Fréttablaðið - 24.02.2011, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 24.02.2011, Blaðsíða 16
24. febrúar 2011 FIMMTUDAGUR16 16 hagur heimilanna „Ég keypti Acer fartölvu í góðri trú að um gæðagrip væri um að ræða en svo var ekki. Skjárinn datt af tölvunni eftir aðeins eins árs notkun segir Pálína María Gunnlaugsdóttir, körfu- knattleikskona í liði Keflavíkur og nýlegur bikarmeistari, spurð úti sín verstu og bestu kaup. „Ég var mjög óánægð með þessi kaup, sérstaklega þar sem bróðir minn er bara búinn að eiga eina fartölvu í gegnum tíðina og hún virkar enn.“ Innt eftir því hvort hún hafi haft einhver áhrif á endalok tölvunnar sagði hún ekki svo vera og þvert á móti hafa farið sér- staklega vel með tölvuna. „Tölvan var gölluð og skjárinn datt bara af „flakinu“.“ Hins vegar eru bestu kaupin New York ferð sem farin var síðasta sumar. „Ferðin í sumar var frábær og ódýrt að versla þrátt fyrir að krónan er eins veik og hún er um þessar mundir. Verðlagning í New York er lág miðað við marga aðra staði og því gat ég gert mörg kjarakaup.“ Spurð úti hvað hafi verið bestu kaupin í þeirri ferð segir Pálína það vera fartölvuna sem hún hafi keypt í stað Acer „flaksins“. „Ég vona að hún eigi eftir að endast mér lengur en sú gamla. Hún hefur virkað vel hingað til og vonandi heldur hún því áfram.“ - jtó NEYTANDINN PÁLÍNA MARÍA GUNNLAUGSDÓTTIR Fartölva eru verstu kaupin Kvörtunum til Neytendasamtak- anna (NS) vegna ferðaþjónustu í landinu hefur fjölgað á milli ára, eða úr fjórum í níu. Talið er að fjölgun mála megi rekja til eld- gossins í Eyjafjallajökli. Öll málin í fyrra voru tekin til efnislegrar úrlausnar hjá úrskurðarnefnd. Úrskurðarnefnd NS og Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) hafa nú gefið út ársskýrslu, þar sem fram kemur að málin níu voru flokkuð í fimm flokka: Deilt um tjón á bíla- leigubíl, aðbúnaður á gististað, aflýsing, seinkun á heimferð og seinkun á brottför. Á heimasíðu NS kemur fram að í málunum voru misjafnlega mikl- ir fjárhagslegir hagsmunir í húfi. Lægsta krafan var upp á um það bil 70 þúsund krónur, en sú hæsta um tvær milljónir króna. Í þremur af níu málum var fallist á allar kröfur neytenda, en í sex málum var fallist á kröfur neytenda að hluta. „Það hve oft er fallist á kröfur neytenda í þessum málum stafar af því að yfirleitt hefur kvörtun- arþjónusta Neytendasamtakanna haft milligöngu í málunum áður en þau koma til kasta nefndarinn- ar og starfsmenn samtakanna ráð- leggja neytendum almennt ekki að leita til nefndarinnar nema þeir telji kvartanir á rökum reistar,“ segir í skýrslunni. Kostnaður við málskot til nefndarinnar er 3.500 krónur. - sv Úrskurðir um kvartanir neytenda á ferðaþjónustu: Fjölgar vegna eldgoss Til þess að koma í veg fyrir að henda þurfi ávöxtum sem hafa orðið útundan á heimilinu, er gott ráð að kaupa safapressu. Það gerir það að verkum að fjölskyldan getur fengið ferskan ávaxtasafa fyrir lítinn pening og nýtt þá ávexti sem annars myndu enda í ruslafötunni. Safapressan er þannig fljót að borga sig. GÓÐ HÚSRÁÐ Ekki henda gömlum ávöxtum ■ Safapressa er góð fjárfesting fyrir fólk sem á það til að kaupa of mikið af ávöxtum og grænmeti. ELDGOSIÐ Í EYJAFJALLAJÖKLI Kvörtun- um frá neytendum ferðaþjónustu fjölgaði mikið hér á landi vegna eldgoss- ins í Eyjafjallajökli. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM AUKNING varð á veltu í dagvöruverslun í janúar miðað við síðasta ár.2,4%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.