Fréttablaðið - 24.02.2011, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 24.02.2011, Blaðsíða 46
10 • TÓNLIST Hljómsveitakeppnin Wacken Metal Battle verður haldin á Sódómu laugardaginn 5. mars. Sex hljómsveitir berjast um að komast út til að spila á Wacken Open Air í Þýskalandi og taka þátt í lokakeppni Wacken Metal Battle þar. Til mikils er að vinna, því sigurhljómsveitin fær plötusamning og heilan haug af hljóðfærum og græjum og verður bókuð til að koma fram á hátíðinni á næsta ári. MÚSÍKTILRAUNIR DAUÐANS Metalhausinn Þorsteinn Kolbeinsson heldur utan um Wacken Metal Battle á Ís- landi. Hann hefur farið átta sinnum á Wacken-þunga- rokkshátíðina í Þýskalandi og er á leiðinni í níunda skipti í ár. Hann hefur haldið utan um hópferð á hátíðina frá árinu 2004, sem er sama ár og Metal Battle keppnin byrjaði. „Ég fór að veita þessari keppni athygli og tók eftir því að löndunum sem tóku þátt fjölgaði með hverju árinu sem leið og þá var ekki eftir neinu að bíða, heldur bara rétta upp hönd og spyrja hvort litla Ísland mætti ekki vera með líka,“ segir Þorsteinn. „Því var tekið fagnandi og er ég stoltur af að Ísland skuli hafa slegist í hóp þjóða þarna á undan Svíum og Dönum!“ Er Wacken-hátíðin sú besta í heimi? „Góð spurning. Það er að sjálfsögðu ekki hægt að svara þessu með einhverju ákveðnu svari, ekki frekar en að spyrja hvort Metallica sé besta hljómsveit í heimi,“ segir Þorsteinn. „Auk þess rífast menn alltaf um val á hljómsveitum og svoleiðis ár frá ári en sú stað- reynd að það sé búið að vera uppselt á þessa hátíð síðustu sex ár segir ákveðna sögu.“ Þorsteinn segir að skipu- lag, öryggismál og aðstaða sé í algjörum toppklassa á Wacken. „Á Wacken er fjöl- breytt úrval af mat og drykk, hreinlætisaðstaða er til fyrir- myndar – vatnsklósett og heitar sturtur á víð og dreif á svæðinu – og heilmikið að gerast á hverjum tíma fyrir sig, þannig að úrvalið er fjöl- breytt, svo ekki sé minnst á hinn risastóra metalmarkað, þar sem menn hafa verið þekktir fyrir að kaupa árs- skammtinn af geisladiskum á einu bretti,“ segir Þorsteinn að lokum. „En ég er alveg sannfærður um að margar aðrar hátíðir bjóði upp á svip- aðan pakka og því er afar erfitt að krýna ein- hverja eina hátíð sem þá bestu í heimi.“ FER Á NÍUNDU WACKEN-HÁTÍÐINA Í SUMAR ÞORSTEINN ÖRN KOLBEINSSON ATRUM Stefna: Black/Death Metal Atrum var stofnuð 2005 í Hafnarfirði með það markmið í huga að skapa öflugan og þungan málm með stórfenglegu og dimmu andrúms- lofti. Hljómsveitin hefur lokið við hljóðritun á sex laga stuttskífunni Opus Victum sem kemur út á næstu mánuðum. Heimasíða: myspace.com/atrumiceland ANGIST Stefna: Death Metal Angist er ein umtalaðasta metalsveit lands- ins í dag. Hljómsveitin kom fram á á Iceland Airwaves hátíðinni í fyrra og var með fyrstu innlendu metalböndunum til að gera slíkt. Á vormánuðum 2011 má búast við stuttskífu frá sveitinni. Heimasíða: myspace.com/angisttheband CARPE NOCTEM Stefna: Black Metal Carpe Noctem hefur síðustu ár skapað sér stórt nafn sem ein af fremstu black metal sveitum landsins. Textar hljóm- sveitarinnar eru á íslensku og rífa í sig kristindóminn ásamt því að vitna í norræna goðafræði, heimsendaspádóma og íslenskan svartagaldur. Heimasíða: myspace.com/carpenoctemi- celand GRUESOME GLORY Stefna: Teknískt dauðarokk Gruesome Glory frá Akureyri hefur spilað sig inn í metal-senuna við frábæran orðstír. Gríðarlega efnilegt band hér á ferðinni sem er að koma saman aftur eftir nokkurn dvala. Heimasíða: myspace.com/gruesomeg- lory GONE POSTAL Stefna: Dauðarokk / Black / Groove Gone Postal hefur hitað upp fyrir erlendu sveitirnar Entombed, Misery Index, Týr, Ramming Speed og Pulling Teeth. Hljóm- sveitin fékk verulega góða dóma í Metal Hammer og Terrorizer fyrir frammistöðu sína á Eistnaflugi 2010. Heimasíða: myspace.com/gonepost- almetal OPHIDIAN I Stefna: Teknískt dauðarokk Ophidian I er skipuð meðlimum úr ýmsum eldri böndum, eins og Beneath, Discord, Dysmorphic og Gruesome Glory. Markmiðið hljómsveitarinnar er að spila teknískt dauðarokk innblásið af hinni nýju bylgju teknískra sveita eins og Obscura, Necro-phagist o.fl. Heimasíða: myspace.com/ophidiani
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.