Fréttablaðið - 24.02.2011, Blaðsíða 25
Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447
Fyrirsæta sýnir sköpunarverk úr
smiðju kólumbísku hönnuðanna
Diönu Gamboa og Luis F. Bohorquez
á alþjóðlegu tískuvikunni í Bógóta
í Kolumbíu. Tískuvikan er annar
tveggja tískuviðburða í Bógóta, hinn
er Circulo de Moda og er markmiðið
að vekja athygli á innlendri hönnun.
É
g vissi á fimmtudeginum fyrir Edduverðlaunahátíðina að ég myndi mæta og hugsaði að
þyrfti ég að fara upp á svið yrði ég hvort sem er allt öðruvísi en aðrir í salnum, svo ég ákvað
að gera þetta bara á minn hátt,“ segir Bjarnheiður Hannesdóttir, sem vakið hefur athygli
fyrir þröngan samfesting með hlébarðamynstri sem hún klæddist á hátíðinni. Hún hannaði
hann sjálf og lét sauma á saumastofunni Jójó þótt stuttur tími væri til stefnu.
„Foreldrar mínir ráku eina stærstu tískuvöruverslun Keflavíkur þegar ég var að alast upp, Kóda,
sem þau seldu 2001. Ég er því sjálfstæð og óhrædd við að vera öðruvísi, leitast við að vera elegant en
samt töff. Þess vegna er ég til dæmis hrifin af þessari svörtu skyrtu og legghlífum sem ég klæðist,“
segir Bjarnheiður, sem rekur fyrirtækið Deco.is sem veitir innanhússráðgjöf. juliam@frettabladid.is
Hannaði fötin sjálf
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Bjarnheiður Hannesdóttir mætti á Edduverðlaunahátíðina í ár í samfestingi sem vakti mikla athygli
Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is
Opnum í dag
með fulla verslun
af glæsilegri
vorvöru
Stærðir 36-52
GLÆSILEGUR OG NÝKOMINN INN
teg. CATYA - fæst í skálum
B,C,D,DD,E,F,FF,G á kr. 7.680,-
Laugavegi 178 - Sími: 551 3366
Opið mán.-fös. 10-18. Lau. 10-14.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
www.misty.is
Vertu vinur