Fréttablaðið - 24.02.2011, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 24.02.2011, Blaðsíða 8
24. febrúar 2011 FIMMTUDAGUR8 LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu hefur upplýst tvö rán sem voru framin í Reykja- vík, annað í Vesturbænum um síðustu helgi en hitt í Grafarvogi um þarsíðustu helgi. Fimm menn voru handteknir og hafa þeir allir játað sök. Fjór- ir þeirra komu við sögu í báðum ránunum en sá fimmti í öðru þeirra. Ránin voru keimlík, því í báðum tilvikum fóru mennirnir grímuklæddir inn á skyndibita- stað, ógnuðu starfsfólki og höfðu síðan eitthvert smáræði af pen- ingum á brott með sér. Fimm- menningarnir eru á aldrinum 16 til 34 ára. Þá var karlmaður á þrítugs- aldri handtekinn í verslun á höfuð- borgarsvæðinu síðdegis í fyrra- dag. Þar hafði hann stolið nokkrum tölvuleikjum. Þeim hafði þjófurinn stungið í tösku sem hann hafði með- ferðis. Hún var sérstaklega útbúin þannig að ekki var hægt að nema þjófavörn þegar farið var framhjá skynjara í öryggishliði, sem nú eru í flestum verslunum. Loks voru fjögur ungmenni hand- tekin fyrir þjófnaði í fyrirtæki í Kópavogi í fyrradag. Þar höfðu þau stolið tölvu. Í fórum þeirra reyndust vera fleiri illa fengnir munir. Um er að ræða tvo pilta og tvær stúlkur á aldrinum 17 til 19 ára. - jss Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í önnum eftir rán og þjófnaðarbrot: Tvö rán upplýst og fimm teknir LÖGREGLAN Hefur haft í nógu að snúast vegna þjófnaðarmála og gripdeilda. Komdu í VIST og hafðu samskipta- og upplýsinga- tæknimál fyrirtækisins á einum og öruggum stað. VIST byggir á grunnpakka sem inniheldur m.a. heimasvæði, tölvupóst, öryggisvarnir og afritun – á föstu mánaðargjaldi fyrir hvern starfsmann. [VIST] UT-lausnir fyrir þitt fyrirtæki Það er 800 4000 – siminn.isAfritun Öryggi Rekstrarþjónusta Hýsing Tímasparnaður Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is AF VÖRUM Á MYNDABÓKAVEF25 afsláttur í febrúar Fermingakort A6, r með 25% afslætti 119kr Verð er gefið upp með vsk. og miðast við afhendingu hjá Odda Höfðabakka 7. Afsláttur gildir ekki með öðrum tilboðum. www.oddi.is Fastus ehf. | Síðumúla 16 | 108 Reykjavík | Sími 580 3900 | www.fastus.is Sjálfvirk hjartastuðtæk örugg og einföld í notkun með íslensku tali. Getur þú bjargað DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært fyrir Héraðsdómi Reykja- víkur karlmann um fertugt fyrir að kasta kjötdiski úr postulíni í andlit konu. Diskurinn brotnaði með þeim afleiðingum að hún opið sár á hægri augabrún og skurð á efri og neðri vör. Atvikið átti sér stað að kvöldi föstudagsins 20. ágúst 2010. Ákæruvaldið ákærir manninn fyrir sérstaklega hættulega lík- amsárás og krefst þess að hann verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. - jss Ríkissaksóknari ákærir mann: Braut disk á andliti konu NÝJA-SJÁLAND, AP Nokkrum hundr- uðum manna hefur verið bjargað á lífi úr rústum húsa í Christchurch á Nýja-Sjálandi en um 300 manns var enn saknað í gær, daginn eftir að 6,3 stiga jarðskjálfti reið þar yfir. Að minnsta kosti 75 manns eru látnir. Hundruð hermanna, lögreglu- manna og hjálparstarfsmanna hafa leitað í rústunum í örvænt- ingarfullu kapphlaupi við tím- ann, sem stundum hefur skilað óvæntum árangri. Mikill fögnuður braust þannig út í gær þegar björgunarmenn náðu Ann Bodkin út úr rústum háhýsis eftir mikið erfiði, því hún lá grafin innan um steypuklumpa og snúin málmstykki. Eiginmaður hennar hafði beðið milli vonar og ótta meðan unnið var að björgun hennar. Svo hittist á að um leið og hún var laus úr rústunum brutust geisl- ar sólarinnar út úr skýjunum, en þungbúið hafði verið fram að því. Varð þá Bob Parker, borgarstjóra í Christchurch, að orði: „Þeir náðu Ann út úr byggingunni og Guð kveikti ljósin.“ Verr fór annars staðar í borg- inni þar sem fimmtán ára tví- burar, Lizzy og Kent, biðu fyrir utan Canterbury-sjónvarpsstöð- ina, sjö hæða byggingu þar sem móðir þeirra vann við morgun- þátt. Húsið hrundi í jarðskjálftan- um en þau reyndu hvað þau gátu að halda í vonina meðan björgunar- fólk kannaði aðstæður. Þá kom lögreglukona út úr rúst- unum, kraup fyrir framan tví- burana og sagði enga von lengur til þess að neinn fyndist á lífi í rústunum. Fimmtán starfsmenn sjónvarps- stöðvarinnar voru í húsinu og þar voru einnig tíu japanskir skipti- nemar ásamt kennurum í tungu- málaskóla sem einnig var til húsa í byggingunni. Heilu hverfi borgarinnar eru í rúst eftir jarðskjálftann. Að kvöldi þriðjudags var ákveðið að leggja á útgöngubann yfir nóttina, bæði til þess að tryggja að fólk færi sér ekki að voða á hættulegum stöð- um og til þess að koma í veg fyrir þjófnaði. Nokkrir hafa verið handteknir fyrir innbrot og þjófnaði. Hætta þótti á að ein hæsta bygg- ing borgarinnar, hið 27 hæða Hotel Grand Chancellor, myndi hrynja og var ákveðið að rýma hótel- ið og næstu tvær húsaraðirnar í kringum það. gudsteinn@frettabladid.is Hundruð manna enn í rústum húsa Jarðskjálftinn á Nýja-Sjálandi hefur kostað að minnsta kosti 75 manns lífið en björgunarfólki tókst í gær að bjarga hundruðum manna úr rústunum við mikinn fögnuð ættingja og vina. Heilu hverfi borgarinnar eru gjöreyðilögð. GERÓNÝTT HEIMILI Hjónin Murray og Kelly James fyrir utan heimili sitt í Christchurch daginn eftir jarðskjálftann. NORDICPHOTOS/AFP 1. Hver er meðalævilengd íslenskra karla? 2. Hvað heitir sendiherra Ungverjalands á Íslandi? 3. Hvar leikur þungarokkssveitin HAM á morgun? SVÖR 1. 79,7 ár. 2. Lajos Bozi. 3. Á NASA. VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.