Fréttablaðið - 24.02.2011, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 24. febrúar 2011 13
Ef þú ert tryggður þá færðu það bætt
Enn á ný mælist TM efst tryggingafélaga í Íslensku ánægjuvoginni, árlegri
könnun sem mælir ánægju viðskiptavina íslenskra fyrirtækja.
Í 10 skipti af 12 hafa viðskiptavinir TM verið ánægðari en viðskiptavinir
hinna tryggingafélaganna.*
Starfsmenn og umboðsmenn TM hafa staðið sig frábærlega í því að
rækta samband við viðskiptavini á undanförnum árum.
Þessi viðurkenning er hvatning til þess að halda áfram á sömu braut.
* Samkvæmt niðurstöðum könnunar Capacent á ánægju viðskiptavina íslenskra fyrirtækja 1999 –2010.
TM Síðumúla 24 // Sími 515 2000 // tm@tm.is // www.tm.is
Ánægðustu
viðskiptavinirnir
eru hjá TM
Tölur Seðlabankans um dag-
lega veltu á millibankamarkaði í
febrúar benda, að mati Greining-
ar Íslandsbanka, til þess að velt-
an verði sú mesta í einum mánuði
síðan í nóvember árið 2009.
„Eru hér að sjálfsögðu tekin
út þau áhrif sem aðgerðir Seðla-
banka Íslands höfðu á veltuna í
desember síðastliðnum,“ segir
í morgunkorni bankans í gær,
en þá keypti bankinn gjald-
eyri fyrir 24,6 milljarða króna
af fjármálafyrirtækjum til þess
að draga úr gjaldeyrismisvægi
þeirra. „Án þessara aðgerða var
heildarveltan í desembermánuði
2.910 milljarðar króna.“
Bent er á að frá fyrsta til og
með 18. febrúar hafi heildarvelta
á millibankamarkaði numið 3.721
milljarði króna. Þar af séu viðskipti
Seðlabankans 715 milljarðar, eða
rétt tæpur fimmtungur veltunnar.
„Eru viðskipti Seðlabankans
jafnframt nokkuð minni hluti af
heildarveltunni en að undanförnu.
Af þessu virðist ljóst að útflæði
gjaldeyris hjá viðskiptabönkunum
er nokkuð meira en sem nemur inn-
flæði sem leiðir til þess að þeir hafa
orðið að leita á millibankamarkað í
mun meira mæli með kaup á gjald-
eyri,“ segir í umfjöllun greining-
ardeildarinnar, en sú þróun er
sögð samrýmast þróuninni á gengi
krónunnar í mánuðinum.
„Af þeim þremur myntum sem
vega hvað mest í vísitölunni, það er
evru, Bandaríkjadollar og breska
pundinu, hefur krónan veikst mest
gagnvart pundinu,“ segir í Morg-
unkorni bankans, en sú veiking er
sögð jafngilda veikingu krónunn-
ar upp á 2,2 prósent. „Gagnvart
Bandaríkjadollar hefur krónan
veikst um 1,8 prósent en gagnvart
evru um 1,1 prósent.“ - óká
GJALDEYRIR Bankarnir hafa í auknum
mæli þurft að leita á millibankamarkað
til kaupa á gjaldeyri, að mati Greiningar
Íslandsbanka. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Krónan veikist gagnvart helstu gjaldmiðlum vegna flæðis úr bönkunum:
Velta eykst á millibankamarkaði
Staða íslenskra lífeyrissjóða er með ágætum, þrátt
fyrir bankahrunið, að mati greiningardeildar
Arion banka. Staða sjóðanna er sér í lagi sögð góð
í samanburði við önnur lönd.
„Þrátt fyrir eignartap í kjölfar bankahrunsins
kemur í ljós að lífeyrissparnaður sem hlutfall af
landsframleiðslu er hér með því hæsta sem gerist.
Hrein eign íslensku lífeyrissjóðanna til greiðslu
lífeyris nam 1.893 milljörðum króna í lok árs
2010,“ segir í umfjöllun bankans í gær. Hrein eign
lífeyrissjóðanna er því sögð nema um 125 prósent-
um af vergri landsframleiðslu síðasta árs.
Greiningardeild Arion banka metur fjárfesting-
arþörf lífeyrissjóðanna á þessu ári á um 130 millj-
arða króna. Iðgjöld, að frádregnum útgreiðslum,
séu nærri 40 milljarðar og vaxtatekjur sjóðanna
nemi um 90 milljörðum króna.
„Að finna farveg fyrir 130 milljarða króna á
einu ári í lokuðu hagkerfi þar sem hlutabréfa-
markaðurinn er enn í skötulíki og almenn
skuldahjöðnun ríkir getur verið afar erfitt verk-
efni,“ segir í umfjöllun greiningardeildarinnar.
„Þar að auki eru vextir lágir nú um stundir og
því engir augljósir kostir í stöðunni.“ Greining
bankans er birt undir fyrirsögninni „lúxusvandi
lífeyrissjóðanna“. - óká
KAUPHÖLLIN Spurning er hvort lífeyrissjóðirnir geta fundið
fjárfestingum farveg í nýskráningum fyrirtækja í Kauphöllina.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Fjárfestingarþörf lífeyrissjóðanna á þessu ári nemur 130 milljörðum króna:
Vandséð hvað gera á við peningana
Hráolía hefur hækkað fimm
daga í röð vegna átakanna í
Líbíu og stefnir hraðbyri á 100
dollara múrinn, að því er fram
kemur í umfjöllun IFS Grein-
ingar. Olíuverð hefur ekki verið
hærra síðan í október árið 2008.
„Líbía er þriðji stærsti olíu-
framleiðandinn í Afríku og það
ríki sem býr yfir mestum olíu-
forða,“ segir í greiningu IFS, en
þar kemur fram að verð á hrá-
olíu til afhendingar í apríl hafi í
fyrradag staðið í rúmum 96 doll-
urum tunnan. Þá hafði verðið
hækkað um sex prósent.
Í gær var verð olíutunnunnar
síðan komið í 99 dollara. Í gær-
morgun stóð framvirkt verð á
Norðursjávarolíu í rúmum 107
dollurum tunnan.
- óká
Olíuverð hækkar stöðugt:
Átök í Líbíu
hækka olíuverð
Matsfyrirtækið Moody‘s segir
allar líkur á því að fyrirtækið
setji íslensk ríkisskuldabréf í
ruslflokk fari svo að þjóðin hafni
Icesave-samkomulaginu í þjóðar-
atkvæðagreiðslu.
„Fari svo að þjóðin samþykki
samninginn er líklegast að við
breytum horfum úr neikvæðum í
stöðugar,“ segir einnig í svari við
fyrirspurn frá blaðamanni Blo-
omberg-fréttastofunnar.
Ísland er nú metið með ein-
kunnina Baa3 með neikvæðum
horfum.
Moody´s um ríkisskuldabréf:
Í ruslflokk hafni
þjóðin Icesave
Framganga Hollands og Bret-
lands í Icesave-málinu er harð-
lega gagnrýnd í leiðara stór-
blaðsins Wall Street Journal í
gær.
Þar segir að ef Íslendingar
samþykki Icesave-samninginn í
komandi þjóðaratkvæðagreiðslu,
séu þeir skuldbundnir Bretum
og Hollendingum í allt að 35 ár.
Það megi hins vegar rekja
til ákvörðunar stjórnvalda í
löndunum tveimur, sem endur-
greiddu eigin borgurum inn-
stæður þeirra að eigin frum-
kvæði.
Í niðurlagi leiðarans segir að
það sé skiljanlegt að Íslending-
ar vilji samþykkja samninginn
til að ljúka málinu. Það réttlæti
ekki níðherferðina sem Bretar
og Hollendingar hafi nú rekið í
tvö og hálft ár. - þj
Leiðari Wall Street Journal:
Gagnrýninn á
Icesave-herferð