Fréttablaðið - 24.02.2011, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 24.02.2011, Blaðsíða 4
24. febrúar 2011 FIMMTUDAGUR4 EVRÓPUMÁL Viðhorf Íslendinga gagnvart Evrópusamband- inu (ESB) og aðild að því varð jákvæðara á seinni hluta síðasta árs. Áfram eru þó fleiri sem efast um ágæti aðildar. Í viðhorfskönnun Gallup fyrir Eurobarometer Evrópusam- bandsins, sem var framkvæmd í nóvember en birt í gær, kemur í ljós að 38 prósent landsmanna telja að ESB-aðild gæti orðið Íslandi til hagsbóta. Það er aukn- ing frá því í maí í fyrra þegar 29 prósent voru þeirrar skoðunar. Tæpur helmingur lands- manna, 48 prósent, telur hins vegar að Ísland muni ekki njóta góðs af aðild, sem er nokkuð minna en í fyrri könnuninni þegar 58 prósent voru þeirrar skoðunar. Þá telja 28 prósent Íslendinga ESB-aðild vera almennt góða fyrir Ísland samanborið við 19 prósent sem voru þeirrar skoð- unar í maí á síðasta ári. Þá fækkar í hópi þeirra sem telja aðild vera slæma fyrir Ísland, úr 45 prósentum í maí niður í 34 prósent í nóvember. - þj GENGIÐ 23.02.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 216,7003 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 116,65 117,21 189,12 190,04 159,91 160,81 21,447 21,573 20,657 20,779 18,185 18,291 1,4085 1,4167 182,6 183,68 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is PEKING, AP Óþekkt samtök mótmæltu ábyrgðarleysi og ógagnsæi kínverskra stjórnvalda á sunnudag. Mótmælin fóru fram í þrettán borgum víðs vegar í Kína en lögregluyfirvöld komu í veg fyrir fjöldamótmæli með ritskoðun vefsíðna og handtök- um. Mannréttindasamtök telja að um 100 þekktir andófsmenn hafi verið handteknir og enn séu margir í haldi. Handtökurnar hafa valdið mik- illi reiði meðal mótmælenda og hafa þeir hvatt fólk til mótmæla næsta sunnudag þegar krafist verður lausnar fanganna. - jtó Mótmæli brjótast út í Kína: Andófsmenn fangelsaðir Yrði Evrópusambandsaðild Íslandi til hagsbóta? maí 2010 nóv. 2010 Til hagsbóta Ekki til hagsbóta Veit ekki13% 14 % 58% 48% 29% 39% Heimild: Eurobarometer OPINN FUNDUR UM BSRB stendur fyrir opnum fundi um neysluviðmið ríkisstjórnarinnar, fimmtudaginn 24. febrúar kl. 16:30 í BSRB-húsinu Grettisgötu 89. Gestur fundarins er Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra Fundarstjóri: Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB NEYSLU VIÐMIÐ www.bsrb.is Skoðanakönnun sýnir sveiflur í viðhorfi Íslendinga til Evrópusambandsins: Fjölgar í hópi jákvæðra í garð ESB FISKUR Í KARI Margir vilja að þeir sem fái kvóta úthlutað greiði ríkinu leigugjald fyrir hann. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SJÁVARÚTVEGUR Tæp sjötíu prósent þátttakenda í könnun markaðs- fyrirtækisins MMR styðja þær hugmyndir að þeir sem fái fisk- veiðikvóta úthlutað greiði leigu til ríkisins sem endurspeglar markaðsverðmæti kvótans. Í könnun MMR var spurt um afstöðu almennings til ráðstöfun- ar fiskveiðiheimilda. Í könnun- inni voru 66,6 prósent þátttak- enda hlynnt því að kvótinn ætti að vera í eigu ríkisins og 64,9 prósent sögðu stjórnvöld eiga að afturkalla gildandi kvóta og úthluta að nýju með breyttum reglum. - jab Vilja að ríkið eigi fiskikvótann: Stuðningur við leigugjald kvóta FRÁ FYRRI ÞEKKINGARDEGI Forseti Íslands afhendir þekkingarverðlaun við hátíðlega athöfn í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VIÐSKIPTI Leitað verður svara um áhrif mögulegrar aðildar Evr- ópusambandsins á vinnumarkað- inn og atvinnulíf á Íslenska þekk- ingardeginum á Hilton Reykjavik Nordica í dag. Fjölmargir fyrir- lesarar munu þar fjalla um líkleg áhrif á kaupmátt, launaþróun og gerð kjarasamninga. Ólafur Ragnar Grímsson, for- seti Íslands, afhendir þekkingar- verðlaun Félags viðskipta- og hagfræðinga og eru þrjú fyrir- tæki tilnefnd: Icelandair, Rio Tinto Alcan á Íslandi og Sam- herji. Viðskipta- eða hagfræð- ingur ársins verður jafnframt verðlaunaður. - jab Íslenski þekkingardagurinn: Fjallað um áhrif aðildar að ESB LÖGREGLUMÁL Lögreglan í Vest- mannaeyjum þurfti að hafa afskipti af stúlku á átjánda ári sem olli skemmdum á einum af veitingastöðum bæjarins um helgina. Stúlkan hafði látið reiði sína bitna á veggjum inni á salerni staðarins. Hún var í hælaháum skóm og voru göt á veggjunum eftir hælana. Þá bárust tvær tilkynningar um rúðubrot til lögreglu. . - jss Reið stúlka í Eyjum: Gataði veggi með hælaskóm VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 17° 9° -1° 0° 2° 3° -1° -1° 20° 14° 17° 8° 26° -1° 12° 11° -4°Á MORGUN Strekkingur S- og V- lands, annars hægari. LAUGARDAGUR Strekkingur víða með ströndum en hægari inn til landsins. -1 0 13 -12 5 3 3 3 6 6 6 6 6 3 3 1 2 1 -2 6 8 5 11 6 15 9 15 7 4 11 4 SKÚRIR EÐA ÉL er ágætis lýsing á veðrinu næstu daga með þeirri undantekningu þó að á Norð- austurlandi verður nokkuð bjart. Það bætir í úrkomuna sunnan- og vestan- lands síðdegis í dag en síðan taka við skúrir eða él. Ingibjörg Karlsdóttir veður- fréttamaður MENNTUN Nemendur Menntaskól- ans Hraðbrautar fá tækifæri til að ljúka námi á vorönn 2012 þrátt fyrir að mennta- og menningar- málaráðuneytið hafi ákveðið að endurnýja ekki þjónustusamning við skólann þegar hann rennur út í sumar. Tímabundinn þjónustu- samningur fyrir næsta skólaár er háður ströngum skilyrðum. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að ákvörðunin um að fram- lengja ekki samninginn sé einkum byggð á skýrslu Ríkisendurskoð- unar um framkvæmd þjónustu- samnings við Hraðbraut, áliti menntamálanefndar Alþingis og viðræðum sem ráðuneytið hafi átt í við forsvarsmenn skólans. Í skýrslu sinni gagnrýndi Ríkis- endurskoðun eigendur og stjórn- endur Hraðbrautar, sem fékk nær 200 milljónir ofgreiddar úr rík- issjóði á árunum 2003 til 2009. Á þeim árum voru greiddar 82 milljónir króna í arð til eigenda. Árlegt framlag ríkisins sam- kvæmt þjónustusamningi nam um 936 milljónum króna, eða rúmum 130 milljónum á ári að meðal- tali, en Ríkisendurskoðun átaldi einnig eftirlit ráðuneytisins með starfsemi skólans. „Þetta er galin ákvörðun,“ segir Ólafur Johnsen, framkvæmda- stjóri og eigandi Hraðbrautar, í samtali við Fréttablaðið. „Þetta er pólitísk aðför vinstri manna sem ekki mega sjá einka- framtak. [...] Þó ég hafi fengið 40 milljónir í arð út úr skólanum er ekkert að því. Ég var búinn að leggja átta ára vinnu í skólastarf- ið áður en það fór af stað og þar af tvö ár án launa, þannig að það var fullkomlega eðlilegt að ég fengi greiddan arð út úr skólanum.“ Spurður um framtíð Hraðbraut- ar segir Ólafur að hann muni ekki gefast upp þrátt fyrir að hann geti ekki gefið upp hvernig því verði háttað. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, neitar því aðspurð að um pólitískt mál sé að ræða. Einungis sé verið að vinna eftir tilmælum Ríkisendur- skoðunar og menntamálanefndar Alþingis. Katrín segir að þessi málalok milli ráðuneytis og Hraðbrautar sé ekki dómur yfir rekstrarforminu sem slíku. „Við erum með marga samninga við einkarekna framhaldsskóla og háskóla og í margs konar formi sem hafa gengið mjög vel. Þetta er einstakt dæmi.“ Katrín bætir því við að Ríkis- endurskoðun hafi einnig átalið ráðuneytið fyrir að hafa ekki sinnt eftirliti nægilega vel. „Við munum taka það mjög alvarlega hvernig við getum sinnt því sem allra best.“ Uppgjör vegna ofgreiddra fjár- framlaga mun fara fram í sumar, eftir að samningurinn rennur út, en Ólafur og ráðuneytið eru ekki á einu máli með upphæðirnar sem um er að ræða. thorgils@frettabladid.is Nemendur skólans fá að ljúka náminu Ríkið mun ekki endurnýja samning sinn við Menntaskólann Hraðbraut sökum harðrar gagnrýni Ríkisendurskoðunar. Fékk nær 200 milljónir ofgreiddar.Skóla- stjóri segir málið pólitískt en ráðherra vísar því á bug. Uppgjör í sumar. FÁ EKKI NÝJAN SAMNING Menntamálaráðuneytið mun ekki endurnýja samning við Menntaskólann Hraðbraut. Nemendur fá að ljúka námi en Ólafur Johnson, skóla- stjóri og eigandi Menntaskólans Hraðbrautar, er ósáttur við málalyktir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN DÓMSMÁL Karlmaður á fertugs- aldri hefur verið dæmdur í Hér- aðsdómi Austurlands fyrir að ráð- ast á fjórtán ára pilt. Árásin átti sér stað á Vilhjálms- velli á Egilsstöðum á síðasta ári. Pilturinn hafði tekið fótbolta af syni mannsins og vini hans. Maðurinn var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að sparka í piltinn, hóta honum lífláti og ógna með hafnar- boltakylfu. Þá var hann dæmdur til að greiða piltinum 400 hundruð þúsund krónur í miskabætur. - jss Þrír mánuðir á skilorði: Maður réðst á unglingspilt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.