstorgi. Borgarráð sam- þykkti í vikunni kostnaðaráætlun við keppnina sem verður í tveimur þrepum. Í fyrra þrepinu verð- ur lögð áhersla á endurskoðun á skipulagi Ingólfstorgs og nágrenni. Í síðara þrepinu á að hanna hótel- byggingu. Skipulagsstjóri útbýr keppnislýsingu í samvinnu við Arkitektafélag Íslands. Ný hönnun á Ingólfstorgi: Tíu milljónir í arkitektakeppni FÓLK Í fyrra dóu 2.017 einstaklingar búsettir á Íslandi, 1.063 karlar og 954 konur. Samkvæmt bráðabirgða- tölum Hagstofu Íslands létust 6,3 á hverja 1.000 íbúa, en dánartíðni stóð í stað milli ára. „Ungbarnadauði á Íslandi var 2,2 börn af hverjum 1.000 lifandi fæddum árið 2010 en var 2,0 börn af hverjum 1.000 lifandi fæddum á árabilinu 2006 til 2010,“ segir á vef Hagstofunnar. Ungbarnadauði er minnstur hér meðal Evrópuþjóða. Mestur er hann í Tyrklandi, eða 15,3 af hverjum 1.000 börnum. „Árið 2010 gátu nýfæddir drengir vænst þess að ná að meðaltali 79,5 ára aldri, en stúlkur 83,5 ára aldri.“ Þá kemur fram að lífslíkur íslenskra karla hafi batnað mjög á undanförnum árum. „Frá árinu 2000 hafa þeir bætt við sig rúmlega tveimur árum í meðalævilengd. Árið 2009 var meðalævilengd íslenskra karla 79,7 ár og skipuðu þeir fyrsta sætið meðal Evrópu- þjóða það ár.“ Árið 2009 var meðalævilengd íslenskra kvenna hins vegar 83,3 ár og skipuðu þær fimmta sætið meðal Evrópuþjóða. Elstar evrópskra kvenna verða konur í Frakklandi, eða 84,3 ára, en styst er ævi þeirra í Úkraínu, 73,6 ár. - óká Ungbarnadauði í Evrópu er minnstur á Íslandi en mestur í Tyrklandi: Íslenskir karlar langlífastir í Evrópu REYKJAVÍKURTJÖRN Íslendingar eru með langlífustu Evrópuþjóðum. Styst er ævi fólks í Úkraínu. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR VIÐSKIPTI Jafet S. Ólafsson, fram- kvæmdastjóri hjá fjárfestingar- félaginu Veigari, og Hildur Dungal lögfræðingur tóku sæti í stjórn Nýherja á aðalfundi félagsins á föstudag. Á sama tíma var stjórn- armönnum fjölgað úr þremur í fimm. Auk þeirra sitja í stjórninni Benedikt Jóhannesson, sem er stjórnarformaður, Árni Vilhjálms- son og Guðmundur Jóh. Jónsson. Þá var Marta Kristín Lárusdóttir, lektor við tölvunarfræði HR, sjálf- kjörin varamaður í stjórnina. - jab Konum fjölgar hjá Nýherja: Tveimur fleiri í stjórn en áður LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu leitar vitna sem kunna að búa yfir upplýsingum um skemmdarverk sem voru unnin á tæplega fjörutíu öku- tækjum í vesturbæ Reykjavíkur aðfaranótt sunnudags. Stungið var á dekk ökutækja við Ásvallagötu, Brávallagötu, Furumel, Víðimel, Grenimel, Hagamel, Melhaga, Hofsvalla- götu, Kaplaskjólsveg og Frosta- skjól. Þeir sem hafa yfir örygg- ismyndavélum að ráða á þessu svæði eru góðfúslega beðnir um að kanna hvort þar kunni að leyn- ast vísbendingar. Upplýsingum má koma á framfæri við lögreglu á netfangið abending@lrh.is eða í síma 444-1000. - jss Beðið um aðstoð vitna: Leitar skemmd- arvarga sem skáru á bíldekk sex saman í p akka ÍS L E N S K A S IA .I S M S A 4 58 61 0 4 /0 9 Ætlar þú að taka þátt í þjóðar- atkvæðagreiðslu um Icesave? Já 91,9% Nei 8,1% SPURNING DAGSINS Í DAG Á að taka málskotsréttinn af forseta Íslands? Segðu skoðun þína á visir.is KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.