Fréttablaðið - 24.02.2011, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 24.02.2011, Blaðsíða 26
Gengið er frá kantinum á skónum eins og gert er á íslenskum sauðskinnskóm og skrautið um ökklann er sótt í hekl. MYND/EINAR SIGURÞÓRSSON Skrautið er sótt í höfuðbúnaðinn á íslenskum faldbúningi. Hælarnir vísa til renndra stólfóta. Guðrún Edda Einarsdóttir, vöru- og skóhönnuður, lærði skóhönnun við London College of Fashion, Cordwainers. Hún vann lokaverkefnið sitt út frá íslensku handverki eftir að hafa heimsótt íslenskt hand- verksfólk yfir kaffibolla. „Ég vildi vinna út frá Íslandi en maður sér landið í ljóma þegar maður er staddur í útlöndum. Guðrún Jónsdóttir, sem sér um félagsstarfið í Gerðubergi, kom mér í samband við handverksfólk,“ útskýrir Guðrún Edda og segir skemmtilegra að vera í beinu sambandi við fólk en að lesa sér til um handverk í bókum. „Þetta var mjög skemmtileg vinna. Þau Hjálmar Th. Ingimundarson, Eliane K. Hommersand, Jóna Þórarinsdóttir, Sigurborg Skúladóttir og Hallveig Ólafs- dóttir unnu með mér að verkefninu. Ég heimsótti þau og spjallaði við hvert og eitt um handverkið og vann svo skóna út frá því.“ Guðrún Edda segir almennt ekki gefið að skóhönnuðir kunni að búa til skó. Áður en hún fór til náms í London vann hún við skóviðgerðir hjá Þráni skóara á Grettisgötu en í skólanum í London var einnig lögð áhersla á sníðagerð og saumaskap á skóm. Með námi vann hún hjá íslenska skófyrirtækinu Mörtu Jónsson í London og eftir að námi lauk vann hún í Kaupmannahöfn, meðal annars fyrir skóhönnuð í Kristjaníu og fyrir danska merkið Billibi. Guðrún Edda kom heim í haust og vann þá að frumgerðum fyrir hönnuðinn Sruli Recht. „Það var mjög krefjandi og skemmti- leg vinna en ég hafði aldrei gert karl- mannsskó áður. Nú er ég bara að skoða framhaldið. Þessa dag- ana er ég að undirbúa sýningu á HönnunarMars dagana 24. til 27. mars en draumurinn er að fara af stað með mína eigin skólínu.“ Nánar má forvitnast um hönnun Guðrúnar Eddu á vef- síðunni www.gudrunedda.com. heida@frettabladid.is Fyrirsætan Carmen Dell‘Orefice þótti glæsileg ásýndum þegar hún sýndi fatnað á Adrienne Vittadini-tískusýningunni í New York á dög- unum. Fjöldi stórstjarna lét sjá sig á tískuvikunni, svo sem Zac Efron, Julia Styles, Brittany Snow og Jennifer Love Hewitt. Innblásið af íslenskri hefð Guðrún Edda Einarsdóttir hannaði skó út frá íslenskum sauðskinnsskóm og handverki. Guðrún Edda Einarsdóttir, vöru- og skóhönnuður, fékk inn- blástur frá íslensku handverksfólki. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 50% AUKA AF SLÁTTUR af útsölu verði (reiknas t við kas sa) Augnháralitur og augnbrúnalitur Tana® Cosmetics SÖLUSTAÐIR: APÓTEK OG SNYRTIVÖRUVERSLANIR NÝTT!! Plokkari með ljósi Aðeins 4 verð á útsölunni 990 • 1990 2990 • 3990 Nýjar vörur - ekki á útsölu Tískuverslun fyrir stelpur og konur. fermingakjólar Árshátíðarkjólar verð frá 5.900 Opiðmánudag- föstudag frá 11-18, laugardaga frá 11-16. Suðulandsbraut 50 Bláu húsin við Faxafen 108 Reykjavík Tel: 5884499 mostc@mostc.is Við erum á Feldir af tígrisdýrum eru lítið notaðir í fata- iðnaði af þeirri ein- földu ástæðu að dýrin eru alfriðuð og verslun með þau eða afurðir þeirra er stranglega bönnuð. Þrátt fyrir það virðist vera markaður fyrir tígrisdýrafeldi í austanverðri Asíu og á síðasta áratug virtist svartamarkaðsbrask með þá hafa farið mjög vaxandi samfara aukinni notkun á feld- um og annars konar skinnum í fataiðnaði. www.visinda- vefur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.